Stúdentablaðið - 01.12.1957, Page 22
12
STÚDENTABLAÐ
kenna okkur handtökin, voru menn misjafnlega hand-
lagnir við þessa „rekkjusiði“. Sagt var, að fyrsta
kvöldið hefðu t. d. tveir Garðbúar beðið ósigur í
viðureign sinni við rúm þessi, neyddist annar til að
sofa alklæddur ofan á bekknum, vegna þess að hon-
um tókst aldrei að ná í rúmfötin; hinn bjó um sig í
flatsæng á gólfinu!
Já, margs er að minnast á Garði frá fyrstu tíð. Þá
var svolítið til enn af rómantík. Þá var Vatnsmýrin
ekki undirlögð af flugvelli, hún var enn draumaland
lóunnar og Tómasar: ... „Ó, sál mín, sál mín! Svona
komu forðum sumurin öll, sem horfin eru í blá-
inn. —“
Hringbrautin var þá ekki komin sunnan Hljóm-
skálagarðsins, þar voru bara þúfur og bogadregin
timburgirðing grænmáluð. Ég man eftir einum ágæt-
um Garðbúa, sem af vissum ástæðum, fikaði sig með
allri þessari girðingu og studdist samvizkusamlega
við hana alla leið handan af Sóleyjargötu. Ekki fara
sögur af því, hvort hann hafi heimtað „meira stakk-
et“, þegar girðingin þraut, en heim á Garð komst
hann farsællega.
Ekki þótti jafngott að búa alls staðar á Garði. Síð-
ar komst á sú hefð, að þeir, sem komnir voru nálægt
prófum og vildu lifa næðissömu lífi, voru fremur
settir á efri hæð, ef því varð við komið, en þeir, sem
nokkuð gáfu sig að samkvæmislífi jafnframt námi,
heldur á þá neðri. Þó hygg ég, að þegar til kastanna
kom, hafi eigi síður orðið tíðindasamt á þeirri efri.
Sá, sem þetta ritar, var Rússi, án sérstakra réttinda
til herbergis, og bjó því fyrsta veturinn í einu kjall-
araherbergjanna þriggja, Skarði. (Þess skal getið,
sagnfræðinnar vegna, að þá strax hófst sú vafasama
notkun (eða misnotkun) gluggans, sem síðar varð
allkunn. Ekki meira um það!)
Rússagildi var að sjálfsögðu haldið á Garði haust-
ið 1934. Ekki var það þó betur sótt en svo, að það var
háð í borðstofunni. Var dr. Alexander magister bi-
bendi af sínum alkunna skörungsskap. Stúdentafélag
Háskólans var þá með litlu lífi eins og oft áður og
síðar, og varð það fangaráð eldri stúdenta að kjósa
nær eingöngu Rússa í stjórn, svo sem til að hleypa
nýju blóði í æðar félagstetursins. Áttu þar með Rúss-
ar að fagna Rússum í Rússagildinu! Nú tókst svo
ólánlega til, að hinn nýkjörni formaður reyndist vera
bindindismaður og bað Rússagildið aldrei þrífast.
Jók það enn á undirbúningserfiðleikana, en þeir voru
miklir í þann tíð, að þá var enn vínbann í gildi. Fór-
um við, stjórnendur S. H., samkvæmt gamalli venju,
í liðsbón til ákveðinna höfðingsmanna í borginni, og
sæmir ekki, að ég skýri nánar frá því í þessu virðulega
blaði, en fús em eg að gera það, ef mér skyldi auðnast
að koma einhvern tíma í afmæli Gamla Garðs.
Jæja, jæja, þetta átti nú aldrei að verða nein minn-
ingagrein eða sagnaþáttur, hér átti aðeins að minna
á afmæli, sem er liðið hjá, og benda nógu snemma á
næsta afmæli. En Gamli Garður er mörgum kær og
á það skilið, að eftir honum sé munað og að honum
hlúð. En um leið datt mér í hug gamalt kvæði, sem
undirritaður orti fyrir þetta blað, þegar Garður
hafði starfað eitt ár — 1936. Skáldskapargildið er
skolli lítið, en þó er gaman að lesa það aftur, og ef til
vill bera saman við það, sem nú er:
Það lítur bara vel út með lífið hér á GarSi,
þótt langt sé enn ei starfiS né dvölin okkar hér.
Oss fór að þykja vænt um hann fyrr en nokkurn varði,
og finnst liann vera huggulegur, -— sem hann líka er.
Það er auðheyrt, að höfundur hefir þegar fest ást
á þessu nýja heimkynni sínu, og svo var um fleiri. Þó
er ekki allt fullkomið í þessum sælustað:
En margt er hjá oss ennþá, sem mætti betur henta
og margt er enn, sem vantar, já rétt og satt er það,
en verst af öllu er þetta: oss vantar kvenstúdenta,
sem vilja búa hjá oss og prýða þenna stað.
Já, nú er mér sagt, að kvenstúdentar búi á stúd-
entagörðunum, menn hafi þar jafnvel hjá sér eigin-
konur sínar. Slíkt hefði þótt spásögn í gamla daga;
konur voru bannvara á Garði, eftir ákveðinn tíma
dags (— og þó!).
Og það eru skrýtnir fuglar í þessu munkaklaustri,
og þó held ég, að flestir séu allra beztu skinn,
sumir eru að norðan; — úr suðri, vestri og austri
menn senda hingað pilta. Þeir flykkjast hingað inn.
Og stúdentalífið er fjölskrúðugt og ævintýraríkt
eins og stúdentalíf á að vera, og Garðbúar misjafnir,
svo og áhugamálin:
Menn tigna vín og ástir og gleði eins og gengur,
það getur skeð, að mórallinn sé laus og klénn í senn,
en samt í okkar hópi er margur dáðadrengur,
sem dansar jafnan ædrú og fær ei timburmenn.