Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 35
STÚDENTABLAÐ
25
Kulsæknum mönnum, norpandi með sultardropa á
nefbroddi, vekur hann yl og vellíðan. Ásamt malurt-
arseyði blönduðu nautagalli er laukurinn einnig góð-
ur gegn hlustaverk og hvers kyns suðu fyrir eyrum.
Áhrifamest er þessi samsetning, ef hægt er að fá svo
sem 10—20 dropa af konumjólk saman við, og er
þessari blöndu klesst upp í eyrnagangana. En það er
nú svo með laukinn, að honum fylgir æði hvimleið
lykt, og eru aðeins hæfilegar ýkjur að segja, að
daunninn af laukætu finnist í mílu fjarlægð. En
óþarfi er að hliðra sér hjá því að neyta lauks af þeim
sökum, því að hér kemur óbrigðult ráð við vondri
lykt úr munni. Taka skal nokkur blöð af sverðlilju
(Iris Germanica), pressa úr þeim safann og blanda
með vatni og víni í jöfnum hlutföllum, en saman við
það skulu látin 7—9 kramin einiber. Lyf þetta skal
takast inn að morgni og mun þá engin andremma
finnast úr þeim munni allan daginn.
Á þessari öld hraða og tækni, menningar og vel-
megunar, virðast áhyggjur manna aukast verulega,
þótt einkennilegt sýnist. Og afleiðingar áhyggjanna á
líkama og sál láta ekki á sér standa. Menn verða
lystarlausir, jafnvel „kótelettur" freista þeirra ekki
lengur, ólag kemst á hægðirnar og hárið þynnist og
hærist. Sé ekki um algjört svefnleysi að ræða, þá sofa
menn ýmist í svitakófi martraðar, þar sem rukkarar
og víxlarar standa ógnandi með tímasprengjur í báð-
um höndum, eða eru blaðrandi upp úr svefninum ein
ósköp af sínum helgustu leyndarmálum. Þeir verða
önugir og stirðlyndir, hætta að rækja skyldur sínar
við konu og börn og hafa jafnvel takmarkaðan áhuga
fyrir eiginkonum nágrannanna. — En ráð er til við
öllum vanda, segir máltækið. Söxuð vallarsúra (Aci-
dula) blönduð engiferi reynist lystaukandi lyf. Gott
er að hafa rauðvín með. Við tregum hægðum kemur
laukurinn enn að góðum notum, og þótt merkilegt sé,
má einnig nota hann við niðurgangi, en þá þarf hann
að vera soðinn í smjöri eða annarri feiti. Sama gagn
gerir vökvi af draumsóleyjum, og oft nægir jafnvel
að anda að sér eim af sviðnu greni (Pinus alba).
Grænkál (Brassica oleracea acephala), etið helzt
ferskt úr garðinum, kemur auðveldlega í veg fyrir
hárlos af hvers kyns orsökum. Af öðrum ómetanleg-
um eiginleikum grænkáls má nefna, að það læknar
holdsveiki og skerpir daufa sjón. Við svefnleysi má
nota vökva af soðinni draumsóley, blönduðum þrem
r--------------------------------------------N
JÓN BÖÐVARSSON stud. mag.:
EFI
Hann lifir, þegar Ijósið fœr að skína
og logar skœrt, ef maður sjálfur vill.
JJm forna dóma fer hann eldibrandi
og feigðarsári lýstur gamlar nornir,
sem vildu fúsar veita œvifylgd.
Þœr voru eitt sinn þokkagyðjum líkar.
Hann lifir, þegar Ijósið fœr að skína
og logar skært, ef maður sjálfur þorir
að Ijúka upp -— og fer um hugarfylgsni.
Nú finn ég gildar stoðir riða, skjálfa
og hrunið bíður,
bíð ég þess, sem verður
og bráðum koma rústir dýrra vona
í dagsins Ijós.
1953.
\____________________________________________)
hlutum af hunangi, en betra reynist þó að saxa blöðin
niður, blanda því næst hæfilega með mjólk og hafra-
grjónum, og gera þar af velling. Borða skal tilbún-
ing þennan snemma að morgni 3 daga í röð og mun
þá svefn verða reglulegur. Handhægasta aðferðin er
þó vafalaust sú, að koma fyrir undir rekkjuvoðunum
nokkrum blöðum af malurt (Artimisia absinthium),
en af því má sofa eins og rotaður selur. Hér mætti
skjóta því inn í, að óheillakvillar þeir, sem nefnast
bílveiki og sjóveiki, láta ekki á sér bæra, ef drukkið
er malurtarseyði fyrir ferðina.
Martröð fær sá maður ekki, sem drukkið hefir
fyrir svefninn blöndu gerða úr safa frá vorrós (Paeo-
nia officinalis), 8 hlutum af volgu vatni og einum
hluta víns. Af þessu lyfi leysast einnig upp gallsteinar,
ef þeir leynast hjá manni, en rætur blómsins er gott
að binda um háls flogaveikra manna, og munu þeir
þá síður fá köst sín. Orugg lækning þeirra, sem tala
mikið upp úr svefni, hefir reynzt vandfundin, en
reyna má ambra (Artemisia abrotanum), sem meyrn-
að hefir í vínediki en síðan verið þrísoðin í vínanda.