Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 50

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 50
Ferðaþjónusta Starfsemi Ferðaþjónustu stúdenta eykst jafnt og þétt. Nýstúdentar frá Laugarvatni nutu fyrirgreiðslu varðandi ferð til Norðurlands sl. vor. Fyrsta utan- ferð á vegum þjónustunnar var svo farin 23. júlí, og var haldið til Færeyja til að sækja hina vinsælu Ólafsvöku. í förinni voru níu þátttakendur, var farið með ffeklu báðar leiðir, og tók ferðin 12 daga. Tókst förin ágætlega. Ferðaþjónustan hyggst efna til hóp- ferða erlendra stúdenta hingað næsta sumar, og er gert ráð fyrir 2 ferðum um landið, annarri 16 daga, hinni 9 daga. Stjórn ferðaþjónustunnar skipa: Njörður P. Njarðvík, stud mag., Hörður Einarsson, stud. jur. og Vilborg Harð- ardóttir, stud. philol. Karlakór stúdenta Karlakórinn starfaði undir stjórn Höskuldar Ólafssonar, og var æft af miklu kappi undir þær skemmtanir, sem kórinn söng á. Stúdentaráð styrkti kór- inn með 2000 kr. framlagi. Æskilegt væri, að fleiri söngmenn gengju í kór- inn. Leikfélag Leikfélag stúdenta, sem var endur- vakið 1958, hugðist taka leikrit til með- ferðar á vetrinum sem leið. Gylfi Baldursson og Jakob Möller þýddu leik eftir Samuel Beckett, og var búið að ráða Helga Skúlason sem leik- stjóra. Ur æfingum varð þó ekki og þar- afleiðandi ekki sýningum, en e. t. v. verður það hægt í vetur. Breytingar ó kennslukröftum Prófessor Trausti Ólafsson, efnafræð- ingur, sem kennt hefur efnafræði í læknadeild síðan 1921, hefur látið af starfi. Dr. Steingrímur Baldursson hefur verið skipaður prófessor í efnafræði. M. Sc. Magnús Magnússon hefur ver- ið skipaður prófessor í eðlisfræði. Cand. oecon. Guðlaugur Þorvaldsson hefur verið settur prófessor í stað Gylfa Þ. Gíslasonar. Dr. Halldór Ifalldórsson hefur tekið við kennslu í íslenzkudeild á ný. Próf. Einar Ól. Sveinsson hefur leyfi frá kennslu í vetur, en í stað hans kenn- ir Þórhallur Vilmundarson cand. mag. Við störfum sendikennara í þýzku, Hermanns Höhner, hefur tekið dr. phil. Johann H. J. Runge. Bo Almquist, fil. mag., sendikennari í sænsku, hefur hætt starfi, en við tekur Jan Nilsson, fil. mag. Sendikennari í norsku, Odd Didrik- sen, cand. mag., kemur í stað Ivars Org- land, cand. philol. Prófessor David R. Clark flytur fyrir- lestra um amerískar bókmenntir í vetur. Doktorsvörn Ein vörn fyrir doktorsnafnbót í heim- spekideild fór fram á árinu. 16. jan. varði frú Selma Jónsdóttir ritgjörð sína, Byzönzk dómsdagsmynd í Flata- tungu. Andmælendur voru dr. Kristján Eld- járn, þjóðminjavörður og dr. Wormald frá Lundúnaháskóla. þeir Ölafur Egilsson, stud. jur., og Þór- arinn Ólafsson, stud. med. Aðrar utanfarir Sigmundur Böðvarsson, stud. jur., sótti ráðstefnu, sem haldin var í Oxford á vegum WAY í júlí. — Ólafur Egils- son, stud. jur., og Þórarinn Ólafsson, stud. med., sóttu Hringborðsráðstefnu í Basel 17.—19. ágúst og sömuleiðis al- þjóðaþing stúdenta ISC—COSEC x Klosters í Sviss dagana 31. ágúst—2. sept. Gestir Af gestum háskólans má nefna dr. Lárus Einarsson frá Árósum og próf. Daskalakis frá Aþenu, komu þeir báðir í apríl, sá síðarnefndi á vegum Evrópu- ráðs, ennfremur próf. Turvey frá há- skólanum í London, er hingað kom í kennaraskiptum á vegum British Coun- cil. 1 júlí kom hingað medisinal direktör Fransen frá Danmörku og í ágúst rektor polytekniska skólans í Kaupmannahöfn, dr. Knudt-Vinterfeld. Nýlega var á ferð próf. Regin Prenter frá Arósum. Á síðasta háskólaári voru flutt nálægt 20 ýmiss konar erindi í háskólanum. F ormannaráðstefnur voru tvær. Hin fyrri var haldin í Kaup- mannahöfn 26.—27. marz. Hana sóttu fyrir hönd stúdentaráðs Árni Grétar Finnsson, stud. jur., Vilhorg Harðar- dóttir, stud. philol., og Ilörður Sigur- gestsson, stud. oecon. Formannaráðstefna norrænu stúd- entasambandanna var haldin í Kaup- mannahöfn í ágústmánuði. Þangað fóru '50 STUDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.