Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 36

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 36
26 STÚDENTABLAÐ Þeim, sem hætt er við að missa stjórn á skapi sínu, skal gefið þetta ráð: Taka skal fáeinar furugreinar (Pinus silvestris), bregða þeim stundarkorn yfir eld og láta þær sviðna. Síðan skal skafa brunaskelina af greinunum og hreinsa tágarnar vel, en sjóða þær síðan stutta stund í vatni. Því næst skal setja þær yfir glóðareld, og ef þessi geðvonda sál andar nú að sér reyknum, sem af þeim kemur, fer ekki hjá því, að reiðin renni. Einnig er gufa þessi sögð mýkja upp líkama manna og ættu íþróttamenn gjarnan að taka það til athugunar. Einnig skal þeim bent á, að kam- fóra gerir menn létta í spori og fráa á fæti. Um aðra eiginleika kamfóru má segja, að hún skerpir vitsmuni og eykur minni, en einn er sá kostur, sem gefur tilefni til að hennar sé neytt með fullri gát. Hún eykur ást- leitni manna og kvensemi. Sem aðvörun set ég hér í sviga (Kvíabryggja). Kona góð! Ef þú ert ein þeirra ólánsömu kvenna, sem ekki mjólka nýfæddum börnum sínum nægilega mikið, þá minnstu þess, að anis (Anisum) verkar mjólkurmyndandi. Fyrir lifrar- og miltissjúkdóma er anis einnig góður. En athugið það, að anis á það til að reka dálítið hastarlega á eftir vindi niður úr þörmunum, og gefur það auga leið, að einn poki af anisbrjóstsykri hafður með sem sælgæti í kvikmynda- hús getur valdið miklu hneyksli. Verði eitthvert barna þinna fyrir því óhappi að fara úr hálsliðnum við að falla niður af stigahand- riðinu, þá æðrast ekki, þótt eiginmaðurinn með al- vizku sína sé í vinnunni, því að þú kannt sjálf ráð við þessu. Hér kemur það: Taka skal kjörvel og sjóða í 10 mínútur, en gæta þess að blöðin fari ekki í mauk. Nota skal vatnið, á meðan það er volgt, til þess að þvo barninu um háls og höfuð, en síðan skal gera því bakstur úr blöðunum og binda um hálsinn og mun þá allt fara vel. Hafi barnið hins vegar bara fengið blóðnasir má stöðva blæðinguna með því að taka eggjaskurn, helzt sem ungi er nýskriðinn úr, mylja það smátt og blása duftinu upp í nasaholurnar. Ég þykist vita, að stund- um eigir þú erfitt með að fá barnið þitt til þess að hætta að hixta, og þá kemur sér vel að kunna ráð við því. Gefa skal seyöi af nettlum (Urtica urens) ásamt 3—4 teskeiðum af hunangi. Svo er það gamla sagan: „Kallinn minn hrýtur svo mikiö á næturnar, að mér kemur ekki dúr á auga.“ En við hrotum eru nettlurnar einmitt sérstaklega góð- ar. Næstu nótt, þegar hroturnar eru í algleymingi, líkt og Geysisgos, þá skaltu hafa tilbúið fínmalað nettluduft og strá því upp í gaphúsið, sem næst úfn- um, og sjáðu til hvað skeður. — Ef maðurinn þinn er sköllóttur, þá reyndu að telja um fyrir honum, ef hann skyldi hafa á móti næstu ráðleggingu, en hún er svona: Fengin eru geitaspörð og þau brennd. Saman við öskuna er sett súrt og gamalt vín. Af innanverð- um afturfæti hests skulu nokkur hár tekin og þau sömuleiðis brennd, en ösku þeirra ásamt bráðinni svínafitu og gamalli, helzt þrárri, olivuolíu hrært saman við áðurtalin efni. Eftir tveggja klst. suðu fæst smyrsl, sem mun endurvekja hárvöxtinn. En nú vík ég fáeinum orðum að þínu eigin útliti. Gott hlóð og slétt og fallegt hörund færðu af því að borða linsoöin egg með sóllauk (Safran). Aftur á móti eru harðsoöin egg óholl meltingunni. Fallegur hörundslitur í andliti fæst einnig af hvítlauk. Varan- lega hárliöun, sem ekki gefur eftir Toni- eða Pin-up- liðun, fæst á eftirfarandi hátt: Fínmöluð bleikjurtar- blöð (Nasturtium officinale) skulu leyst upp í heitu vatni. Síðan er hárið þvegið upp úr leginum kvölds og morguns í þrjá daga og ætíð skolaÖ upp úr keytu á eftir. Fást þá líflegar bylgjur og falleg áferð. Og svo þegar kemur að því að lita hárið sem svartast með poly-color no. 25 eða inecto no. 1, eða hver veit hvað ..., þá er mun ódýrara að pressa bara safann úr rót- um lyfjablóms (Salvia officinalis), þynna hann í vínanda og drekka síðan, en það gefur sama árangur. Liljurætur, soðnar og blandaðar saman við olíur og vax, eyða andlitsbólum og slétta úr hrukkum. Sami áburður, að viðbættri svínafeiti, er góður við bruna- sárum. Lungnabólga, lifrar- og nýrnabólgur batna fljót- lega, ef borðaður er bygggrautur, sem finkulrætur (Foeniculum) hafa verið soðnar í. Við berklum og hlóðspýting má með góðum árangri nota vallhumals- seyði (Achillea Millefolium), og glóðaraugu hverfa fyrr ef vallhumalsblöð eru sett við. Getur komið sér vel fyrir suma. — Víðibörkur, brenndur og malaður smátt með vínediki, er góður áburöur á vörtur og vogrís. Við krabbameini er eftirfarandi ráð nær óbrigð- ult: Blandað er í blýmortéli víni og rósarolíu, söxuðu salati og súrum. Þetta er steytt úti undir beru lofti,

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.