Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 35

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Side 35
STUDENTABLAÐ 27 Bókmenntir eru nú fyrir borð bornar í flest- um skólum, en allmikil áherzla lögð á íslenzka málfræði. En íslenzk tunga er annað og meira en þurr, andlaus málfræði. Það er hið lifandi orð, fornsögurnar, ljóð góðskálda okkar og sögur, sem íslenzk æska þarf að lesa, læra og skilja. Ef við hættum að meta að verðleikum tungu okkar og bókmenntir, þá er illa komið. En hvernig er varið ást íslendinga á land- inu sjálfu? Flestir þeirra hafa lítið séð af hinni fjölbreyttu náttúrufegurð landsins, og útsýn þeirra er þá helzt frá skröltandi bifreiðum á fjölförnum vegum. Það þarf að hvetja ungt fólk til þess að ferð- ast um landið. Ekki aðeins að aka milli skemmti- og samkomustaða í þorpum og þétt- býlum sveitum, heldur miklu fremur að fara gangandi um fjöll og firnindi. Jafnframt því að kynnast landinu, læra menn þá að bera byrðar sínar sjálfir og standa á eigin fótum. Enginn er tengdur Islandi traustari böndum en sá, sem ferðast hefir um öræfi landsins. Frá þeim stafar dulmagnaður kynngikraftur, sem sá einn fær skilið, er reynir. Þá, sem lostnir hafa verið töfrasprota öræfanna, laða þau og draga til sín eins og segull stál. Yfir eyðisöndunum, úfnum hraununum og fannhvítum jökulbreiðunum hvílir hrikafegurð, en djúp kyrrð. Það er þessi kyrrð, fjallakyrrðin, sem er þeim sérstaklega nauðsynleg, sem ala aldur sinn í borgum. Þeim er nauðsynlegt að „drepa sig úr Dróma“ dægurlífsins öðru hvoru, segja skilið við ærandi borgarglauminn og tælandi glysið, rífa sig út úr þéttriðnu neti áróðurs- mannanna og hverfa upp til fjalla eða af- skekktra sveita. Þar geta þeir hugsað í næði, hlustað á æðaslög náttúrunnar og fundið sjálfa sig. En þeir eru því miður fleiri, sem leita inn í glauminn, til þess að gleyma því, að þeir þrá kyrrðina. Ættjarðarást íslendinga má ekki slokkna eða dofna, annars á þjóðin á hættu að glata mörg- um sínum beztu sonum og dætrum og því, sem dýrmætast er af öllu, frelsinu. Þegar Gunnar átti að hverfa úr landi forð- um, fannst honum hlíðin fegurri en nokkru sinni fyrr. Og hann vildi „heldur bíða hel en horfinn vera fósturjarðar ströndum". ’--------------------------------------'v Ávarp til fóstur- jarðarinnar Hvert sem mín á leið að liggja, um láð eða meðal ölduhryggja, og þó ég eigi bein að bera á blómum sþrýddri suðurströnd, sþal ég ávallt meyna muna, mjöllu þlœdda og jóþulbruna, í sorgarbúning svartan, bjartan sveipaða þétt af drottins hönd. I átthagana andinn leitar, þó ei sé loðið þar til beitar, og forscelu þar finnur hjartað, þó fátœþt sé um sþógarhögg. Sá er beztur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar visir, þó vöþvist hlýrri morgundögg. Grímur Thomsen. \______________________________________4 „Út vil ek“, sagði Snorri, er honum var bann- að að sigla heim til Islands. Ættjarðarástin, löngunin til þess að vera heima á Islandi, varð þeim báðum að aldurtila. Það þarf að kveikja og glæða í brjósti ís- lenzkrar æsku, ást á landi og þjóð, tungu henn- ar og andlegum verðmætum. Engin bönd munu þá geta hamlað því, að Islendingar, sem utan fara, sigli aftur út til Islands eins og Snorri. Is- lenzkir námsmenn, sem dveljast erlendis, munu þá hverfa heim til „hlíðarinnar“ fögru að námi loknu, til þess að una þar ævi sinnar daga. Þá mun það sannast á Islendingum um alla framtíð, að „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.