Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 12
„ . . . möguleikarnir meiri en virðast kann við fyrstu sýn. “ ,, . . . megum ekki gleyma hinu almenna mennt- unargildi. “ leið, að gera þetta að tiltölulega almennri menntun. Ég held nú, að við verðum að reikna með því, að menntaskólarnir hafi veitt nokkuð af þessari almennu undirstöðumenntun, sem Englendingarnir gera ráð fyrir í háskólanum. Mér finnst, að í Háskólanum hérna eigi fólk að geta valið um tiltöltilega þröngt svið, sem það sérhæfír sig í. Og við skulum gera ráð fyrir því, að fólk fari einnig til framhaldsnáms erlendis enda borgar sig betur að vanda vel það sérnám, sem hér er kostur á, en reyna að halda lengra áfram. B.G. Helgi Skúli, nú eru uppi hugmyndir um það, að á menntaskólastiginu verði tekin upp i ríkara mæli alls kyns deildaskipting og mönnum gefinn kostur á að sérhæfa sig meir en verið hefur. Finnst þér þetta samræmast sjónarmiðum um, að menntaskólanám verði frekar almenn undirstaða undir háskólanám? H.S.K. Ég held, að það sé ekki æskilegt, að menn sérhæfist meira í menntaskólum en nú tíðkast. En hitt er annað mál, að menn þyrftu að geta sérhæfzt á fjölbreyttari vegu en nú er í menntaskólum, og að því er stefnt með því að fjölga deildum. En ég tel raunar, að fyrir sérhæfingunni verði bezt séð með val- greinum, en ekki deildaskiptingu eða „kjör- sviðum“. M.G. Þegar við erum að ræða um undir- stöðuna, þá er þar annar þáttur, sem er öðru- vísi hér en í nágrannalöndum okkar. Hann er sá, hvort íslendingar verði ekki stúdentar miklu seinna en aðrar þjóðir og hvort ekki teygist lengra úr þessu undirstöðuháskólanámi hér en hjá öðrum þjóðum. Við sitjum hérna fram til tuttugu og átta ára aldurs og erum að puða i því að ná einhverri almennri gráðu. Ég held, að þetta hljóti að vera óeðlilegt. G.V. í því sambandi er rétt að íhuga til- gang menntunar fyrir þjóðfélagið. Frá þjóð- hagfræðilegu sjónarmiði má segja, að mennt- unarkerfi ætti að vera þannig upp byggt, að þeim, sem hafa virkilega greind og hæfileika til að læra að þjálfa sig í vísindalegri hugsun, ætti að gefa tækifæri sem fyrst til að nýta hæfni sína eins snemma og tök eru á. M.M.L. Það eru mjög fáir, sem hafa tæki- færi til þess að hraða sér i námi öðrum fremur. Og nú vil ég vera svo grófur að staðhæfa, að eitt aðalvandamálið, sem háskólinn á við að glíma í dag, er það, að undirstöðumenntunin er ekki nógu góð og ekki nógu hagnýt. G.V. Það kennsluandrúmsloft, sem ríkir í menntaskólunum og eins hér í háskólanum, er varhugavert. Fólk situr og meðtekur, í stað þess að taka virkan þátt í að meðhöndla það námsefni, sem á að læra. Munurinn á háskól- anum hér og erlendis er sá, að þar er miklu meira spurt og rætt um námsefnið, nemend- urnir eru miklu ákafari að ræða við kennarann um námsefnið. B.G. Þorsteinn, hvað segir þú um þetta? Heldur þú, að þetta sé menntunarkerfinu að kenna eða að einhverju leyti eðliseinkenni á íslendingum? Þ.I. Ég held, að þetta sé nær alfarið mennta- kerfinu að kenna, og ég held, að rekja megi ræturnar alveg niður í barnaskólanám, þar sem greindir nemendur eru settir á klafa með sér miður greindum nemendum. Þessir nemendur venjast á að bíða eftir þeim, sem eru seinni til og missa við það aktívitetið, þeir fá ekki næg verkefni að spreyta sig á. Síðan heldur þetta á- fram í menntaskóla, og í háskólanum eimir einnig eftir af þessu. Þar er talað um, að þetta mörg ár séu meðalnámstími í þessari deild eða hinni, og menn gefa sér þessa forsendu, þegar þeir hefja háskólanámið og eru bara ánægðir með sjálfa sig, ef þeir standa þetta meðaltal, sem ef til vill er allt of hátt. B.G. En rektor, er hugsanlegt, að kröfur í háskóla hafi að einhverju leyti mótazt af því að alhæfa kröfur til nemenda, þ.e.a.s. að láta eitt yfir alla ganga? Hefur eitthvað dregið úr kröfum hér í Háskólanum? M.M.L. Það hefur nú sennilega gert það. Ég hef kennt í útlöndum, og stúdentar þar strax á fyrsta ári eru miklu kvikari lýður en hér er. Hér tekur það um tvö ár að koma þeim úr landsprófshamnum. B.G. Nú urðu miklar umræður í sumar um þá ákvörðun læknadeildar að setja ákveðna lágmarkseinkunn að skilyrði til inngöngu í deildina. í skýrslu háskólanefndar er talað um, að takmörkun að inngöngu í háskóladeild- ir sé ekki eðlilegur þáttur í stefnu í háskólamál- STÚDENTABLAÐ 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.