Stúdentablaðið - 01.12.1957, Side 19
STÚDENTABLAÐ
9
neinu bættari, hvorki vesalings prófessorinn né stúd-
entarnir, sem þá sætu að skák með vasatöflin á
bekknum á milli sín úti í auditóríinu! Nei, enginn
prófessor með respekt fyrir embætti sínu fer að aug-
lýsa vanmátt sinn og gera grín að sjálfum sér með
því að greiða tímasóknarskyldu atkvæði sitt. Islenzk-
ir prófessorar þurfa a. m. k. ekki að gera þetta.
— En væri nokkuð áunnið með því að innleiða
skyldupróf í lok hvers misseris?
— Skilyrðislaus skyldupróf á hverju misseri
mundu, að minni hyggju, yfirleitt slæva viðleitni og
vilja stúdenta til sjálfstæðs starfs, en hlaða undir og
glæða pedantískt autoritatívt lexíustagl með öllu hinu
sjúklega einkunnafargani, sem er einhver mesta bölv-
un undirbúningsskólanna.
— En hvað svo um hið akademíska írelsi al-
mennt?
— Þið búið við frelsi. Þið búið við fullt og
óskorað hugsana-, mál- og ritfrelsi. Það er fæðingar-
réttur ykkar og hann verður ekki af ykkur tekinn án
baráttu. Og, — þrátt fyrir margt, sem hér er að ger-
ast, hygg ég ástæðulaust að óttast harða baráttu í
þessu efni hér á landi. Jafnaldrar ykkar, stúdentar
ýmissa landa, hafa orðið, og verða enn, að berjast
hnúum og hnefum og jafnvel fórna lífi fyrir uppfyll-
ingu þessara sjálfsögðustu allra sjálfsagðra mannrétt-
inda.
Þið búið við víðtækt akademiskt frelsi a. m. k. á
meðan framangreindar kvaðir, eða aðrar enn verri,
hafa ekki verið innleiddar. Sá eða sú ykkar, sem vill
lesa guðfræði, á hér frjálst val. Sama gildir og um
aðrar deildir háskólans. Háskólinn er demokratisk
stofnun. En hafi stúdent ákveðið sig til náms í þessari
eða hinni deild háskólans, hvers má þá af honum
vænta? Vitanlega þess, að hann á námsárunum leggi
sig fram um að ná sem mestum árangri í kjörgrein
sinni. Og ekki nóg með það . . .
— Heldurhvað?
— Hvorki stúdentinum né þjóðinni er fullnægt
með því, að hann einskorði sig í sérfræði sinni. Sér-
hæfingin er vitanlega sjálfsögð, jafnvel ítarleg sér-
hæfing. En ekki á kostnað hins almenna mannlega.
Varla getur ömurlegri manngerð en hinn einsýna sér-
fræðigikk. En þarna liggur hundurinn grafinn. Og
þetta vandamál verður ekki leyst innan háskólans ein-
göngu. Hér kemur undirbúningsnámið ekki sízt til
álita. Tel ég, að allt skólakerfi okkar þarfnist nú þeg-
ar skjótrar og gagngerðrar endurskoðunar: náms-
efni, kennsluhættir og próf. Ég hygg, að án skaða
mætti varpa fyrir borð allmiklu af þessum samtín-
ingi fræða og staöreynda, sem nú fyllir lestir mennta-
skólanna. Efri bekkir þeirra ættu frekar að vera
/rce/mtodeildir en lærdómsdeildir. í þeim deildum
ættu nemendur almennt að vera búnir að ná þeim
þroska, að nokkurt valfrelsi um nám kæmi til greina.
í stað fræðatíningsins, sem fyrirbafnarlaust má finna
í sérhverri alfræÖibók, þegar á þarf að halda, ætti að
kenna nemendum að nota almenn heimildagögn. í
efna-, eðlis- og líffræði, — og fleiri greinum náttúru-
fræða, — á fræöileg og verkleg kennsla að haldast í
hendur. Hvorki er ástæða til né æskilegt, að allir, —
jafnvel aðeins lítill minni hluti þeirra, sem í mennta-
skóla fara og ljúka stúdentsprófi, — haldi áfram til
háskólanáms. Vegna allra, er stúdentsprófi ljúka,
hvort sem þeir að því loknu hefja háskólanám eða
ekki, tel ég koma til athugunar, hvort eigi væri rétt
að færa hið almenna yfirlit um forspjallsfræði og
rökfræði, sem nú er veitt á fyrsta háskólavetri, yfir
á tvo efstu bekki menntaskólanna.
— Og kæmust þessar breytingar á, mundi margt
breytast í háskólanum.
— Vissulega, og það til mikilla bóta. Tímasóknar-
kvaðir, misserapróf og aðrar svipaöar hrellingar, sem
þið nú óttizt, mundu stefna háskólanáminu niður á
við, í átt til gagnfræðastigsins! En háskólinn á ekki
að láta gagnfræðaskólana segja sér fyrir verkum.
— Þér minntust áðan á sérhæfinguna ...
— Já, sérhæfing er nauösyn, en blind, mjög ein-
hæf sérhæfing getur verið hættuleg. Menningarleg
yfirsýn er aðal sannmenntaðs manns. Þessarar yfir-
sýnar verður sérhver akademískur borgari að afla
sér og bíða ekki með það fram yfir námsárin. En
þetta tekur tíma frá sérnáminu. Veit ég vel. En þetta
er jafn brýnt og það. Jafnhliöa sérnáminu verÖur
stúdentinn því að lifa almennu menningarlífi. Hann
verður að afla sér félagsþroska með virku félags-
starfi. Hann veröur að rækja listræn hugðarefni sín,
bókmenntir, myndlist, músik o. s. frv.
Og ef íslenzkir stúdentar eru alls þessa minnugir,
þá kvíði ég ekki framtíðinni.
En allt þetta þrífst bezt og aðeins vel við sem víð-
tækast akademíslct jrelsi.