Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 29

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 29
Stúdentaráð Háskóla Islands 1960 Hið. nýkjörna stúdentaráð, talið jrá vinstri: Bjarni Hannesson, stud. med.; Þorbergur Þorbergsson, stud. polyt.; Gylfi Bald- ursson, stud. phil.; Orn Bjarnason, stud. med., ritari ráðsins; Hörður Sigurgestsson, stud. oecon., formaður ráðsins; Jó- liannes Helgason, stud. jur., gjaldkeri ráðsins; Björn Björnsson, stud. theol.; Grétar Br. Kristjánsson, stud. jur.; Halldór Halldórsson, stud. med. A myndinni er einnig framkvæmdastjóri stúdentaráðs, Þórður Guðjohnsen, stud. jur. Sú tíð kemur, að það mun ekki þykja sæmandi vitibornum manni að horfa öllu skemmra til skiln- ings á sjálfum sér né fyrirbærum mannlífs og allífs en Einar Benediktsson beindi sjónum sínum, né held- ur hæfa að gera það með minni auðmýkt né geiglaus- ari karlmennsku en hann gerir í þessu yndisfagra erindi: Sá guð, sem skóp oss ábyrgð vits og vilja, hann virðir trúar jjor að sanna og skilja. Vér, sandkorn stjörnuhafs í litlu liverfi oss heimtiun rétt að svifta dul og gervi. Vor andi, er vóg og inældi himinhjólin á hæðum varir, jiegar slokknar sólin. I eilífð drekkur sál vor Sunnu erfi. Það er vísast, að Einar hafi aldrei fundið anda sín- um þau fullnaðarsvör, sem honum nægðu, á sama hátt og það er augljóst, að hann lifði ekki þá hugar- valdsins öld, sem hann leit í sínum stórskáldlegu og spámannlegu hugsýnum. Þetta barn gengis og glæsi- lífs, mikils svigrúms og ríkulegra fjárráða, var einnig ..harmkvælamaður og kunnugur sorg“. Líf hans var þrungið af andstæðum mikilla sigra og mikilla ytri og innri vonbrigða, djúprar þjáningar og undursam- legrar gleði. Svo fer þeim öllum, sem eru svo mikillar náttúru, að þeim ber aldrei neitt ómerkilegt að hönd- um. En sá er sigur Einars mestur, að honum auðnað- ist að gefa þessari reynslu sintti form og líf í óvið- jafnanlegri list. STÚDENTABLAÐ 29

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.