Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 43
stein þann, er vegendur brugðu strengjum um, þá er
þeir undu þak af skála Gunnars til að fá hann sóttan.
Þótti mönnum að vonum slíkur fróðleikur nokkurs
virði. Frá Hlíðarenda var haldið til Bergþórshvols
og staðurinn skoðaður undir handleiðslu leiðsögu-
manns ferðarinnar, próf. Einars 01. Sveinssonar.
Næsti viðkomustaður var Hvolsvöllur, en þar var
matazt. A heimleið var komið við á Keldum. Þar
undu menn lengi við fornar minjar og fagurt útsýni,
lygnar keldur hið næsta, en fagra fjallasýn, ef fjær
var litið. Veður var okkur hliðhollt alla ferðina, eða
eins og bezt verður á kosið svo snemma vors, sólskin
og heiðskírt. Komið var til bæjarins kl. 10 að kvöldi.
Þátttakendur í ferðalaginu voru rúmlega þrjátíu, og
bar mönnurn saman um, að þessi rannsóknarferð
hefði tekizt með afbrigðum vel.
Mímir gekkst fyrir annarri rannsóknarferð hinn
30. okt. s.l., og var þá farið til Viðeyjar. Farkostur
var bátur Slysavarnafélagsins, Gísli J. Johnsen. Lagt
var af stað kl. 2 e. h., og tók öll ferðin rúmlega þrjá
tíma. Leiðsögumaður var Guðni Jónsson prófessor,
og flutti hann í Viðeyjarkirkju greinargott og
skemmtilegt erindi um sögu staðarins. Auk hans var
fenginn til leiðsagnar Þórður Jóhannesson, maður,
sem búið hefur í Viðey í tugi ára og kunni vel að
greina frá staðháttum á þeim tíma, sem umsvif voru
livað mest í Viðey á dögum Milljónafélagsins sáluga.
Þótli mönnum hörmulegt, hversu mjög staðurinn hef-
ur sett ofan nú í seinni tíð. Margir höfðu orð á því,
liversu staðarlegt væri i Viðey, og allir virtust una
þar vel þá stund, sem staðið var við. Má m. a. marka
það af því, að einhver, sem hugsað varð til elliára,
stakk upp á því, að þarna yrði stofnsett „Dvalarheim-
ili aldraðra íslenzkumanna“, og hentu menn gaman
að tillögu þessari. —- Þátttakendur í Viðeyjarferð
voru rúmlega 40, og vissi ég ekki betur en allir kæm-
ust heilir og ánægðir í höfn úr sjóferð þessari.
Á síðasta starfsári voru haldnar tvær rannsóknar-
æfingar, báðar í samvinnu við Félag íslenzkra fræða,
eins og tíðkazt hefur undanfarin ár. Hin fyrri var
lialdin 21. des. s.l., og fluttu þá skáldin Hannes Pét-
ursson og Sigurður A. Magnússon erindi um nútíma-
skáldskap. Hin síðari var haldin 2. apríl s.l. Þá flutti
Bo Almqvist, sem er stúdentum að góðu kunnur, er-
indi um kraftaskáld. Að erindum og umræðum lokn-
um hafa menn setzt að mat og drykk og rabbað
saman. Með þessu móti gefst eldri og yngri mönnum,
er leggja stund á ísl. fræði, kostur á að hittast og
kynnast og ræða hugðarefni sín. Er engum vafa
bundið, að það er báðum aðilum bæði til gagns og
ánægju.
Félagsfundir hafa verið haldnir í Mími, eftir því
sem tilefni hefur gefizt til, og er ekki ástæða til að
fjölyrða um störf þeirra. Þó er rétt að geta þess, að
félagsmenn hafa látið i ljós ánægju yfir því, að nú
hefur verið stofnaður talsvert öflugur stúdentaskipta-
sjóður við Háskólann. Nemendur í ísl. fræðum eiga
margt að sækja til annarra landa, og þá sérstaklega
til Norðurlanda, bæði að því er varðar málþróun og
sameiginlega menningararfleifð, — að því svo
ógleymdu, að nær öll hin elztu handrit íslenzkra bók-
mennta eru geymd á erlendum söfnum. Erlendum
stúdentum, sem leggja stund á íslenzku, er það án
efa bæði kærkomið og gagnlegt að eiga þess kost að
koma hingað og dveljast hér, þótt ekki sé nema stutt-
an tíma.
Eins og kunnugt er, hefur fyrirkomulagi á kosn-
ingum til Stúdentaráðs verið breytt á þann veg, að
hver deild kýs sér nú fulltrúa. Sú skipan ætti að verða
til þess að efla heldur starfsemi deildafélaganna og
gera þau að virkari hagsmunasamtökum en verið
hefur. Til þess þarf þó aðstaða þeirra til félagsstarf-
semi að batna. Húsnæðisleysi hefur verið einn helzti
þröskuldurinn, en von er til þess, að úr því rætist að
nokkru, þegar tekin verða í notkun þau tvö herbergi,
sem deildafélögum eru ætluð í kjallara Háskólans.
Væntir Mímir þess, að hann fái nokkra hlutdeild í
þessu húsnæði. svo sem geymslustað fyrir plögg sín
og samastað til minni háttar fundahalda.
HARALDUR SVEINBJÖRNSSON:
Frá verkfræðideild
Eitt af verkefnum Félags verkfræðinema er að
beita sér fyrir árlegu ferðalagi félagsmanna.
Reynt er að hafa ferðalög þessi bæði til skemmt-
unar og fróðleiks.
Á síðasta ári skoðuðum við Garðskagavita og
STIIDKNTABLAÐ
43