Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 14
4 STÚDENTABLAÐ menningarlegum efnum og þau menningarverðmæti, sem mannkyn á dýrust í dag, hafa undantekningar- lítið orðið til við siðmenningarleg skilyrði, sem eru frumstæð frá sjónarmiði nútímans. II Saga síðustu alda hefur stefnt hröðum skrefum til vaxandi frjálsræðis gagnvart náttúrunni. Og á þess- ari öld og líðandi stundu er sú þróun óðfluga. Tækni- vald mannsins eykst í stórum stökkum. Hann nálgast það takmark að gera sér jörðina undirgefna að fullu og eygir í alvöru þann möguleika að færa ítök sín og yfirráð út til annarra hnatta. En þessum yfirburðum fylgir vaxandi uggur um vanmátt mannsins til þess að ráða örlögum sínum, stýra viti sínu og afrekum til heilla og forða óheill- um. Hvert nýtt stórafrek áréttar þá spurningu, — með styrjaldir þessarar aldar í fersku minni, — hvort mannkyn hafi í raun og veru í fullu tré við framvindu mála sinna og stefni svo sem það helzt myndi kjósa að sjálfráðu. Dásamlegt hugvit hefur ráðið rún atómsins. Nú getum vér beizlað sjálfa frumorku efnisins og nytjað hana. En hvernig verður hún nytjuð og hver ræður því? Hingað til hefur þessi sigur fremur vakið ógn en von, alið á geig við skelfingar og tortímingu — samkvæmt lögmálum, sem eiga mannlegan uppruna, en enginn vill bera ábyrgð á. Undursamleg snilli hefur komið geimför- um á loft og þeim er stýrt af furðulegri nákvæmni, ótrúlega öruggir útreikningar marka þeim stöðu í hvolfinu, braut og stefnu. En hitt er vafasamara, til hverra nota þeir miða, hver verður braut þeirra og stefna um það er lýkur. Hver ræður því, hver hefur valdið þar? Hinir stóru, aðdáanlegu sigrar vekja ekki heiðan fögnuð. Þeir eru þvert á móti eins og þrumuský, sem vofa yfir jörð og geta hvenær sem er sleppt drepandi skruggu yfir heimsbyggðina. Hver ræður, hvaða öfl, hvaða vilji? Hvert er stefnt? Þegar maðurinn eygir hátind í sókn sinni til frjálsra yfirráða yfir náttúrunni, uppgötvar hann m. ö. o., að hann brestur ráð og tök, er tryggi það, að yfirburðir hans verði ekki að ennþá miklu hrapa- legra slysi en geimför Faiþóns forðum daga. Mesta og brýnasta spurning vorra tíma er sú, hvort manninum tekst að leysa þann vanda, sem hér blasir við. Það er lífsspurning. Og það er spurning um frelsi — ekki yfir ytri náttúru og lögmálum efnisins, heldur um frelsi mannsins yfir sjálfum sér, stjórn hans á huga sínum og hvötum, um viljastefnu hans. Hið mikla frelsi, sem fallið hefur í skaut með sigrun- um yfir efninu, er að verða ómennskt. Verk manns- ins lúta lögum, sem virðast engu ósveigjanlegri en náttúrulögmálin, en ennþá viðsjálli. Og þó eru þetta mannleg lögmál, eiga rætur að rekja til mannlegs hugarfars. Mannkyn sogast af afli þeirra raka, sem það hefur vissulega skapað sjálft, þótt hver keppist við annan um að sverja af sér ábyrgð á þeim, sogast með straumröst, sem ber það lengra og lengra út á hafdýpi, þar sem hvergi sér til landa og von er allra veðra. Bak við þetta eru mannleg öfl, pólitísk öfl. Upp- finningar nútímans eru árangur frjálsra vísinda. En hagnýting þeirra lýtur nauðung pólitískra skapa. Þeir voldugu menn, sem í orði kveðnu hafa taumhaldið, eru flæktir í nornavef, sem sérhyggin stjórnmála- kænska hefur spunnið á löngu skeiði. Og fjöldinn er ómáttugur áhorfandi, bæði í austri og vestri, ýmist gagngert tjóðraður af alræðisvaldi eða ginntur og glapinn af áróðri, hefur ekkert heilskyggni til þess að meta aðstöðuna né neitt raunverulegt frjálsræði í hugsun og athöfnum til þess að hafa áhrif á þróun- ina. Vér erum að lifa þá staðreynd, að margslungin vélabrögð mannlegra vísinda eru að vaxa manneskj- unni yfir höfuð og snúast gegn henni sjálfri. Hið fræga kvæði Goethes urn galdralærlinginn er að verða óhugðarleg sannspá. Vér höfum þegar haft ær- in kynni af því, hvernig tröllsleg villimennska tekur vísindin í sína þjónustu, og ekki aðeins tæknilegar uppfinningar, hún hagnýtir sér einnig læknisfræði- lega og sálfræðilega kunnustu til myrkraverka. Saga fangabúða og dómsmála síðari ára geymir hryllilegar heimildir um það og sú saga er allt annað en góðir boðar um þá framtíð, sem gæti verið í vændum, jafn- vel þótt tröllskapurinn kæmist ekki á stig þess mann- kynsmorðs, sem ný styrjöld myndi verða. III Hið mikla kjörorð síðustu aldar var frjáls keppni á vettvangi atvinnu- og fjármálalífs. Þegar hver beit- ir sér sem bezt hann má og neytir aðstöðu sinnar til

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.