Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Qupperneq 17

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Qupperneq 17
Ur bókínní Handritamálið eftir próf. Einar Olaj Sveinsson Ein af félagsbókum bókmenntafélagsins árið 1959 er bókin Handritamálið eftir prófessor Einar 01. Sveinsson. Hún skiptist í 7 kafla, sem nefnast: I. Islenzk endurreisn. Forngripir. II. Saga handritamálsins. III. Islenzka þjóðin í fornöld og bókmenntir hennar. IV. íslenzk bandrit og varðveizla þeirra fyrrum. V. Þjóðarhagir á 17. og 18. öld. Handritasöfnun. Arni Magnússon og stofnun hans. VI. Útgáfur fornrita og rannsóknir íslenzkra fræða. VII. Lokaorð. Að síðustu er eftirmáli. Eins og kaflaheiti bera með sér, er bókin gott yfir- lit yfir allan gang handritamálsins, og þar eru leidd fram, á ljósan og skemmtilegan liátt, þau rök, er hníga að því, að handritunum verði skilað heini. Bókin er það síðasta, sem fram hefur kotnið af hálfu íslendinga í málinu, og þar er saman dregið í einn stað allt það helzta, sem hægt er að leggja til grundvallar umræðum um málið. Bókin er því hin þarflegasta jafnt leikum sem lærðunt. Stúdentablaði finnst full ástæða að vekja athygli á henni, og hefur höfundur vinsamlega leyft að birta eftirfarandi kafla úr bókinni: I umræðum um Iiandritamálið hafa komið fram ýmsar mót- bárur við því, að Islendingum séu afhent hin íslenzku hand- rit, sem lentu við tímanna rás í þáverandi höfuðstað Islands og eru þar enn, eftir að slitið var því félagsbúi Islendinga og Dana, sem eitt sinn var. Margar af þeim mótbárum virðist ekki ástæða að fjölyrða um hér. Menn hafa t. d. látið í ljós, að slík skil, ef af þeim yrði, mundu koma handritamálum allrar veraldarinnar á ringulreið, en sú grýla veldnr þeim, er þetta rilar, engum áhyggjum. Aðrar mótbárur eru af því tagi, að ég tel rétt að víkja að þeim hér lítillega. Gömul röksemd er það, að skylt sé að varðveita Arnasafn heilt, eins og Arni Magnússon skildi við það („integritet“ safnsins). Auðvitað er hún fyrir löngu úr gildi gengin, gerði Jiað þegar með afhendingu skjalanna frá Schwerin 1817. í samningaumleitunum varðandi afhendingu norskra skjala á síðastliðinni öld kom fram vilji háskólaráðs í Kaupmanna- höfn og ýmissa manna í Arnanefnd að láta af hendi skjöl úr Arnasafni, og á þessari öld var það framkvæmt bæði um norsk og að nokkru leyti íslenzk skjöl. Stundum má sjá þá mótbáru, að mönnum þykir viðurbluta- mikið að breyta reglugerð Arnasafns, svo sem gera yrði, ef íslendingum væru afhent hin íslenzku handrit þess. En hér er þess að gæta, að reglugerð safnsins hefur verið breytt aft- ur og aftur, svo að sú nteginregla út af fyrir sig er löngu brot- in. Hitt er svo vitaskuld, að hér er að ræða um meiri breytingu á skipun safnsins en gerð hefur verið nokkru sinni áður. Það verður Dönum ekki fundið til foráttu, þó að þeir athugi vel sinn gang í þessu niáli. Það er skiljanlegt, að þeim sé ljúf- ara, að Hafnarháskóli samþykki þær breytingar, sem gerðar yrðu. Hins er ekki að dyljast, að þegar Árnastofnuninni var komið á fót á 18. öld, þreif ríkisstjórnin tvívegis f taumana, og hún skipaði hina „varanlegu nefnd“, sem gerði rekstur stofnunarinnar næsta óháðan valdi háskólans. Oftar en einu sinni hafa danskir lögfræðingar haldið því fram, að ríkis- stjórnin — og þá enn fremur löggjafarvaldið — sé enn hærri raddar en háskólinn í þessu máli, ef í harðbakkann slær, bæði almennt og þegar litið er á hin sérstöku tilvik, sem koma til greina um Árnastofnunina. Um islenzk handrit í Konunglega safninu er málið ekki á neinn hátl flókið. Handritin voru á sínum tíma send konungi Islands (og Danmerkur) og látin í bókasafn hans; er það hókasafn nú ríkisstofnun. Víða hefur mátt sjá þeirri skoðun haldið fram, að íslenzku handritin séu hvergi betur í sveit sett fyrir fræðimenn en í Kaupmannahöfn. (Hér er að sjálfsögðu átt við, þegar fræði- menn þurfa að líla á handritin sjálf en geta ekki bjargazt við ljósprentanir, fótóstöt eða smáfilmur.) Þegar svo er að orði kveðið, hlýtur þó að vera undirskilið': fyrir útlenda fræði- menn. Nú er það rétt, að þetta á við Dani, þá er kunna að nota handritin, og leiðin til Kaupmannahafnar er ekki löng þeirn sem húa í Noregi, Svíþjóð eða Norður-Þýzkalandi. Oðru máli gegnir um Breta og Ameríkumenn. Ameríkumönnum er leiðin miklu lengri til Ilafnar en Reykjavíkur, og Bretum má nokkuð einu gilda, hvað vegalengdir snertir. Sannleikurinn er sá, að Reykjavík er nokkuð miðja vega milli austur- og vestur-jaðra þess svæðis, þar sem helzt er áhugi á íslenzkum STUDENTABLAÐ 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.