Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 37

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Síða 37
STÚDENTABLAÐ 27 þegar sólskin er eða hlýtt í veðri, þrjár klst. í senn þrjá daga í röð. Síðan þynnt út í vínanda og vatni og tekið inn. Og að lokum þetta þrennt: Ef þú þyrftir nú skyndi- lega á tvö hundruð króna Iáni að halda hjá kunningja þínum, þá berðu þig svona að: Fáðu þér muskatduft og taktu það inn með salti og sírópi, og mun þér auk- ast áræði og kjarkur. A leiðinni skaltu hafa í munn- inum dágóðan skammt af engifer (Zingiber offici- nale), því að það hefir þá góðu náttúru, að orð þess manns, sem borðar það, verða þeim, sem á hlýða, kærkomin og ljúf. í þriðja lagi þetta: Nú kynni svo að fara, að þú hefðir „timburmenn“, þegar tvö- hundruðkallinn væri horfinn úr veskinu. í því tilfelli skaltu fá þér nokkrar fjólur (Viola), kremja þær og ná úr þeim safanum, blanda hann síðan eftir hlutfall- inu 1:2:2 með vínediki og hunangi. Eftir þessa inn- töku hverfa „hinir illu andar“. 19. nóvember 1957. BOLLI ÞÓRIR GÚSTAVSSON stud. theol.: Hvort erum við þursar? Sú er skoðun allflestra, er nám stunda við Háskóla íslands, að næsta lítils félagsþroska gæti innan þeirr- ar stofnunar. Helzt sé þar um stj órnmálaáhuga að ræða, fyrst á haustum. Flapurfimi sé þreytt í andlitl- um kosningaritlingum, kátlegri eftiröpun þeirra spilltu málgagna stjórnmálaflokkanna, sem vefa landslýðnum blekkingarhjúp á degi hverjum. En að afstöðnum kosningum séu loforðin gleymd og grafin, þessi litla sápukúla sprungin. Hneykslun gagnrýn- enda nær sjaldan lengra en til fjargviðris og lítillar báru, sem brotnar við barm kaffibollanna í litlum kunningjahópi. A ekkert er bent, sem til úrbóta megi verða. Þessir menn liggja á liði sínu eins og ormar á gulli. í haust örlaði fyrir skímu, er boðaður var stofn- fundur stúdentakórs. Ekki er séð, hvernig starf hans muni blessast, en óskandi er, að skíman megi verða að skæru ljósi. Stúdentum er öllum kunnugt um, að innan veggja skólans er kapella. Er hún vel úr garði gerð og veg- legur helgidómur. Hafði Nessöfnuður kapelluna leigða til helgihalds, þar til á þessu ári, er kirkja safnaðarins var fullgerð og tekin í notkun. Nú er kap- ellan einungis notuð af guðfræðistúdentum. Eiga þeir þar stuttar helgistundir á morgnum. Þá fer þar fram kennsla í messugjörð og að lokum má geta þess, að guðfræðideildin starfrækir þar sunnudagsskóla fyrir börn úr nágrenni Háskólans. Háskólaborgarar, að guðfræðistúdentum undan- skildum, koma sjaldan eða aldrei í guðshús þetta, nema ef þeir láta vígjast þar í heilagt hjónaband eða þurfa að bera börn sín að skírnarlauginni. Meðinþorri íslendinga er vígður kristninni í skírn, en oftla ná trúarafskipti manna ekki lengra. Á seinni tímum hefur kristin trú átt erfitt uppdráttar hér á landi. Vísindunum fleygir fram í heiminum og í stað þess að byggja allt það starf, sem þeim er tengt, á kristilegum grundvelli, nota þau í þágu kærleikans, hafa menn varpað kristinni trú fyrir borð og starfa eftir eigin duttlungum og taumlausri valdafíkn. Þess vegna hvílir helköld feigðarloppa ófriðar og tortím- ingar yfir heiminum í dag. Angurgapar vilja tolla í tízkunni og hyggja, að það sé augljóst þroska- og menningarmerki að halda sig undir skikkjulafi efnishyggjunnar. Hún er í þeirra augum alvöld vizkugyðja, sem sveiflar sprota sínum og sveipar um þá gáfnaljóma. Þeir, sem stunda hér háskólanám, eru engin undan- tekning frá þessu. Kristindómurinn er of mörgum þeirra fjarlægt hugtak. Menn fylgjast heldur með gangi gervitungla og dýrka breyska hjáguði, sem lýsa blessun sinni yfir hvers kyns siðblindu. Sigurður Guðmundsson skólameistari sagði þessi orð um ungu kynslóðina í hugvekjustúf, er hann flutti árið 1915: . . . „Fjörlogar hennar verða, að nokkru, að rasa og rása. En lengi má hún eigi gleyma, að eldar hennar geta orðið að háska-báli, er breyta veglegustu hugar- höllum í brunarúst. Lengi má enginn æskumaður gleyma því, að verstu fjendur hans liggja oft í felum í sjálfs hans hugskoti og gera þar hinn mesta usla, ginna á glapstigu, glepja hann í líferni hans og göf- ugustu viðleitni." Orsakir þær, er til þess lágu, að ég minntist á Há- skólakapelluna, eru, að þeirri hugmynd hefur skotið

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.