Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Qupperneq 35

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Qupperneq 35
SVEINN EINARSSON: 9 Ur dagbók íslenzks stúdents i Stokkhólmí . .. Ekkert fréttist að heiman. Langt síðan hafa komið hréf. Hálfgert óyndi í fólki. Það heyrist ekkert i stuttbylgjuútvarpinu. Erlendur heyrði einhvern óm í gær, sem hann hélt væri íslenzkur, en það varð aldrei nema ómurinn. Ætli maður verði ekki að labba sig upp á sendiráð og sjá, hvort komin eru blöð . . . . . . Fyrsti snjórinn féll í gær. Kastanjan, sem skart- aði sem mest í haust er nú orðin ber. En ef þetta bjartviðri helzt, er Stokkhólmur fallegasta borg að ganga í. A Strandveginum eða við Strauminn eða í Hagaparken . . . . . . Það er kominn nýr maður í nýlenduna, og hann ku vera úr hópi hinna allra mállausustu, sem hingað hafa lagt leið sína. Haukur tók hann að sér og fór með hann til kerlinganna í Tegnérgötu í herberg- isleit. Þær hafa nú aldrei samkjaftað, og Haukur full- yrðir að í dag hafi þær lalað í fjóra síma hvor, sam- tímis. Mér skilst að síðan hafi þeir hlaupið úthverf- anna á milli og þingað við kerlingu i Áppelviken, sem þoldi ekki tóbaksreyk, og karl í Stocksundi, sem vildi ekki útlending, einhverjar vafasamar persónur á Gárdet, sem heimtuðu 200 krónur, á einum stað var engin hurð á herberginu, sem skildi það frá íbúð töntunnar og á öðrum stað var enginn hiti (það var hins vegar á góðum stað, ekki langt frá háskólan- um). Niðurstaðan varð sú, að strákur verður að liggja á gólfinu í Haugdalnum í nótt, og svo fer Árni með hann i annan leiðangur á morgun. Hann fær góðan selskap á gólfinu, Bersinn liggur þar nefnilega enn og hefur ekkert húsjiæði fengið . . . . . . Birgit og Ása voru að syngja í Valkyrjunni í óperunni í gær. Nýlendan heiðraði þær með nærveru sinni. Dyravörðurinn þekkti hópinn aftur: Dags för Wagner igen, sagði hann og bauð okkur velkomin . . . . . . lnntaka nýrra stúdenta á Sobis og Svava lenti í því (Sobis alias Socialinstitutet; Skogis ilias Skogs- bögskolan, Teknis alias Kungl. Tekniska högskolan, Káftis samasem 'randlákarhögskolan I. Það voru lagðar fyrir krakkana ýmsar andlegar þrautir eins og venjulega. Einum náunga var falið að svindla sér með sporvagni drjúga vegalengd og lá við hann lenti inni fyrir vikið, en einni kvenpersónu var skipað að leita uppi fyrsta lögregluþjón og trúa honum fyrir því, að hún elskaði hann, hvort hann vildi ekki koma með sér á ball. Hann kom! . . . . . . Menn eru farnir að huga vel að sinni lesningu, því að tíminn líður og ýmsir eiga að fara í próf fyrir jól. Enginn tími til að sinna Prinsinum og Brunnin- um eða meira að segja Minervu, þó sumum veitti nú kannski ekki af því að umgangast vizkugyðjuna eilít- ið meira. Hér var gestur á ferð og kunni þá sögu að segja að heiman, að íslenzkir stúdentar í Stokkhólmi eyddu deginum sem hér segir: Svæfu til liádegis, færu síðan á Kárinn og borðuðu. Læsu blöðin til kl. 2. Spiluðu síðan borðtennis til kl. 4. Væru þá orðnir sveitlir og þyrstir og fengju sér því einn bjór við þorstanum og tækju upp tafl, svo þreytan mætti hverfa. Skákirnar yrðu stundum margar og bjórarn- ir líka. Þá væri allt í einu kominn matur. nú og fvrst maður þyrfti hvort sem er að borða, væri alveg eins upplagt að gera það á almennilegum stað, þar sem góður matur og drykkur gleddi sál og líkama og helzt eitthvað fleira væri til upplyftingar. Þetta er sem kunnugt er alrangt. Dagurinn líður sem hér segir: STUDENTABLAÐ 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.