Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 14
BIRCJR FINNSSON: Hafíð geymir lifsbjörg þjóðarinnar ViS íslendingar verðum aS flytja inn mikiS af alls- konar vörum frá öSrum löndum. Innflutninginn greiSum viS meS útflutningi. og eru allt aS 97% af útflutningsvörum okkar sjávarafurSir. Öll starfsemi íslenzka þjóSarbúsins, í þeirri mynd, sem þaS nú er rekiS, byggist á því, aS útflutningur sjávarafurSa hafi skilyrSi til þess aS aukast, eftir þvi sem þjóSinni fjölgar, og eftir því sem meiri vélvæSing á sér staS í öSrum greinum framleiSslunnar. Okkur er nauSug- ur sá kostur vegna náttúruskilyrSa landsins og legu þess, aS leggja margfalt meiri áherzlu á fiskveiSar en aSrar JrjóSir þurfa aS gera. Þannig veiddu íslendingar á árunum 1952—1955 til jafnaSar á ári á hvern íbúa landsins 2664 kg. af fiski upp úr sjó, en á sama tíma veiddu Bretar 4,4 kg., Vestur-ÞjóSverjar 3.8 kg. og Belgir 2,4 kg. á íbúa á Islandsmiðum. Sú sérstaSa okkar, aS viS erum margfalt háSari fiskveiSum, en nokkur önnur þjóS, hefir veriS höfuS- röksemd okkar gagnvart öSrum þjóSum í landhelgis- málinu. ÞaS eru aS vísu gömul sannindi, aS svikull er sjávarafli, og hin síSari ár hafa menn fariS aS hugsa um aSrar leiSir til þess aS afla þjóSinni gjaldeyris í stórum stíl, og eru uppi ráðagerSir um stóriSju á íslandi, er byggist á þeirri orku, sem nú er óbeizluS í fallvötnum landsins. Þessar ráSagerSir eiga enn þá langt í land, og um ófyrirsjáanlega framtíS þurfum viS aS afla þjóSinni nauðsynlegra gjaldeyristekna með framleiðslu og sölu sjávarafurða. Við megum þessvegna ekki láta auð hafsins við stiendur landsins ganga til þurrðar. Það væri þjóðar- ógæfa. Hvernig eigum við að varSveita þennan auS og ávaxta hann? Þeirri spurningu höfum viS svaraS meS bví að lýsa yfir rétti okkar til friðunar fiskimiða á landgrunninu, og með því að færa út fiskveiSitak- mörkin. ViS höfum ekki aSeins bannaS útlendingum veið- ar upp viS landiS, heldur höfum viS einnig bannaS og lagt hömlur á veiðar íslenzkra skipa á sömu slóð- um. Með aSgerðum okkar höfum við reynt að forða dýrmætustu fiskimiSunum frá endurtekinni ofveiði, þannig að fiskistofnarnir geti í nútíð og framtíð haldið áfram að gefa þjóðinni nægilegan arð. Við þekkjum mæta vel reynsluna af ofveiðinni. A árun- um fyrir síðustu heimsstyrjöld var svo komið, að fiskimiðin við ísland voru að verða þurrausin. A stríðsárunum kom það í ljós, meðan sókn erlendra skipa á miðin lá niðri, að fiskigengdin fór vaxandi á ný, og þar með var fengin ágæt sönnun þess, hversu jákvæð áhrif friðun fiskimiða og takmörkun veiða 14 STUDENTABLAÍ)

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.