Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Page 31

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Page 31
BRANDUR BRANDSSON : Hestakembir við hallarvegg syngur dans um herra riddarann Gremíó og jrúna hans. HDaíiskvœbi Tunglið starir um glugga auganu bjarta. Hestakembir í garði þráir heitu hjarta. Herra riddarinn Gremíó á jáknum hvíta ríður að ajtni Rökkurskóg jrúna líta. Stilli ég mína hörpu undir dansi. Herra riddarinn Gremíó í skarlatsklæðum líta mundi hann kastala sinn í hæðum. Líta mundi liann lendur líta mundi hann sjó með silungum, er deyja jyrir riddarann Gremíó. Líta mundi liann akra líta mundi liann plóg, sem þúsund bændur draga jyrir riddarann Gremíó. Herra riddarinn Gremíó á jáknum hvíta ríður að aftni Rökkurskóg frúna líta. Hestakembirinn Baglíó á básnum innar stirna mundi liann jarpan jó hallarfrúar sinnar Hestakembirinn Baglíó í söluvoðarkujli slafra mundi hann að eldhúsdyrum í sujli. Herra riddarinn Gremíó í garðinn ríður. Hallarjrúin í Vesturdyrum pellskrýdd bíður. Ganga þau í salinn ganga þau yfir brú herra riddarinn Gremíó og hallarfrú. Lauj drúpir í garði, nótt er úr djúpi runnin, Ijósið í glugga jrúarinnar brunnið. Lítil moldvarpa leikur við trésins rætur. Hestakembir í mánakujli grætur. * Liðnar eru aldir djarfar fyrir þúst. Tunglið starir köldu auga á kastalans rúst. Horjið er magn úr moldu, silungur úr sjó. Enginn veit, að liér bjó jorðum riddarinn Gremíó. Herra riddari Gremíó! Hallarjrú! Enginn mundi þekkja ykkur nú enginn mutidi vita ykkar ráð, hefði ekki hestakembir hallarfrúna þráð liefði ekki hestakembir í mánaljósið bjarta sungið ykkur í garðinum lieitu hjarta. Stilli ég mína hörpu undir dansi. STUDENTABLAÐ 31

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.