Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Page 44

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Page 44
34 STÚDENTABLAÐ Stúdentaráð skipti svo með sér verkum, að Birgir ísl. Gunn- arsson var kjörinn formaður, Leifur Jónsson ritari og Bogi Melsted gjaldkeri. Rússagildi var haldið sunnudaginn 10. nóvember í Tjarnarcafé undir gær- unni Árshátíð Stúdentafélags Háskólans. Magister bibendi var cand. juris Ævar R. Kvaran. Einar Magnússon cand. theol. flutti ræðu, Emil R. Hjartarson stud. med. fagnaði rússum, en Ólafur B. Thors stud. jur. þakkaði af þeirra hálfu hollar bendingar. Kristinn Hallsson óperusöngvari skemmti með söng og tældi síðan sjálfan magister bibendi til að syngja með sér gluntasöngva. Þá söng Sigurður Þórarinsson forsöng í kvæði því, er hann orti á sumarnóttu norður í Mývatnssveit fyrir löngu um allt það, sem felst í hjarta hans. Skemmtanlr hinar helztu voru áramótafagnaður, er haldinn var með Stúd- entafélagi Reykjavíkur að Hótel Borg, og sumarfagnaður, haldinn að Hótel Borg. Síðasta vetrardag sá stúdentaráð um útvarpsdagskrá. IV. heimsmeistaramót stúdenta í skák var haldið í Reykjavík 11.—27. júlí s.l. Skák- sveitir stúdenta frá 14 löndum tóku þátt í mótinu, og varð sveitin frá Sovétríkjunum efst. Islendingar urðu áttundu í röðinni. Skákstjóri var Pétur Sigurðsson háskólaritari, en mótssjóri Grétar Haraldsson stud. jur. í október í fyrra var skipuð framkvæmdanefnd til undir- búnings mótinu og var hún þannig skipuð: Jaroslaw Sajtar, fulltrúi FIDE. Kurt Vogel, fulltrúi IUS. Baldur Möller, full- trúi Ríkisstjórnar íslands. Árni Snævarr, fulltrúi Bæjarstjóm- ar Reykjavíkur. Pétur Sigurðsson, fulltrúi háskólaráðs. Jón Böðvarsson stud. mag., fulltrúi Stúdentaráðs. Bjarni Felixson stud. philol., fulltrúi Stúdentaráðs. Þórir Ólafsson stud. oecon., fulltrúi Skáksambands íslands. Friðrik Ólafsson stud. jur., fulltrúi Skáksambands íslands. Pétur Sigurðsson var kosinn formaður nefndarinnar, en Þórir Ólafsson ritari. Rússar innrituðust í haust sem hér segir: í guðfræðideild 3, lækna- deild 42, laga- og hagfræðideild 42 (í lögfræði 24, í viðskipta- fræði 18), heimspekideild 78 (þar af 6 í íslenzk fræði), verk- fræðideild 14. Eru Rússar því alls 178, en stúdentar innritaðir í Háskólann eru nú 766. Vinnumiðlun stúdenta starfaði enn. Var kjörin nefnd til að sjá um hana, og voru í henni Jóhannes Iíelgason stud. jur. formaður, Magnús Sigurðsson stud. jur. ritari og Auðunn Guðmundsson stud. jur. Leysti nefndin vanda flestra þeirra stúdenta, sem til hennar leituðu, en fleirum hefði hún getað útvegað sumar- atvinnu en þess óskuðu. Stúdentakórinn virðist loksins lifnaður við. Nokkrir áhugasamir söngmenn komu saman í haust og ákváðu að endurreisa stúdentakórinn. Voru Unnar Stefánsson stud. oecon., Bolli Þ. Gústavsson stud. theol. og Skúli Thorarensen stud. jur. kosnir í bráðabirgða- stjórn kórsins. Söngstjóri hefur verið fenginn dr. Hallgrímur Helgason tónskáld, og háskólaráð hefur veitt kómum nokkurn fjárstyrk. Söngæfingar eru þegar hafnar, og fá stúdentar væntanlega að heyra í kómum eftir jól. Utanfarir Bjarni Beinteinsson stud. jur., fyrrv. formaður stúdentaráðs, sat reglulegan fund norrænna stúdentaformanna, er haldinn var í Helsinki í byrjun febrúarmánaðar s.l. Sat hann og fund framkvæmdanefndar IUS í Prag í marz. Benedikt Blöndal stud. jur. og Kristján Baldvinsson stud. med. sátu aukafund norrænna stúdentaformanna í Amster- dam í byrjun september og 7. alþjóðaráðstefnu stúdenta (ISC), er haldin var í borginni Ihadan í Nígeríu í september. Stúdentaskipti voru engin á árinu. Ferðaþjónusta stúdenta Ferðaþjónustunni bárust fjölmargar fyrirspumir. Fóm nokkrir stúdentar utan í sumar á vegum hennar, en margir þeirra, sem til ferðaþjónustunnar leituðu, höfðu hug á að njóta aðstoðar hennar næsta ár. Kristmann Eiðsson stud. jur. og Þórir Einarsson cand. oecon. veittu Ferðaþjónustunni forstöðu s.l. sumar. Sendikennarar Þessir sendikennarar erlendra háskóla starfa hér: Ivar Org- land cand. philol. í norsku, Bo Almqvist fil. mag. í sænsku, Erik M. B. Sþnderholm cand. mag. í dönsku, Hermann Höner í þýzku, Hjalmar 0. Lokensgard í ensku. Breytingar á kennaraliði Með nýju háskólalögunum voru stofnuð ný prófessors- embætti sem hér segir: í eðlisfræði við verkfræðideild, var Þorbjörn Sigurgeirsson skipaður til þess starfa. í lyfjafræði

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.