Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Page 41

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Page 41
STÚDENTABLAÐ 31 BJARNI HELGASONb.a.: Um islenzka mold og menningu „Af moldu ertu kominn, að moldu skaltu aftur verða.“ Frá upphafi alda hefur það tvennt fylgzt að, menn- ing og mold. MeSferð þjóðanna á moldinni, má segja, að endurspegli menningu þeirra. Sagan segir okkur frá menningarþjóðunum miklu í austri. Blómaskeið þeirra rann á enda og moldina blés í burtu. Lítum á löndin við Miðjarðarhafið: Egyptaland, ísrael, Líbanon, Balkanlöndin, Ítalíu, Spán. Öll áttu þessi lönd sín blómaskeið og mikla menningu, en þegar moldin fór að fjúka og landeyð- ingin hófst, hallaði undan fæti. í dag eru þetta hrjóstrug lönd, og þjóðir þeirra berjast fyrir tilveru sinni, en lifa samt — á fornri frægð. Hvað hefur gerzt hér á landi? „Landið var viði vaxið milli fjalls og fjöru,“ segir í Landnámu. í dag getur að líta nokkrar smáleifar skóganna fornu. En sé landið friðað um skeið, má á mörgum stöðum sjá þess merki, að enn á ný kunni að vaxa þar skógur, sem nú er örtröð ein. íslenzka moldin hefur í fyrstu sennilega verið frjó- söm laufskógamold, kannske svipuð þeirri, er nú finnst sums staðar á eldbrunnum Japanseyjum. Land- ið byggðist, skógar voru ruddir, víkingarnir fornu hugsuðu aðeins um stundarhag og moldin tók að eyðast. Hver hefur orðið breyting á? Engin, alls engin. Enn í dag lifum við aðeins fyrir líðandi stund, og moldin heldur áfram að eyðast. Arlega feykja vindar þúsundum lesta af fínni mold, frjósamasta hluta landsins, og árlega skola ár og vötn þúsundum lesta af mold í sjó fram, og enn fer frjósamasti hlut- inn forgörðum. Við köllum okkur menningarþjóð, og samt fljótum við eða fjúkum sofandi að feigðarósi. Nei, vöknum, hefjumst handa, látum mistök fortíðar- innar okkur að kenningu verða. Þó að landbúnaðurinn hafi verið undirstaða lífs okkar á íslandi í 1000 ár, höfum við enn ekki al- mennt lært að meta moldina, undirstöðu landbúnað- arins. Vísindalegt viðhorf til hennar hefur verið lát- ið mæta afgangi, og ekki fyrr en á seinustu árum hlúð að vísi til þess. Ræktunarframkvæmdir hafa að vísu verið miklar, vegna þess að hugur fólksins hefur heimtað framfarir og framkvæmdir. Við höfum stundum gleymt því, að ísland er sérstætt land, land andstæðnanna. Aðstæður okkar eru svo oft frá- brugðnar aðstæðum nágrannanna, að ekki er alltaf byggjandi á þeirra niðurstöðum. Okkar eigin til- raunir og rannsóknir hafa verið í of smáum stíl, af misskildum vanefnum. Við höfum haft efni til ýmis- legs annars, en gleymt því, sem sízt mátti, móður- moldinni. Flest önnur vísindi hafa átt meiru brautar- gengi að fagna, þó að fjarri mér sé að telja, að það hafi verið um of. Að vísu má segja, að ræktunarhug- urinn hafi verið svo mikill, að ekki hafi verið tími til þess að bíða eftir niðurstöðum af fullkomnum vís- indalegum rannsóknum áður en ráðizt hefur verið í ýmsar fjárfrekar framkvæmdir, eins og t. d. þurrkun landsins á mörgum stöðum. Við vitum t. d. ekki mik- ið um eðliseiginleika mýranna, ekki einu sinni vatns- bindi-eiginleika mýrarmoldarinnar, og þá því síður, hve langt þurrkun landsins skal ná. Hér er milljónum króna eytt, oft án þess, að teljandi fræðileg athugun hafi áður verið gerð á þeim stöðum, sem þurrka skal. Ætti sízt að horfa í þann aukakostnað, því að mold- inni eigum við allt líf okkar að þakka, sem einstakl- ingar og þjóð. Skuld okkar við hana er því mikil. í viðhorfi okkar til hennar látum við samt enn í dag happa-glappa aðferð liðinna daga fulloft ráða stefnu okkar. Enn erum við hálfgerð hjarðmannaþjóð. Sums staðar ganga jafnvel nautgripir um óræktarlönd okk- ar. Og ein og hálf milljón sauðfjár reikar um heiðar landsins. Takmarkið er sagt tvær milljónir fjár á sumarbeit, tvær millj ónir soltinna sauða til að éta upp

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.