Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 49
Handbók stúdenta
3. útgáfa handbókarinnar kom út á
sl. vetri. (1. útg. 1936, 2. útg. 1948).
Mest vann að þessari útgáfn Sigmundur
Böffvarsson, stud. jur., þólt ýmsir fleiri
liafi þar komið nærri.
Ilandbókin er 175 blaffsíður í lient-
ugu l>roti, og skiptist hún í tvo aðal-
kafla. Nám hérlendis, nefnist fyrri kafli
og er tekinn saman af prófessorunum
Sigurbirni Einarssyni (núverandi hisk-
upi), Olafi Jóhannessyni, Olafi Björns-
syni, Halldóri Halldórssyni og Finnboga
R. Þorvaldssyni. (Af einhverjum ástæð-
um vanlar upplýsingar um læknadeild).
Nám erlendis, heitir síðari kafli, og er
hann að mestu saminn af íslenzkum
stúdentum við nám ytra. Hann fjallar
um ýniis almenn atriði varðandi há-
skólanám í viðkomandi löndum.
Bókin er smekkleg og gagnleg í hví-
vetna.
Bóksala stúdenta
Stúdentar tóku við Bóksölu stúdenta
af háskólanum á sl. hausti. Fyrst störf-
uðu þar Ingólfur Blöndal og Þorvaldur
Búason, en síðar tók Hörður Sigurgests-
son við starfinu, og var þar þá jafnframt
skrifstofa stúdentaráðs. Þar starfar nú
Þórður Guðjohnsen, stud. jur.
Stjórn bóksölunnar skipa: próf.
Magnús Torfason, form., Ingólfur O.
Blöndal, stud. jur. og Jóhann L. Jónas-
son, stud. med.
Fulltrúar deilda varðandi bókakaup
eru:
Bernharður Guðmundss., guðfræðid.,
Bjarni Beinteinsson, lagadeild,
Grétar Ass Sigurðsson, viðskiptad.,
Guðjón Guðmundsson, verkfræðid.,
Jóhann L. Jónasson, læknadeild,
Kristinn Kristmundsson, íslenzkud.,
Þórir Gíslason, tannlæknadeild.
Vinnumiðlun
Vinnumiðlun stúdenta hóf starf sitt í
miðjum nóvember, og var starfsmaður
stúdentaráðs framkvæmdastjóri hennar.
Um jólin óskuðu nær 30 stúdentar eftir
vinnu og fengu hana flestir. Yfir 20
stúdentar tóku að sér kennslu á vegum
vinnumiðlunar, og 39 stúdentnm var út-
veguö sumarvinna. Erlendir stúdentar
nutu einnig fyrirgreiðslu í þessu efni.
Vinnumiðlunarnefnd var þannig skip-
uð: Þórður Guðjohnsen, stud. jur., for-
maður, Hrafnkell Asgeirsson, stud.
oecon. og Jónatan Þórmundsson, stud.
jur.
Skáklíf
Nokkrir kappleikir voru háðir í skák.
A-sveit lagadeildar vann í deildakeppni.
Asgeir Friðjónsson varð efstur í hrað-
skákkeppni einstaklinga, þar sem 20
menn kepptu. Friðrik Ólafsson stór-
meistari tefldi fjöltefli við 25 stúdenta.
Fór það fram á Gamla-Garði.
1 skáknefnd sátu þessir: Ásgeir Frið-
jónsson, Magnús Sigurðsson og Vil-
hjálmur Þórhallsson.
Tónlistarkynningar
voru nokkrar sl. vetur, og voru þá flutt
af hljómplötutækjum skólans ýmis verk
úr plötusafni háskólans. Prófessorar og
stúdentar starfa í nefnd, sem sér um
undirbúning þessara kynninga. Jóhann
Olafsson, stud. jur. og Pétur Urbancic,
stud. mag., áttu sæti í nefndinni sl. vet-
ur fyrir stúdenta hönd.
Starfsfræðsludagur
fór fram í háskólanum sunnud. 25. sept.
Upplýsingar voru veittar um 45 fræði-
greinar, sem kenndar eru við háskóla í
12 löndum.
Upplýsingar um nám í Háskóla ís-
lands veittu prófessorar og kennarar og
um ýmis atriði nemendur sjálfir. Sendi-
kennarar, fulltrúar sendiráða og íslenzk-
ir námsmenn, sem dvalið hafa ytra,
veittu upplýsingar um nám erlendis.
Fulltrúar mættu og frá helztu atvinnu-
vegum Iandsmanna. Háskólaráð styrkti
starfsfræðsluna fjárhagslega, en Olafur
Gunnarsson, sálfræðingur, lagði á ráðin
um fyrirkomulag hennar.
Um 325 manns sótlu fræðsluna.
Rússar,
sem innritazt hafa á þessu ári, eru 210.
Þeir skiptast þannig: 1 guðfræði 3,
læknisfræði 27, tannlækningum 4, lyfja-
fræði 6, lögfræði 25, viðskiptafræði 20,
heimspeki 109, verkfræði 16. Alls eru
skráðir til náms í skólanum 784 stúd-
entar, sem skiptast svo: í guðfræði 22,
læknisfræði 191, tannlækningum 20,
lyfjafræði 12, lögfræði 140, viðskipta-
fræði 85, heimspeki 284 og verkfræði 30.
STUDENTABLAÐ
49