Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 47
f4áskólaatmáll
l)r. I'orkell Jóhannesson, rektor háskól-
ans, lézt mánudaginn 31. okt., tæpra 65
ára að aldri. Hann var jarðsunginn
iaugardaginn 5. nóv. A leið til kirkju
var kistan borin í anddyri háskólans.
I>ar flutti prófessor Olafur Björnsson
kveðjuorð, en Karlakór stúdenta söng.
Fjölmenni var við útförina.
Rektorskjör
fór fram í háskólanum laugardaginn 19.
nóvember. Kjörinn var Armann Snæ-
varr prófessor í lagadeild með yfirgnæf-
andi meirihluta greiddra atkvæða.
Háskólahátíðin 1960
fór fram laugardaginn 22. okt., og var
forseti Islands viðstaddur þá athöfn.
Hátíðin hófst með því að Dómkirkju-
kórinn og Þorsteinn Hannesson, óperu-
söngvari, flutti fyrri hluta Hátíðakant-
ötu Háskóla Islands eftir dr. Pál ísólfs-
son við Ijóð Þorsteins Gíslasonar. Þá
flutti rektor magnificus, dr. Þorkell Jó-
hannesson, setningarræðu, en að henni
lokinni var fluttur síðari hluti kantöt-
unnar. Rektor ávarpaði síðan hina nýju
stúdenta og afhenti þeim háskólahorg-
arabréf. Að síðustu var þjóðsöngurinn
sunginn.
1. desember
llátíðahöldin 1. desember hófust með
guðsþjónustu í kapellu háskólans kl. 11.
Prófessor dr. Þórir Kr. Þórðarson þjón-
aði fyrir altari. Félag guðfræðinema sá
um guðsþjónustuna.
Jónas Ilaralz, ráðuneytisstjóri, flutti
aðalræðu dagsins úr útvarpssal kl. 13.30.
Kl. 15.30 hófst samkoma í hátíðasal liá-
skólans. Karlakór stúdenta söng fyrst
undir stjórn Höskuldar Ólafssonar, en
síðan flutti form. stúdentaráðs, Árni
Grétar Finnsson, stud. jur., ávarp.
Þá fluttu ræður Bjarni Beinteinsson,
stud. jur. og Sverrir Bergmann, stud.
med. Gísli Magússon lék því næst ein-
leik á píanó, og dr. Broddi Jóhannesson
flutti ræðu. Nokkrir stúdentar fliittu
þátt, sem Kristinn Kristmundsson, stud.
mag. tók saman um Jón Eiríksson kon-
ferenzráð. Að lokum söng karlakórinn
nokkur lög. Utvarpað var frá dag-
skránni.
Kl. 18.30 hófst fullveldisfagnaður að
Hótel Borg. Meðal gesta þar voru for-
setahjónin, menntamálaráðherra, Gylfi
Þ. Gíslason og frú, ásamt ræðumönnum
dagsins og prófessorum. Próf. Níels
Dungal ílutti þar aðalræðuna. Jón Sig-
urbjörnsson söng einsöng, og skemmti-
þáttur var fluttur af Ómari Ragnarssyni.
Karlakór stúdenta söng þvínæst undir
stjórn Höskuldar Ólafssonar, en að því
loknu var dansað.
Kvöldvökur
voru haldnar á Garði eins og árið þar
áður. Voru 5 kvöldvökur haldnar um
veturinn. Jónas Arnason kom í heim-
sókn og las úr verkum sínum. Þá voru
sýndar kvikmyndir, kappræður voru
milli Sunnanmanna og Norðanmanna.
og margt fleira var þar til gamans gert.
Aður er getið um kvöldvöku þá, sem
haldin var í samvinnu við bókmennta-
kynninganefnd.
Jafnan voru framreiddar veitingar, og
spilað var á spil. Aðsókn var fremur
dræm.
Kvöldvökunefndin var svo skipuð:
Bjarni Guðjónsson, stud. theol., Mar-
geir Björnsson, stud. jur., Njörður
Tryggvason, stud. polyt., Ólafur Sig-
urðsson, stud. theol., Steingrínnir G.
Kristjánsson, stud. jur., formaður og
Vilborg Harðardóttir, stud. philol.
Bókmenntakynningar
Snemma á jólaföstu var haldin bók-
menntakynning á Gamla-Garði, og hafði
bókmenntakynninganefnd samvinnu við
kvöldvökunefnd um framkvæmd hennar.
llelgi Sæmundsson flutti erindi um
verðlaunabók Björns Th. Björnssonar,
og rakti liann helztu rök fyrir verðlauna-
veitingunni. Höfundur las síðan kafla
úr verkinu.
Næsta kynning fór fram í febrúar, og
voru þá verk Snorra Hjartarsonar tekin
til meðferðar. Bókmenntakynninga-
nefnd sá ein um hana, og fór hún fram
í hátíðasal háskólans. Hannes Pétursson
ræddi um Snorra og verk hans, en síðan
fluttu leikarar og stúdentar nokkur Ijóð
c
STUDENTABLAÐ
47