Stúdentablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 24
14
STÚDENTABLAÐ
Það man eí kýrín,
að kálfur hún uar
Enn hefur háskólaráð neitað stúdentum um leyfi
til að halda áramótafagnað í anddyri háskólans. A
fundi þess 15. nóvember s.l. var m. a. rætt um stúd-
entagarðavandamálið, skuldir þær, sem hvíla á Görð-
unum, og hátt verð á fæði í matsölu Garðanna. Var
háskólaráð á einu máli um það, að nauðsynlegt væri
að létta skuldunum af Görðunum og reyna að lækka
nokkuð fæðiskostnað stúdentá, en þetta verður ekki
gert með orðum einum, til þess þarf fé.
Stúdentar vilja efna til happdrættis til ágóða fyrir
Garðana. Hét háskólaráð fullum stuðningi sínum í
því efni, en þar kemur fleira til. Fá þarf gjaldeyris- og
innflutningsleyfi fyrir happdrættisvinningi, en það
hefur ekki fengizt enn og engin vilyrði um það. Allir
vita, að happdrætti er engan veginn örugg fjárafla-
leið. Samt efast stúdentar ekki um, að þeim muni vel
takast sitt happdrætti, fái þeir það, sem til þarf. En
mál þessi hafa beðið nógu lengi og ógerlegt um það
að spá, hvenær happdrættið kann að komast af stað.
Þess vegna bar fulltrúi stúdenta í háskólaráði þar
fram þá tillögu, að stúdentum verði veilt leyji til þess
að halda áramótafagnað í anddyri háskólans. Ágóða
af honum skyldi varið til að greiða niður skuldir
Garðanna eða til lœkkunar á fœðiskostnaði þar. Mið-
að við hagnað þann, sem stúdentar höfðu á sínum
tíma af samkomum þessum, er óhætt að áætla hagn-
aðinn nú a. m. k. 40—60 þúsund krónur. Þarna er
stúdentum auðveld leið til að koma einhverju af mál-
um sínum fram háskólanum gjörsamlega að kostn-
aðarlausu. En háskólaráð lætur sér sæma að loka
henni án þess að benda á neina leið aðra. Urðu þrír
háskólaráðsmenn til þess óhæfuverks að synja þessu
erindi stúdenta, þrír sátu hjá við atkvæðagreiðsluna,
en fulltrúi stúdenta einn greiddi hagsmunum stúd-
enta atkvæði.
Rök andstæðinga stúdenta í máli þessu voru af
ýmsu tagi. Fagnaðurinn átti jafnan að hafa farið
illa fram, en að vísu hefðu stúdentar ekki átt sök á
því, heldur alls konar lýður utan úr bæ. Allt of mörg-
um hefði jafnan verið hleypt inn á fagnaðinn, en
auðvelt ætti að vera að koma í veg fyrir það með
sæmilegri dyravörzlu. Og krefja má gesti um stúd-
entsskírteini við inngöngu, svo að bæjarlýðurinn
vaði ekki inn öllum til ama. Að vísu er það flestra
mál, er- komu í áramótafagnað stúdenta fyrrum, að
skemmtilegri fagnaði hafi þeir sjaldan setið, en
hverjum dettur í hug að trúa því? — Því var borið
við, að gólf hefðu skemmzt af sígarettustubbum.
Geta allir skoðað þær miklu skemmdir með því að
líta á gólfin í dag. Auk þess reykja stúdentar tugum
og hundruðum saman á öllum göngum háskólans
daglega og sýnilega ráð fyrir því gert, því að ösku-
bakkar eru í hverju horni. — Þá var því borið við,
að hvergi sé næg fatageymsla í háskólanum fyrir yfir-
hafnir allra þeirra, sem koma myndu á áramóta-
fagnað. Einhvern veginn réðu stúdentar áður fram úr
því, og var þó „eyðimerkurganga stúdentaráðs" haf-
in, skyldi ekki enn mega finna einhverja smugu fyrir
föt? — Ekki andmæltu menn því, að unnt væri að
bægja frá slysahættu þeirri, er stafar af hálum stigum
og lágu handriði.
En hvað réði andstöðu þrímenninganna? Það
skyldi þó aldrei hafa verið ótti, ótti við andúð bind-
indismanna? Engin orð voru að því leidd, en þungur
hefur áróður þeirra löngum verið stúdentum og ekki
alltaf einkennzt af einlægni eða sannleiksást. Þeir
telja það vansæmd fyrir háskólann, ef þar er haft vín
um hönd. Má minna þá á það, að við alla erlenda há-
skóla þykir sjálfsagt, að stúdentar haldi alls konar
hátíðir, skemmtanir og jafnvel karnívöl í húsakynn-
um skólanna. Hefur siður þessi tíðkazt frá alda öðli
og aldrei heyrzt, að virðingu háskólanna hafi með