Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 15
getur haft. Svipuð saga gerðist fyrir og eftir heims-
styrjöldina 1914—18.
A hinn bóginn sýndi það sig fljótlega eftir síðari
heimsstyrjöldina, þegar erlend veiðiskip tóku að
sæka hingað aftur á miðin. að fiskistofnarnir þoldu
ekki álagið, og veiðimagnið fór minnkandi á nýjan
leik.
Við höfum þannig órækar sannanir fyrir hvoru
tveggja, ofveiðinni og árangri friðunarinnar, og á
grundvelli þeirrar reynslu höfum við snúizt til varnar
um hagsmuni okkar á líðandi stundu, og hafið sókn
til þess að tryggja hagsmuni okkar í framtíðinni með
útfærslu íslenzkrar landhelgi.
Til þess höfum við raunar sögulegan rétt í ríkum
mæli, en í meðferð landhelgismálsins á alþjóðlegum
vettvangi, hafa fulltrúar Islands lagt aðaláherzluna
á það, að lífsafkoma þjóðarinnar byggist á sjávar-
fangi, eins og fram hefir verið tekið hér að frantan,
og þau rök hafa vissulega verið þung á metunum.
Þannig hafa aðgerðir okkar í málinu alltaf grund-
vallazt fyrst og fremst á þörfum okkar, en á hinn
hóginn hafa þær takmarkazt af alþjóðlegum reglum
og afstöðu annarra þjóða til aðgerðanna hverju
sinni. Þettci þýðir það, að við erum enu langt frá því
marki, sem við höfum sett okkur, þ. e. a. s. það, að
fá yfirráð yfir landgrunninu öllu, og meðan svo er,
eigum við mikið verk fyrir höndum óunnið.
En við höfum þokazt nær markinu, og með aðgerð-
um okkar höfum við afrekað tvennt á alþjóðlegum
vettvangi, sem verður að kallast vel af sér vikið af
ekki stærri þjóð. Við höfum haft veruleg áhrif í þá
átt, að fá rýmkaðar og samræmdar alþjóðlegar regl-
ur um fiskveiðilandhelgi. og við höfum unnið fjölda
þjóða til fylgis við málstað okkar, sem ýmist voru
áður á móti okkur, eða létu málið afskiptalaust.
Þetta er mjög mikilvægt, því við getum ekki gengið
algjörlega fram hjá afstöðu annarra þjóða í þessu
alþjóðlega deilumáli, hyersu brýnar og aðkallandi
sem þarfir okkar kunna að vera.
Við útfærslu fiskveiðitakmarkanna 1950. 1952 og
1958 var að vísu horfið frá því, að bíða eftir alþjóð-
legum samþykktum, áður en tekin yrði einhliða
ákvörðun um aðgerðirnar, en í öll skiptin var farið
eins nærri alþjóðlegum reglum, og framast var unnt,
og í því felst einna mestur styrkur þessara aðgerða.
Saga landhelgismálsins er orðin alllöng, og verður
ekki hér rakin til neinnar hlítar. Ilétt er þó að rifja
upp örfá atriði.
Islendingar tóku árum saman þátt í alþjóðlegum
ráðstefnum um fiskivernd með það m. a. fyrir aug-
um, að fá friðaðar got- og uppeldisstöðvar í Faxa-
flóa. Niðurstöður þessara mörgu þinga voru alþjóð-
legir samningar frá 1937 og 1946, en þegar til kom,
reyndust þeir okkur haldlitlir til þess að byggja á
þeim framkvæmdir í fiskverndarmálum. Árið 1948
voru svo sett lögin um friðun fiskimiðanna á land-
grunninu, til þess að hægt væri á grundvelli þeirra
laga að gera nauðsynlegar ráðstafanir til friðunar
fiskimiða á landgrmminu, án þess að híða eftir sam-
komulagi fjölda þjóða með ólíka hagsmuni um al-
þjóðlegar reglur, e. t. v. árum sarnan.
Árið 1951 var samningur sá, er Danir höfðu gert
við Breta 1901 um þriggja mílna landhelgi, felldur
úr gildi, og þegar árið eftir, voru afmarkaðar nýjar
grunnlínur, og fiskveiðitakmörkin færð út í 4 mílur.
Grunnlínubreytingin var gerð samkvæmt niðurstöð-
um alþjóðadómstólsins í Haag í máli Norðmanna og
Breta, og þegar nokkrar þjóðir mótmæltu útfærsl-
unni 1952, og töldu hana brjóta í bága við alþjóða-
rétt, þá huðu íslendingar, að málið skyldi lagt undir
úrskurð Haagdómsins.
Mestu andstæðingar útfærslunnar 1952 voru Bret-
ar. Þeir þáðu ekki boðið um að leggja málið í dóm.
heldur settu þeir löndunarbann á íslenzkan fisk í
Bretlandi, sem stóð í 4 ár.
Eftir það gáfust þeir upp, og viðurkenndu í revnd
fjórar mílurnar, enda hafði reynslan þá sýnt ótvírætt.
að fiskiskip þeirra nutu góðs af vaxandi fiskigengd
vegna friðunarinnar, þó þau veiddu utan 4 mílna
markanna.
Eins og fyrr segir, hefir málflutningur íslendinga
á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, í alþjóðalaga-
nefndinni, og á tvennum ráðstefnum í Genf, um rétt-
arreglur á hafinu, haft sitt að segja í þá átt, að auka
skilning annarra á okkar málstað, og á þessum ráð-
stefnum hafði málið stöðugt verið að skýrast.
Þannig hafa ráðstefnurnar leitt berlega í ljós, að
mikill meiri hluti þjóðanna hefir lagt gömlu regluna
um þriggja mílna landhelgi í glatkistuna. Árið 1958
höfðu liinsvegar 25 ríki a. m. k. tekið upp 12 mílna
reglu á silt eindæmi, án þess að fá á því alþjóðlega
viðurkenningu fyrst, og á fundum laganefndar Sam-
STUDENTABLAÐ
15