Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 40

Stúdentablaðið - 01.12.1954, Qupperneq 40
32 STÚDENTABLAÐ VOLTER ANTONSSON, stud. jur.: Andlegt frelsi er horn- steinninn Sjálfstæði smáríkis gagnvart öðrum þjóðum er svo nátengt andlegu frelsi þegna þess, að þar verður vart á milli skilið. Ríki, sem kúgar þegna sína og sviptir þá frelsi til orðs og æðis, er fúið niður í rót og hlýtur að hrynja fyrr eða síðar. Það er dapurleg reynsla mannkynsins, að allt frá upphafi vega, hefur ofbeldi og ofríki viðgengizt í skjóli auðs og valda. Öll mannkynssagan er frásögn um sífellda baráttu gegn þeim fjötrum, sem mannsandinn hefur verið hnepptur í. Er öllum sú saga svo kunn, að óþarfi er að rekja hana hér. Ef litið er frá Hliðskjálf á fullveldisdegi ís- lendinga á því herrans ári 1954 og aðgætt, hvernig ástatt er með þjóðum heims, verður margt skrítið uppá teningnum og miður æski- legt. Það kemur sem sé á daginn, að enn þá er urmull ríkja, sem ekki búa þegnum sínum viðeigandi frelsi til að mynda sér sjálfstæða skoðun á mönnum og málefnum. Milljónir manna búa í dag við stjórnarhætti, sem raunverulega svipta þá þeim fríðindum að geta með sanni titlað sig homo erectus. Þessar milljónir búa í húmi kúgunar og liarð- ræðis, sem er nátengt niðamyrkri miðalda. Það er staðreynd, sem enginn má hnekkja, að prentfrelsi blaða og málfrelsi manna eru forboðin epli í aldingarði margra einvaldsherra nútímans. Þar við bætist lögreglueftirlit og skrípakosningar, sem eiga lítið skylt við þá athöfn, sem gerir mönnum kleift að velja sér forvígismenn í stjórnmálum. Margir segjast vera orðnir leiðir á hjalinu um frelsi og lýðræði. Slík hugtök þekkist ekki nema sem skrautfat lýðskrumara og stjórnmála- skúma. Rétt er það, að fá orð bera menn sér oftar í munn við hin ólíkustu tækifæri. En það fólk sem misst hefur frelsi sitt og séð það kistulagt ásamt ýmsum algengustu mannréttindum, dreg- ur ekki dul á þá skoðun sína, að frelsið sé sál mannsins jafn nauðsynlegt og ljós augum og loft lungum. Þeir, sem reynt hafa tvenna tímana, vita hvers virði það er að fá að tala, hugsa, skrifa og lifa eins og þá lystir án þess að leggja líf sitt að veði. Enginn mun geta talið slíku fólki trú um, að almáttkum stjórnvöldum bæri einum rétturinn til að vera leyfishafi slíkra lystisemda. Og þeir, er reynsluna hafa, verða ekki ákærðir fyrir að tala um Ólaf konung án þess að hafa heyrt hann eða séð. — Landnemar Islands voru dýrkendur frelsis og sjálfstæðis. Þeir vildu heldur flýja ættland sitt og setjast að á eyðieyju í Atlantshaíi en lúta harðstjórn Haralds konungs hárfagra. ísland — land blárra fjalla og hvítra jökla — varð í þeirra augum fyrirheitna landið, þar sem þeir gátu óáreittir stofnað frjálst bændaþjóð- félag. íslendingar eiga flestum meira undir því að andlegt frelsi landsmanna sé tryggt í hví- vetna. Hornsteinn fullveldis þeirra og sjálf- stæðis er sá, að hver einstaklingur sé sjálfbjarga menntaður maður í siðuðu þjóðfélagi. An hins

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.