Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 5
Frá ritstjóra Að undanförnu hafa verió hávœrar umrœður um menntamál. Viröist helzt sem skilningur fyrir gildi þekkingar og menntunar fari vaxandi. Mónnum verður sífellt Ijósara, hve íslenzkt nú- tímaþjóðfélag er skammt á veg komið við sköp- un og hagnýtingu hœfra starfskrafta. Að vísu hefur oftast gœtt skilnings í garð þeirra, er hafa viljað afta sér aukinnar þekkingar og menntunar, en sá skilningur hefur ekki verió almennari en svo, að menntamaðurínn hefur alltaf verið litinn hornauga og sú spurning yfirleitt fylgt, til hvers sé hans bóklega þekking eða hefur hann nokk- urn tima á sjó komið eða við búskap fengizt. Háskólinn hefur ekki farið varhluta af þess- um umrœðum en þœr náðu hámarki um það bil, er háskólanefndin skilaði áliti sínu, „Efling Háskóla íslands". Ljóst er, að taka verður mál- efni Háskólans föstum tökum og vinna nú þegar að lausn vandamála hans. Fœra þarf verksvið skólans út, opna nýjar námsbrautir, auka liús- rými skólans, bœta kennslu- og rannsóknarað- stöðuna og síðast en ekki sízt verður að afla skól- anum meira fjármagns til starfsemi sinnar. Þegar ritnefnd kom saman til fyrsta fundar að loknum kosningum til S.F.H.Í., ákvað hún að helga blaóinu háskólamálunum og menntamál- unum í heild. Það gefur auga leið, að svo um- fangsmikil, sem þau mál eru, verður þeim engin viðhlýtandi skil gerð hér. Leitaóist ritnefnd við að fá til birtingar nokkur sjónarmið, sem œtla má, að skipti mik/u máli við gerð áœtlana um framtíó œóri menntunar í landinu. Ritnefnd kall- aði sex stúdenta, einn ungan prófessor og rektor til umrœðufundar um menntamál og birtast um- rœður þeirra hér, litið eitt styttar. Framkvœmd lýðrœðishátta hefur verið ofar- lega á baugi í umrœðum stúdenta. Birtast hér tvœr greinar um kosningatilhögun, en segja má, aó kjördœmaskipan sé einn mikilvœgasti þáttur- inn í framkvœmd lýðrœðisins. Ritnefnd lagði einnig drög að því að fá greinar um skoðana- myndun í landinu, en því miður brugðust vonir um að þœr greinar birtust, þar sem greinahöf- undar forfölluðust, þegar þaó álióinn var sá tími, sem nefndin hafði til umráða, að ekki voru tök á að leita til annarra í þeirra stað. 1. desember ár hvert minnast stúdentar full- veldisdags þjóðarinnar, m.a. meó útgáfu þessa blaðs. Þótti því Idýta að birta Itér grein, sem lýtur aó skilnaðarmálinu og þeirri baráttu, sem háð var í því tilefni. Grein Jóns Ólafssonar, rit- stjóra og alþingismanns, er œtlað að minnast merks áfanga í sögu þjóðarinnar. Að lokum vil ég þakka ritnefndarmönnum ánœgjulegt samstarf greinahöfundum fyrir vel- vilja þeirra og öllum öðrum, er stuóluðu að útgáfu þessa blaðs. Árni Ólafur Lárusson Prófessor Magnús Már Lárusson tekur við embætti háskólarektors á þeim dögum, sem ef til vill munu reynast öðrum örlagaríkari í mótun háskólamenntunar á íslandi í bráð og lengd. Nútíminn kallar vaxandi rómi, það bergmálar í framtíðinni. Það er allra von, að hinn nýji háskóla- rektor reynist gæfumaður í starfi. Stúdentar bjóða hann heilan koma til leiks og vona, að styrkur hans megi vaxa í hverju verki og þá ekki sízt i skiptum við þá. í leysingum síðasta vors urðu sem alkunna er, rektoraskipti við Há- skóla Islands. Prófessor Ármann Snævarr lét af embætti því, sem hann hafði gegnt um níu ára skeið, en við tók prófessor Magnús Már Lárusson. Það er kunnara en frá þurfi að segja, með hverjum ágætum prófessor Ármann Snævarr gegndi forystuhlutverki sínu hér við Háskólann. Þess sér að sönnu víða merki, en hitt mun mála sannast, að ekki hafi það dagsverk rektors, sem unnið var í kyrrþey, verið minna að vöxtum né síðara að ágætum. Háskólastúdentar flytja prófessor Ármanni Snævarr árnaðaróskir og alúðarþakkir fyrir giftumikið starf í þeirra þágu og þjóðarinnar. 5 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.