Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 16
einuðu þjóðanna á allsherjarþinginu og í Genf, sýndi það sig, að 12 mílna fiskveiðitakmörkin áttu stöðugt vaxandi fylgi að fagna meðal þjóðanna. Einnig kont skýrt í ljós skilningur á því, að þegar sérstaklega stendur á, eins og hjá lslendingum, þá sé réttmætt að færa takmörkin lengra út en í 12 mílur. Þegar fiskveiðitakmörkin voru færð út í 12 mílur 1958, að afstaðinni Genfarráðstefnunni, þá var sú ráðstöfun gerð með fyllstu hliðsjón af þeim reglum um fiskveiðitakmörk, sem komast næst því að hafa alþjóðlegt gildi, og á því byggist það vafalaust, að allar þjóðir, nema Bretar einir, viðurkenndu þessa ráðstöfun þegar í verki. Margar þjóðir mótmæltu að vísu útfærslunni, en létu þar við sitja. Bretar einir gengu lengra. Þeir fundu upp þá nýstárlegu aðferð, að stunda fiskveiðar undir herskipavernd, og þau tvö ár, sem liðin eru síðan deilan hófst, hafa þeir sýnl íslendingum fáheyrðan yfirgang og ofbeldi. Ný Genfarráðstefna var haldin sl. vetur. Sú regla, sem þar komst næst því að hljóta samþykki, sem al- þjóðaregla, var um 6 rnílna landhelgi og 6 mílna fisk- veiðilögsögu til viðbótar, en að ríki, sem ættu „sögu- legan rétt“ mættu veiða á síðari 6 mílunum í allt að 10 ár. Sem kunnugt er, skorti aðeins eitt atkvæði á ráðstefnunni til þess, að þessi tillaga hlyti aukinn meirihluta, og á grundvelli hennar hafa Norðmenn siðan gert samning við Brela um landhelgi Noregs. Deila okkar við Breta er enn þá óleyst. Hvernig sem bað mál fer, er hitt víst, að allar horfur eru á því, að reglan um 12 mílna fiskveiðitakmörk verði al- mennt viðurkennd áður en langt líður bæði í orði og á borði. Samt verður það að teljast hyggilegt að kanna leiðir til þess að leysa deiluna við Breta. Ef þeir taka upp herskipaverndina á ný, er líklegt, að harka færist í leikinn, og er þá bæði hætt við tjóni á mönnum og skipum. Einnig tapa báðir deiluaðilar góðunt viðskiptum meðan deilan er óleyst. Bretar eru meðal mestu togveiðiþjóða heirns, og það er meðfram þessvegna, sem talsvert er upp úr því leggjandi, að vinna þá til fylgis við 12 mílurnar. Þetta var ríkisstjórninni ljóst 1958, þegar fært var út í 12 milur. Þá var NATO-ríkjunum, þar á meðal Bretum, boðið að veiða í allt að 3 ár á ytri 6 mílun- um, gegn því, að viðurkenning fengist á 12 mílunum óskertum, að þeim tima liðnum. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi nýlega í umræðum um land- helgismálið. Þessu boði var hafnað 1958, og víst má lelja, að jafngóð kjör verða Bretum ekki boðin aftur. Þetta mál er á því stigi, að livorki væri æskilegt né skynsamlegt að fjölyrða frekar um það hér. Við ís- lendingar erum ekki orðnir svo skólaðir í meðferð milliríkjamála, að við gerurn okkur nægilega vel ljóst, hvað við á og hvað ekki í umræðum um þau, en augljóst er það, að gauragangur og æsingar út af viðræðunum við Breta eru gjörsamlega ástæðulausar. Leiði viðræðurnar til ákveðinnar niðurstöðu, getur hún ekki orðið önnur en sú, að Bretar viðurkenni 12 mílurnar óafturkallanlega, og það er höfuðatriði málsins. Hitt er aukaatriði, þótt sú viðurkenning kunni að kosta einhverja mjög tímabundna tilslökun. Að síðustu þetta: Fullnaðarviðurkenning á 12 míl- unum er skammt undan, og verður þá 12 mílna fiskveiðilögsaga alþjóðleg regla, er búast má við að standi lengi. Þar með er ekki unninn lokasigur í land- helgismáli íslendinga. Þjóðinni fjölgar ört, gjaldeyr- isþörfin fer vaxandi. Við megum líka gera ráð fyrir, að stórauknar fiskveiðar annarra þjóða á úthöfunum á norðurhveli jarðar kunni að draga úr þeim bæt- andi áhrifum, sem friðun fiskimiðanna við strendur landsins annars hefir. Þessvegna verðum við að haga gerðum okkar þannig, að við höfum stöðugt opna leið til frekari sóknar að því marki, að íslendingar einir fái fullan afnotarétt á fiskimiðunum á land- grunninu öllu. Þær aðgerðir verðum við að byggja á þeirri sér- stöðu okkar, að við eigum lífsbjörg þjóðarinnar geymda í hafinu, og er það einsdæmi, að nokkur þjóð sé háð gæðum sjávarins í jafn ríkum mæli og Islendingar. Ummæli mín við alla, sem byggja, eru þessi, að eigandinn ætti að vera prýði liússins, en ekki liúsið prýði eigandans. ■— Cicero. Án Krists er öll veraldarsagan úskiljanleg. — Ernst Renan. Framtíðin er þeirrar þjúðar, sein á beztu skúlana. — Bismarck. Ég er ekki liingað koininn til að láta sannfærast. — Dansk- ur /undarmaður. Minn skúli er Iífið, annars enginn / þar hef ég numið, lieyrt og séð. — Ibsen (E. B.) 16 STUDKNTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.