Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Page 10

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Page 10
PETUR BENEDIKTSSON: S( I Það er ekki úr vegi að minnast þess fyrstra orða, hversvegna íslendingar telja 1. desember happadag í sögu þjóðarinnar. Það er vegna þess að þá fengum við viðurkennt fullveldi íslands. Forvígismenn þjóð- arinnar höfðu um langan aldur haldið því fram að Island væri að lögum sjálfstætt ríki og í þeim einum tengslum við Danmörku að það lyti sama konungi. En framkvæmdin var önnur meðan Danir fengust ekki til þess að fallast á lögskýringu íslendinga. Arið 1918 sömdum við við Dani. Við féllumst á rétt þeirra til ýmissa afskipta af íslenzkum málum og til víðtækra hlunninda í landi og landhelgi. Þessi rétt- indi fengum við þeim óuppsegjanlega i aldarfjórð- ung og voru þó ýms þeirra þess eðlis að þau hefðu getað orðið hættuleg íslenzku þjóðerni og efnalegu sjálfstæði, ef hart hefði verið eftir leitað af Dana hálfu. Svo mikilsvert þótti Islendingum þá að ná viðurkenningu Dana á því sem þeir töldu skýlausan lagalegan rétt sinn. Hversvegna rifja ég þetta upp í grein um Iandhelg- ismálið? Það er fyrir þá sök að hér er nokkur hlið- stæða. Ef marka má þær raddir sem fram hafa kom- ið eru allir íslendingar samdóma um það að íslenzk stjórnarvöld eigi skýlausan rétt á því að ákveða land- helgi sína a. m. k. allt að 12 mílurn og kannske enn lengra á haf út. Lærður maður hefur fært rök að því að aldrei hafi úr gildi fallið fyrirskipun Friðriks konungs 3. i einokunarbréfi frá 31. júlí 1662 um 16 sjómílna landhelgi. Aðrir hafa stuðzt við eðli máls- ins, það væri jus naturae að hvert riki réði sínu landgrunni, og þá stefnu lók Alþingi í lögum um vís- indalega verndun fiskiniiða landgrunnsins sem for- seti íslands staðfesti hinn 5. apríl 1948. Í meHHiHú Sá galli var á hinum góðu fyrirmælum Friðriks 3. að þau höfðu fallið í gleymsku og dá og enginn virt þau í framkvæmd um langan aldur. Islenzkum fiski- mönnum var því lieldur lítið skjól að þeim gegn yfir- gangi erlendra fiskimanna, einkum átti það við er Bretar — og síðar aðrar þjóðir — tóku að stunda hér togveiðar í lok 19. aldar. Síðan bættu Danir gráu ofan á svart með samningi sínum við Breta 24. júní 1901, þar sem þeim eru heimilaðar veiðar allt að 3 sjómílum út frá yzlu takmörkum þar sem sjór gengur eigi yfir um fjöru. Þessi samniogur var enn í gildi þegar landgrunnslögin voru samþykkt árið 1948. Þegar af þeirri ástæðu var það nauðsyn að hafa lög- in aðeins heimildarlög til ríkisstjórnarinnar um rélt til að ákveða friðunarsvæði á landgrunninu. Ur þessu var þó bætt þegar á næsta ári, því að þá sagði ríkis- stjórnin samningnum upp með tveggja ára fyrirvara. II Hér að framan hef ég viljandi talað um landhelgi sem eitt og óskipl hugtak. því að lengi vel var ekki gerður munur á því hvers vegna eða til hverra nota strandríki gerði kröfu til umráðaréttar yfir vissu hafsvæði sem að því lá. En nauðsynin er móðir lag- anna. Þegar kom fram á tuttugustu öldina fór að hera á því að ríki, sem heimtuðu almennt frjálsar sigling- ar um úthöfin allt að 3 sjómílna landhelgi, töldu sér 10 STUDENTAB LAÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.