Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 11
þörf á og tóku sér rétt til vissrar lagagæzlu miklu lengra á haf út. Svo var t. d. meðan Bandaríkin voru bannland; þá þóttust þau þurfa að færa hinn von- lausa eltingaleik sinn við smyglarana langt út fyrir 3 mílna landhelgina. Eins var það þegar olíulindir fundust á sjávarbotni. Það gaf landgrunnskenning- unni byr undir báða vængi, en raunar í þeirri af- káralegu mynd að það væri aðeins sjávarbotninn sem yfirráðin tæki til, ekki sjórinn sem ofan á flyti. Sjaldan er á botninum betra sögðu þjóðréttarfræð- ingar annarra landa sem hagsmuna áttu að gæta af fiskveiðum. Þeir héldu því fram að hinn sami um- ráðaréttur hlyti að gilda um fiskveiðarnar sem um sjálft landgrunnið, og það því fremur sem hrygning- arstöðvar og heimkynni ungviðisins meðal helztu nytjafiska væri einmitt á landgrunninu. Þar væri því strandríkinu lífsnauðsyn að geta komið í veg fyrir ofveiði, auk þess sem það væri bezt að því komið að njóta afrakstursins innan garðs hjá sjálfu sér. Þetta var sú stefna sem Alþingi íslendinga tók með land- grunnslögunum. Enn aðrir kærðu sig kollótta um landgrunnið, einkum ef það náði ekki langt frá ströndum landsins, en lögðu höfuðáherzlu á fjárhags- nauðsyn sína til að sitja einir að fiskveiðunum und- an ströndum sínum. Þóttust þeir þá mega setja mörk- in þar sem þeim sjálfum sýndist, og hafa einhver Suðurameríkuríki talið sér rétt að fara með þau hundruð sjómílna á haf út. Þótt þarna hafi skakkað miklu um viðhorfin hafði það áunnizt að ný hugtök höfðu myndazt í alþjóða- rétti. Lögsagan yfir hafinu var ekki lengur ein og hin sama í hvaða sambandi sem um hana var rætt, held- ur var nú farið að tala um landhelgi sem hið fyllsta yfirráðasvæði strandríkisins, en jafnframt komin fram hugtök eins og tollverndarlögsaga, sóttvarnar- lögsaga — og það sem okkur varðar mestu, fiskveiði- lögsaga. III Svona stóðu sakir þegar samningurinn við Breta féll úr gildi árið 1951. Ríkisstjórnin hafði sett fyrstu reglugerðina samkvæmt landgrunnslögunum árið áð- ur, um grunnlínur og 4 mílna landhelgi utan þeirra fyrir Norðurlandi, en að sjálfsögðu gætt þess að ganga ekki á sanmingsbundinn rétt Breta. En nú var vandinn framundan hversu geyst skyldi farið. Þegar illt er í sjóinn og erfitt að ná lendingu er um að gera að hafa formann sem kann að sæta lagi. Það var vandalaust að gefa út reglugerðir sem sögðu öðrum þjóðum fyrir um það, hvernig þær ættu að hegða sér á Islandsmiðum. Hitt var vandinn að fá þær til að fara eftir fyrirmælunum. Nú vildi svo til að komið var að dómsuppsögn í Alþjóðadómstólnum í Haag í deilumáli Breta og Norðmanna um fiskveiðilögsögu við norðanverðan Noreg. Réttilega beið ríkisstjórn Islands úrslitanna í því máli. Nörðmenn sigruðu og við fylgdum fast eftir í kjölfar þeirra. Með reglugerðinni sem sett var 19. marz 1952 voru dregnar grunnlínur umhverfis allt land og fiskveiðilögsagan ákveðin 4 sjómílur út frá þeim. Ríkisstjórnir ýmissa landa, sem hagsmuna áttu að gæta af fiskveiðum við ísland, báru fram mótmæli i orði, en málstaðurinn var svo sterkur að engin þeirra fylgdi málinu eftir. Þó lét ríkisstjórn Bret- lands það viðgangast að brezkir útgerðarmenn settu löndunarbann á íslenzkan fisk um 4 ára skeið. Saga löndunarbannsins verður ekki rakin hér, en á það minnt að ríkisstjórn íslands hélt á því máli af festu en fullri kurteisi, hvar sem færi gafst á alþjóða- vettvangi. Fór svo að lokum að brezka stjórnin lét undan almenningsáliti í alþjóðastofnunum og kom því til leiðar að brezkir útgerðarmenn sömdu við ís- lenzka um fisklandanir og er íslendingum þar í mörg- um efnum gefin betri aðstaða en nokkurri annarri erlendri þjóð. Engin tilslökun var gerð um fiskveiði- lögsöguna við ísland. Bretar hefðu þó fegnir viljað gera samning til langs tíma á grundvelli reglugerðar- innar frá 1952, en þeirri málaleitan var hafnað. Viðræðurnar um þetta mál fóru fram á vegum Efnahagssamvinnu-stofnunar Evrópu í París og var að efni til lokið snemma árs 1956, þótt dráttur yrði á undirskrift samnings útgerðarmanna fram undir árslok 1956 vegna óróa í stjórnmálum og stjórnar- skipta hér á landi. IV Jafnframt því sem löndunarbanns-málinu var fylgt eftir í París og Strasbourg létu og fulltrúar íslands í Sameinuðu þjóðunum hendur standa fram úr erm- um. Réttarreglur á höfum úti voru þar á dagskrá og var það ofarlega á baugi að láta fiskveiðilögsöguna mæta þar afgangi. unz ýmislegt annað væri útkljáð. STUDENTABLAÐ 11

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.