Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 8
Það á sjálfsagt nokkuð langt í land að ná því — hvað langt, getur eng- inn sagt. Það er undir sjálfum oss komið, hyggindum vorum, staðfestu og þreki. Það má spyrja: hve langt þurfum vér að komast til þess að takmarkinu sé náð? Vér getum sett takmarkið fyrst í stað hvar sem oss sýnist. Þegar því er náð, setjum vér oss nýtt takmark — hærra, og svo ávalt koll af kolli. Hvorki vér né nokkur önnur þjóð get- ur hugsað sér að komast svo langt, að lengra verði ekki komist: . . . mönnunum miðar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. Það er lífsins lögmál að sækja ein- lægt lengra og lengra áfram. Það lögmál sjáum vér hvervetna skráð: Fram — ýram — áfram! Áfram þeytist hnötturinn, sem við byggjum, og allar stjörnur og öll sól- kerfi himingeimsins. Sama lögmáli hlýðir straumurinn í fljótinu eða lækn- um; sama lögmáli hlýðir blóðið í æð- um vorum og þráin í sálum vorum. „Áfram skært í leiftrum ljómar logum skráð um hnatta braut. Áfram lífsins lögmál hljómar lúðurhvelt í sæld og þraut“. „Fram" er oss kært orð. Það er nafn þessa sigursæla félags. Ég tek það sem vott þess, að fyrir oss vaki öllum það markmið, sem ég hefi nú verið að benda á. Ég sagði vér gætum fyrst um sinn sett oss markmið, hvar sem vér vild- um. Eigum vér að segja, að vér sétjum markið fyrst í stað við það, að ná fólkstölunni 200,000 eða 250,000 i þessu landi? Þér hrökkvið við; ég sé yður þykir markið hátt. En er yert að setja það lægra? 250,000 eru fjórðungur úr 1 milíón. 25 ár eru fjórðungur aldar—fjórð- ungur einnar mannsævi eins og hún á að vera, þegar mennirnir eru farnir að lifa skynsamlega undir heilsusamlegum lífsskilyrðum. 25 ára mann köllum vér fulltiða. þá er hann óháður meðráðamanni. Má þá lágmarkið lægra vera en 250,000 sálir, til þess að þjóð geti komið fram sem óháður einstaklingur meðal óháðra ríkja heimsins? IV. [Frfdlst ogfullvalda sambands-ríki. — Sjálf- stætt ríki er ekki sama sem óliáð ríki}. Vér erum þjóð. Enginn neitar oss um það. Vér áttum kost á, að verða sjálf- stœð þjóð, sjálfstætt riki — en vér þáðum ekki boðið. Vér vórum haldnir stórmensku-óráði, og vildum ekki þiggja viðurkenning- una um að vera sjálfstætt ríki. Þjóð- frelsisvindbelgjunum okkar nægði ekk- ert minna en að fá þegar i stað að heita óliáð ríki. Ég sagði, að oss hefði verið boðið, ef vér vildum þiggja, að verða sjálf- stœtt ríki. Eg þarf ekki að fara langt út í það hér, því að það hefir svo margoft ver- ið sýnt og sannað hér í þessu félagi, og eins í blöðum og ritum annar- staðar. Ég vil að eins leyfa mér að minna á, að eins og nú stendur, höfum vér sarnkvæmt stóðulógunum og stjórnar- skránni (einnig inni endurskoðuðu, sem báðir flokkar hafa samþykt á Al- þingi 1903) að eins vald yfir 8V2 teg- und mála. (Yfir dómsvaldinu ekki). Eftir sambandslagafrv. áttum vér þegar í stað að fá fuilveldi (fult sjálfs- forræði) ,á óllum málum, utan 8 teg- undum mála. En í 5 af þeim 8 mátt- um vér án samþykkis Dana slíta öllu sambandi að 25—37 árum liðnum. Að þeim tíma liðnum þurftum vér engin sameiginleg mál að hafa með. Dönum, nema 1. kouungsmótu (en upphæð hennar var ákveðin með samningi eitt skifti fyrir öll); 2. utanríkismál (og þó átti enginn samningur, er Island snerti, að gilda nema með samþykki íslands-stjórnar og Alþingis). Auk þess hefir stjórnin þegar gefið fordæmi fyrir því, að oss sé leyft að semja sjálfir við útlönd um mál, er oss varða eina. Og þetta eru Bretar nú farnir að leyfa lýðlendum sínum, sem ekki eru þó að lógum „ríki“ enn, eins og oss stóð til boða að verða. 3. Hervarnir á sjó og landi. Vitn- að var þar þó til Stj.skr. 57. gr., sem ákveður, að það sé alíslenzkt mál, hve nær og hvernig vér viljum nokkuð gera til að verja land vort; en hins vegar var í 5. gr. sambandslaga-frv. ákveðið skýrt, að vér íslendingar skyldum hér eftir sem hingað til vera lausir við alla herskyldu á sjó oglandi. — Með öðrum orðum: hermálin urðu „sameiginleg" á þann eina hátt, að Danmörk tók ein á sig allar skyld- urnar, en vér hlutum óll réttindin. Eiginlega mætti segja, að ekki væri nema 2, eða í allra hæsta lagi 2^/2 mál, sem sameiginleg yrðu þá, ef vér vildum hinum upp segja; þvf að utan- ríkismálin vóru sannarlega í voru valdi, að því er oss snerti. I 4. gr. er svo ákveðið um mál, sem ekki eru sameiginleg, en snerta þó bæði löndin, svo sem póstsam- band við útlönd, ritsímasamband milli íslands og Danmerkur, að hvorugt landið geti þar neina skipun á gert án hins samþykkis. Danmörk bindur þar fullveldi sitt engu síður en vér vort. Löndin koma þar bæði framsem jafn- rétthá, fullveðja ríki. Með breytingum minni hlutans á Alþ. 1909, sem vér áttum kost á að fá samþyktar af stjórn og þingi Dana, var nafnið „ríki“ tekið upp um ísland, og aðrar breytingar gerðar, er taka þóttu af öll tvímæli um orðalag. Eftir þessu áttum vér kost á að verða ýrjálst og ýullvalda ríki — svo framarlega sem Danmörk átti að mega nefnast „frjálst og fulvalda" ríki. Danmörk og ísland hefðu orðið tvö „frjáls og fullvalda" ríki með mála- sambandi í einum þrem málum, og var sambandið í einu þeirra svo vaxið, að það lagði byrðar einar á Danmörk, en engar á oss (hermál). í öllum þessum þrem málum tak- mörkuðu Danir fullveldi sitt frá því sem nú er (í hverju einu fyrir sig). Fullveldi vort í þeim var viðurkent með því, að vér fólum Dönum í voru umboði framkvæmd að nokkru leyti samkvæmt samningi, og takmörkuð- um það þar aý ýrjálsum vilja 11 m Sinn. En vér höfum nú ekkert vald STÚDEISITABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.