Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 32

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 32
Dr. ÞORKELL IOHANNESSON HASKOLAREKTOR F. 6. DESEMBER 1895 . D. 3 1. OKTÓBER 1960 IN MEMORIAM I Laust eftir hádegi mánudag 31. okt. s.l. barst sú harmafregn um háskólann, að rektor hefði látizt þá skömmu fyrr. Þessi fregn kom sem reiðarslag yfir kennara og stúdenta. Menn setti hljóða, og gátu þeir naumast trúað því, er gerzt hafði. A slíkum stund- um er háskólinn sem lítið heimili — þá eigum vér eina sál. Hugir manna leituðu til ástvina rektors, sem sár harmur var að kveðinn, og allir Ireguðum vér hinn mikilhæfa fræðimann, trausta stjórnanda og mannkostamann. Kveðjuathöfnina í háskólanum laugardag 5. nóv. sóttu allir kennarar háskólans og mikill fjöldi stúdenta, auk vandamanna og nokkurra annarra. Kom þar glöggt fram, hve vel virtur og vin- sæll rektor var, en sjálf vakti kveðjuathöfnin mönn- um þau hughrif, að seint mun úr minni líða. II Með dr. Þorkeli Jóhannessyni er genginn einn hinn merkasti og mikilvirkasti sagnfræðingur, er þjóð vor hefir alið. Lagðist þar allt á eina sveif, fágæt og yfir- gripsmikil þekking, glöggskyggni og snerpa í hugs- un, gagnrýni í viðhorfum, rannsóknargleði og skýr- leiki í framsetningu. Vant er að virða, hvert af ritum Þorkels rnuni mest metið, er stundir líða fram, en þess má geta, að þegar í fyrstu ritsmíðum Þorkels hirtist hann oss sem fullþroska fræðimaður. Þá þeg- ar varð það bert, að hann fór ekki troðnar slóðir í fræðum sínum, hvorki um verkefnaval né vinnu- brögð. Fram til þess tíma, er hann hóf að rita um sagnfræði, höfðu íslenzkir sagnfræðingar lagt mesta rækt við persónusögu og ættfræði — þeir voru lær- dómsmenn, er viðuðu að miklum fróðleik um menn og málefni fortíðar, en heildstæða þjóðlífsmynd skorti mjög og viðleitni til að skýra þau félagslegu öfl, sem sniðu þjóðfélagslegri framvindu slakk. Dr. Þorkell var að vísu manna fróðastur og minnugastur á persónusögu, en hinn gamli rannsóknarvettvangur sagnfræðinnar fullnægði honurn engan veginn. Hann lagði undir íslenzka sagnfræði ný lönd, og var hon- um einkum hugleikið að kanna og lýsa hagsögu og atvinnusögu landsmanna og rekja til róta ýmis áhrif erlendis að, sem orkað höfðu á hagþróun hér á landi. Rannsóknarhættir þeir, sem hann aðhylltist, hljóta að leita sögunni mjög fanga frá hagfræði og félags- fræði og ýmsum þáttum lögfræði. í doktorsritgerð sinni, sem út kom 1933, um stöðu frjáls verkafólks á íslandi fram um miðja 16. öld, fjallar hann t. d. mjög um réttarsöguleg efni, og er ritgerð hans merkt framlag lil þeirrar fræðigreinar. Þessi auðkenni koma og glöggt fram í hinum miklu verkum hans, í tveimur bindum, um sögu íslendinga á árabilinu 1750—1830. Atvinnusöguna auðgaði hann og mjög með riti sínu um Tryggva Gunnarsson. Er þegar kom- ið út I. bindi þess. Dr. Þorkell hafði að mestu lokið við að rita II. bindi, en þrjú bindi voru fyrirhuguð. Er það þungt áfall íslenzkri sagnfræði, að dr. Þor- keli skyldi ekki endast aldur til að ljúka þessu riti, sem í eðli sínu er íslenzk atvinnu- og hagsaga síðara hluta 19. aldar og upphafs 20. aldar, svo og ýmsum öðrum sagnfræðilegum rannsóknarefnum, sem hann hafði mikinn hug á að sinna. Mun verka hans í ís- 32 STUDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.