Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 25

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 25
SIGURÐUR EINARSSON I HOLTI: Einar Benedíktsson i ÞaS, sem hér er ritað, eru hugleiðingar, sem orðið hafa til í leiðinni. Nokkuð á annað ár hef ég verið að vinna að athugunum á skáldskap Einars Bene- diktssonar, og íreista þess að gera bók um nokkur þeirra kvæða hans, er geyma meginhugsanir hans og höfuðeinkenni. Það myndi ófalliö að kippa einstök- um kafla út úr því verki og birta sem blaðagrein. Hann myndi segja of mikið um fátt, of lítið um margt. En þegar unnið er að slíku verki, kemur og jafnan ýmislegt í Itug, sem ekki á brýnt eriiidi í bókina. Gangandi maður sér fleira en það, sem beint liggur í götunni. Idann sér ýmislegt til hliðar við sig í leið- inni. Þannig er því varið um þetta greinarkorn. Það eru niðurstöður, sem ekki er rúm til að rökstvðja, hugboð, sem eftir er að færa til vissu með fullnaðar- könnun, bergmál af áverkan persónuleika, sem nú verður aðeins skynjaður af verkum hans, — og að því er mig varðar, minningu um mjög óveruleg kynni. Það er ætlan mín, að því fjær, sem Einar Bene- diktsson dregur undan, því lengra, sem árabilið verð- ur milli vor og samtíðar hans, því fyrirferðarmeiri verði hann ásýndum í samtíð sinni. Og það er spá mín, að þegar breiðsævi margra alda skilur hann og þá, er þá mæla á íslenzka tungu, verði Einar Bene- diktsson einn hinna fáu tinda, er gnæfa í fjarska upp yfir bil aldanna. Þenna djarfa spádóm áræði ég að láta í ljós, af því, að lil eru menn, sem eru svo mikilsháttar í sjálfum sér, að þeim her ekkert smávægilegt eða ómerkilegt að höndum. Slíkir menn eru gæddir þeirri tegund yfirburða, sem alveg efalaust gerir þeim margan vanda lífsins áleitnari og torráðnari en ella myndi. en eru um leiö fólgnir í því innsæi, sem til þess þarf að skynja vandann og þeirri orku, sem það krefur að leysa hann — eða að minnsta kosti því hugrekki, sem til þess þarf að ráðast í það, hversu sem fer um leikslok. Einar Benediktsson var einn þessara sárfágætu yfirburðamanna. Vér skulum nema staðar og athuga þetta ofurlítið nánar — manninn, sem er svo mikilsháttar í sjálfunr sér, að honum ber ekkert ómerkilegt eða smávægilegt að höndum. Það er ekki þann veg að skilja, að til- vikin, atvikin. örlögin, eða hvað menn annars vilja kalla það, raði af natni í veg slíkra manna mikils- háttar og stórfenglegum atburðum, sem þeir séu með einhverjum hætti aðilar að. Það, sem þá hendir, er í stórum dráttum hin almenna saga mannlegrar reynslu með ýmsum tilbrigðum. Það eru skyn sjálfra þeirra og viðbrögð, sem því valda, að það, sem öllum þorra manna er smávægilegt og ómerkilegt, öðlast í vitund þeirra víddir og dýptir, sem hinum sést yfir, hefst á æðra svið, verður stórfenglegt og merkilegt. Ofurlítið dæmi kann að skýra dálítið, það, sem hér er átt við. Ótölulegur sægur manna hafði séð hluti falla á undan Isac Newton, en ekki séð í falli hlutanna annað en sár-hversdagslegt, sjálfsagt og ómerkilegt fyrirbæri. Hið hversdagslega orkaði á skyn Newtons sem ófrávísanleg áskorun, stórfenglegt vísindalegt rannsóknarefni, vitsmunalegt úrlausnar- efni, sem krafðist svars. Viðbragð hans var þrotlaus rannsókn og niðurstaðan þyngdarlögmálið. En Isac Newton var líka einn af þeinr fágætu, dýrmætu ein- STUDENTABLAÐ 25

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.