Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Qupperneq 42

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Qupperneq 42
nákvæmlega hvar skáli Gunnars hefði staðið, svo og að kennslu í guðfræðideild, m. a. sem leiðbeinandi í sunnudagaskólastarfi. 011 rök hníga að því, að prest- urinn þyrfti að vera sérmenntaður til þessa starfs, því að það myndi krefjast meiri færni á flesta grein en venjulegt prestsembætti. Sá siður virðist færast í vöxt meðal þjóna kirkj- unnar að slá varnagla í hvert sinn er þeir láta ljós sitt skína. Orðum er hagað sem séu þeir að tala yfir heiðingjum. Segja má, að víða sé pottur brotinn, hvað trúmál áhrærir, en í þessari varfærni er fólgið vantraust á kristið þjóðfélag og fyrst og fremst kristna trú. Við erum skírð og fermd til kristinnar trúar og samvizka flestra er mótuð af kristnu lögmáli. Kirkjulíf hér á landi er í öldudal, en það verður ekki hafið til vegs, ef meinsemda er ekki leitað og úrbæt- ur fundnar. Sannarlega yrði það stvrkur, ef akadem- iskum borgurum, stúdentum á mótunarskeiði yrði séð fyrir hæfum sálusorgara og kennimanni. III. Vídalínsskóli Gissur biskup „lét og lög leggja á það, að stóll biskups þess, er á Islandi væri, skyldi í Skálholti vera, en áður var hvergi, og lagði hann til stólsins Skálholtsland og margs konar auðæfi önnur, bæði í löndum og lausum aurum“. (Ari) Risin er af grunni ný og vegleg kirkja í Skálholti í Biskupstungum. Risin eru vegleg bæjarhús. Enginn er þar biskup og enginn skóli. — Ungur listamaður sagði í tímaritsgrein fyrir rúmum fimm árutn: -,,Eg fyrir mitt leyti teldi nóg að rífa þessar kofaómyndir sem þar standa og slétta vel á eftir, reisa síðan þokka- lega steinsúlu, þar sem á væri ritað: „Skálholt, fornt biskupssetur.“ Eg er listamanninum sammála, ef eng- urn skóla verður komið á fót eystra og engum kirkju- höfðingja ætlað að sitja staðinn. En margt er rætt og ritað um framtíð Skálholtsstaðar, sem vonandi á eftir að geta af sér virðulega stofnun skóla og hiskups- stóls. Ein er sú hugmynd, sem hlotið hefur verðugan byr á meðal guðfræðistúdenta, en það er stofnun Vída- línsskóla í Skálholti. Skóli þessi yrði „pastoral sémi- narium“, þar sem kennd yrði kennimannleg guð- fræði um eins misseris skeið. Kennslugreinar yrðu: Prédikunarfræði, trúkennslufræði, sálgæzlufræði, helgisiðafræði, skýrslugerð og önnur embættis- færsla. Þessum greinum yrði að sjálfsögðu sleppt úr námi í Guðfræðideild Háskólans, en þeir kandidatar í guðfræði, er hygðust taka vígslu til prestsembættis yrðu að sækja skólann í Skálholti. Þá hefur komið fram sú hugmynd, að stúdentar, sem ætla sér að leggja stund á guðfræðinám, yrðu fyrsta árið í Skálholti, til að öðlast holla og trausta undirstöðu í námi og trúarlífi. Þó að fornminjar séu litlar í Skálholti, þá hvílir helgi yfir staðnum. Þeir, sem handgengnir eru sög- unni, finna til djúpstæðra áhrifa, er þeir koma til þessa fornhelga seturs, þar sem miðstöð kirkjulegra mennta stóð um aldabil. Vel færi á því að láta um- ræddan skóla bera nafn þess mikla kennimanns Jóns biskups Vídalíns, er sveiflaði orðsins brandi af mestri íþrótt; sem prédikaði skelfingu syndarinnar og dýrð náðarinnar yfir stórbokkunum á öndverðri 18. öld. EINAR SIGURÐSSON, stud. mag.: Frá Mími Mímir, félag stúdenta í ísl. fræðum, var stofnað 11. des. 1946, skv. fundargerðabók félagsins. Félagið á því 15 ára afmæli á næsta ári. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu félagsins þennan hartnær eina og hálfa áratug, sem það hefur starfað, — það mætti fremur gera að ári liðnu. í þessum pistli er einungis ætlun mín að drepa á hið helzta, sem félagið hefur gengizt fyrir á síðasta starfsári eða átt einhvern hlut að. Hlutverk Mímis er einkum tvíþætt. Félagið er ann- ars vegar skemmti- og fræðslufélag, en hins vegar hagsmunafélag nemenda í íslenzkum fræðum. Það leitast við að haga fræðslu sinni á þá lund, að menn megi um leið hafa nokkurt gaman af. Einn þáttur þeirrar starfsemi eru hinar svo kölluðu rannsóknar- ferðir á sögustaði. Slíkar ferðir hafa legið niðri mörg undanfarin ár, en hafa nú verið teknar upp að nýju. Hinn 14. apríl s.l. var farið austur í Rangár- vallasýslu og helztu sögustaðir Njálu skoðaðir. Farið var af stað frá Háskólanum kl. 9.30 og ekið austur að Hlíðarenda. Þar býr roskinn maður, Helgi Er- lendsson að nafni. Sýndi hann okkur staðinn, m. a. 42 ST U D ENTABLAB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.