Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 23

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 23
Stúdentar írá Verzlunarskóla íslands 1960 Sitjandi, taliS jrá hœgri: Ragnheiður H. Briem, Sigríður H. Ólafsdóttir, dr. Jón Gíslason, skólastjóri, Sigrún Torfadóttir, Sólveig .). Jóhannsdóttir, Sólrún B. Jensdóttir. — Standandi, frá hœgri: Arni B. Sveinsson, Halldór Ólafsson, Haraldur Sig- urðsson, Dagbjartur Valur Tryggvason, Kjartan R. Olafsson, Gylfi Felixson, Svanur Þór Vilhjálmsson, Jón Sænmndsson, Guðnmndur I. S. Elíasson, Vilhjálmur Lúðvíksson, Hannes N. Magnússon, Gunnar Tómasson, Matthías Hjartarson, Skúli Möller, Gunnar Felixson, Hörður Asbjörnsson, Eysteinn Sigurðsson, Einar H. Jónnumdsson, Þórarinn Sigjjórsson. óhræddir við að koinast að nýstárlegum og óvæntum niðurstöðum. Sá þáttur háskólakennslu, sem helzt vekur þessa starfsemi, er seminaræfingin; en vegna húsnæðisskorts og af öðrum ástæðum, svo sem vegna hins hryggilega aðbúttaðar bókasafns Háskólans, hafa fæstar deildir getað rækt kennsluþátt þennan, sem í öðrum löndum hefir reynzt þroskavænlegur slúdentum og kennurum hvetjandi til sjálfstæðra rannsókna. Akademískt líf í þeirri mynd, sem það er stundað við erlenda háskóla, er nærri óþekkt við Há- skóla íslands. Samt er vísir að því. Og það var spor í rétta átt, þegar flokkapólitík var gerð burtræk úr félagsstarfi Stúdentaráðs. — Gildi þessa frjálsa aka- demíska lífs mælist ekki í „áröngrum“, stigum né krónum; það er þvert á móti seinvirkt en farsælt plægingarstarf hugans, sem uppsker að lokum mál- efnaleg vinnuhrögð og gjörhygli — tvær dyggðir, sem gjarna mættu vera almennari í landinu. Hvað menntun prestsefna áhrærir, skiptir það meginmáli, að við guðfræðideild vaxi úr grasi slík ástundun sjálfstæðrar könnunar og málefnalegra um- ræðna. Og þjóðfélagið í heild sinni þarfnast eimnitt manna, sem hafa alizt við persónulega mótandi stofn- un. þar sem áherzlan liggur ekki á efninu, sem skila á til prófs, heldur á aðferðinni, sem kemur að haldi í lífinu. Eg þekki stílsnillinginn á því, sem liann lætur ósagt. — Schiller. Það er til lítils að hlaupa, aðalatriðið er að fara af stað í tæka tíð. — Lo Fontaine. STUDENTABLAÐ 23

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.