Stúdentablaðið - 01.12.1960, Qupperneq 27
fjarlægð, og oss, sem nú lifum, ætti að vera vorkunn-
arlaust að deila hér ljósi og skugga með nokkru meiri
sanngirni en þeim sem nær stóðu vettvangi, eimnitt
af því, að vér teljum það nú til frægilegustu stór-
virkja vorra, þegar oss lánast — með erlendu fjár-
magni — að tína upp í slóðinni og gera að veruleika
eitthvað af framkvæmdahugsjónum skáldsins Einars
Benediktssonar. Það er ekki svo auðvelt að gleyma
því, að Reykjavíkurhöfn er til fullsköpuð í ljóðum
hans, löngu áður en fyrsti verkfræðingurinn dró
fyrsta strikið að því mannvirki á blað. Það er líka
þarflaust að gleyma því, að áratugum áður en íslend-
ingar eignuðust sína „nýsköpunartogara“, svámu
þeir um djúphöfin til fjærstu miða í skáldskap Einars
Benediktssonar:
Vissirðu hvað Frakkinn fékk til hlutar?
Fleytan er of smá, sá grái er utar.
Djarfmannleg eggjan, kveðin upp af skáldi, áður
en athafnamennirnir og fésýslumennirnir rumskuðu.
Það er ekki auðvelt að búa svo í Reykjavík eða
nálgast hana, að Iíta ekki öðru hvoru til Gufuness og
gleðjast við þá sýn, að þar er risin voldug verk-
smiðja, sem nætur og daga malar frjósemd yfir
ltlásnar og berar auðnir þessa lands og breytir van-
yrktu túnunum í Vitazgjafa. En það er heldur hvorki
auðgert né sanngjarnt að gleyrna því, að fyrir meira
en hálfri öld ruddi Einar hugmyndinni braut inn í
hugsun og vitund þjóðarinnar í ódauðlegu kvæði urn
Dettifoss, og var auk þess kominn á flugstig með að
hrinda hugsjón sinni í framkvæmd fyrir hartnær
fjórum áratugum:
Heill vatnsins jötunn, frjáls með breiðan barm.
Þér bindur íssins hel ei fót né arm.
Þín rödil er sótt í afgrunn iðurótsins,
en uppheimsloginn brennur þér um hvarm.
Þú gætir unnið dauðans böli bót
stráð blómaskrauti yfir rústir grjótsins,
steypt mynd þess aftur upp í lífsins mót
með afli því, frá landsins hjartarót,
sem kviksett er í klettalegstað fljótsins.
Rafvæðing landsins er nú kjörorð hinna framsækn-
ustu og það er prédikað eins og væri það spánný upp-
götvun, að vart megi vænta þess að fólkið haldist í
byggðum landsins, nema því aðeins að því veitist
hlutdeild í afli og ljósi hinna miklu orkuvera. En allt
þetta vissi Einar Benediktsson og sá fyrir löngu á
undan öllum öðrum Islendingum. Það eru meira en
55 ár síðan hann kvað svo í kvæðinu um Dettifoss:
Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör
að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör,
að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum,
svo hafin yrði í veldi fallsins skör.
— Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk,
já, búning lífsins sníða úr jökuls klæðum.
Hér mætti leiða líf úr dauðans örk
og ljósið tendra í húmsins eyðimörk
við hjartaslög þíns afls í segulæðum.
Fyrst í dag er þessi draumur Eiuars að rætast, af
því að svo langan tíma hefur það tekið að fá almennt
samkvæði þjóðarinnar um að gera það, sem honum
var sjálfsagður hlutur og fær.
II
Það varð íslenzkum bókmenntum og skáldmennt
ómetanlegt happ, að snilli Einars Benediktssonar
batzt ekki við fésýslu og framkvæmdastörf, heldur
leitaði sér fulluaðarúrlausnar í skáldskap hans. Þeir
koma einhverntíma til sögunnar, sem fullvirkja
Þjórsá með sín 550.000 túrbínuhestöfl, eins og áætl-
anir Einars og félaga hans stóðu til 1919. Og vera
má, að einhverntíma vinnist upp þeir miljarðar, sem
þjóðinni glötuðust við að sú framkvæmd var tafin
þá. En það getur dregizt, að sá komi til, sem yrki
handa oss kvæðin, sem Einar hefði óorkt látin, ef
hann hefði kostað sér öllum til hagnýtra framkvæmda
og auðsöfnunar. En svo trúr er Einar sjálfum sér, að
í hinum volduga óði sínum um orkuvæðingu lands-
ins og ræktun, skipar hann því í öndvegið, sem ævi-
langt var æðsta hugsjón hans og þrá:
F.g þykist skynja hér, sem djúpl í dranm
við dagsbrún tímans, nýja magnsins straum
þá aflið, sem í heilans þráðum þýtur
af þekking æðri verður lagt í taum.
— Er hugarvatdsins voldug öld oss nær.
þá veröld deyr ei, er hún guð sinn lítur,
þá auga manns sér allri fjarlægð fjær,
þá framsýn andans ljósi á eilífð slær
og mustarðskorn af vilja björgin brýtur.
STUDENTABLAÐ
27