Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Side 34

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Side 34
24 STÚDENTABLAÐ Frá deildafélögum REYNIR ST. VALDIMARSSON stud. med.: Kerlingabækur - eða hvað? Oft er það athyglisvert og skemmtilegt að blaða í gömlum vísindaritum og gera samanburð á því, sem fólk taldi þá sannast og réttast og hins vegar því, sem nútíma vísindi hafa leitt í ljós. Tíðum er munurinn svo mikill, að ýmsar fullyrðingar fyrri tíma manna eru nú nefndar hleypidómar og hindurvitni. Innan læknisfræðinnar, ekki síður en meðal ann- arra vísindagreina, sjáum við glögglega koma fram þetta misræmi þekkingar hins gamla og nýja tíma. En þótt okkur sé næsta oft hlátur í huga, er við kynn- um okkur ýmsar læknisaðferðir forfeðranna, þá hljótum við að bera virðingu fyrir þessum atorku- sömu mönnum, sem ótrauðir héldu áfram að glíma við tröllaukin viðfangsefni, þrátt fyrir erfið skilyrði og veikan grundvöll liðinna vísindamanna til að byggja á. í þessari grein minni ætla ég að gefa ofurlítið sýn- ishorn af lyflækningum miðaldanna, en lyfjagerð þeirra tíma byggðist að langmestu leyti á plöntum. — Að ég valdi þetta efni af mörgum öðrum, er ég var beðinn um að skrifa greinarkorn í Stúdentablaðið, kom einungis til af því, að sjálfum þótti mér það skemmtilegt. Vona ég að einbverjir hafi ánægju af með mér, en þá, sem leiðir eru að enduðufn lestri, bið ég að virða vilja minn fyrir verkið. Heimildir eru fengnar víða að. Mest er fengið úr bókinni „An old icelandic medical miscellany“, eftir H. Larsen. Einnig hef ég nokkuð stuðst við bókina „Liber herbarum“, jurtabókina, eftir Hinrik nokkurn Hörpustreng, danskan mann, sem um árið 1200 var í miklum metum í Hróarskeldu sem læknir og kanúki. Heildarþýðingar eða þýðingar á hlutum jurtabókar Hörpustrengs hafa verið gerðar á sænsku, norsku, ís- lenzku og þýzku og hafa verið gefnar út á þeim mál- um sem læknisfræðileg rit. Afrit hennar á sænsku og íslenzku eru til á írlandi. Sést af þessu, að hún hefur ekki verið talin svo ýkja ómerkilegt rit. Og þá skulum við leyfa hinum gömlu meisturum að komast að með ráðleggingar sínar. Finnst mér ekki illa til fundið, að þeir fái fyrst til meðferðar þessi sígildu fyrirbæri, hálsbólgu og kvef. Þá skal taka blöð af kjörvel (Anthriscus Cerefolium) og láta þau liggja um stund í volgu vatni. Síðan skal vatnið drukkið með léttu víni, og þykir það afbragð við hálsbólgu og munnangri. Einnig er ekki svo af- leitt að fá sér brauðsneið með vænni lauksneið við slímhúðarbólgu í munni og koki. Við kvefi og slæm- um hósta er rétt að nota soðinn geirlauk (hvílauk, Allium sativum), og til frekara öryggis mundi ekki saka að hafa við hendina nokkur krónublöð af draumsóley (Papaver), en þau ásamt vatni og hun- angi verka hóstastillandi. Bæði þessi meðöl eyða ræmu úr raddböndunum. — En þegar við minnumst á raddbönd, verður okkur ósjálfrátt hugsað til söngv- ara og þingmanna, þeirra manna, sem umfram flesta aðra, ríður á að hafa rödd sína í lagi. Það hlýtur að vera óskemmtilegt að standa uppi hás og raddlaus svo sem hálftíma fyrir hljómleika í Austurbæjarbíó eða fjárlagaumræður Alþingis. En sem betur fer eru áðurnefndir menn ekki á gaddinum staddir, þótt þeir stundum kunni að týna hljóðum sínum, því að blanda á vasapelanum af soðnum geirlauk og blóm- lauksafa (Allium cepa) blönduðum til helminga af vatni, bjargar vandanum á augabragði og gefur skæra og hljómtæra rödd, ef dreypt er á. — Til fleiri hluta er blessaður laukurinn nytsamur. Þannig má t. d. koma í veg fyrir tannskemmdir og tannpínu með því að þvo tennur sínar upp úr safa blómlauks hvern morgun. Hætt er við að tannlæknum þyki óvænlega horfa, ef þessi fróðleikur verður almennings eigij.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.