Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 14
„ . . . vantar ný húmanísk fög." , Jslendingar gera sér yfirleitl ekki grein fyrir gildi menntunar. “ nefndar þá áherzlu, sem ég hefði viljað sjá þar á greinar eins og sálarfræði, þjóðfélagsvísindi og líffræðivísindi. Þessar greinar hafa á undan- förnum árum vaxið mjög mikið erlendis og ég held, að einmitt þessi nýju húmanísku fög og raunvísindi vanti í Háskólann hér. Mikil á- herzla er lögð á margs konar skammtímanám í líkingu við hina tiltölulega nýtilkomnu Junior College í Bandaríkjunum, sem eru þar í landi einmitt komnir til vegna þarfa um skamm- tímanám, nám, sem veitir undirstöðugóða menntun almennt, en er þó ekki fullgilt, hefð- bundið háskólanám. Eins sakna ég meiri um- ræðna um möguleika til endurbóta innan Há- skólans sjálfs, endurbóta á námsefni og kennslu- fyrirkomulagi, sem flýtt gætu streymi í gegnum skólann. B.G. Ætli það sé ekki einstakt hjá okkur íslendingum að 9/10 hlutar háskólamenntaðra manna skuli vinna við ýmis þjónustustörf, en aðeins 1/10 í hinum eiginlegu úrvinnslugreinum, sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði o.s.frv. M.G. Það kom fram á ráðstefnu viðskipta- fræðinema, viðskiptafræðinga og viðskipta- deildar fyrir skömmu, að rúmlega 50% af öllum viðskiptafræðingum, sem hafa útskrifazt frá H.Í., vinna hjá hinu opinbera, en t.d. rann- sóknir í Svíþjóð sýna, að á Norðurlöndunum vinna aðeins 10% hjá hinu opinbera. Eins kom í ljós, að af um 240 manns, sem hafa útskrifazt héðan vinna aðeins 6 í fiskiðnaði, og átta starfa beint við iðnaðarfyrirtæki. A.V.M. Þessi fyrirtæki hér eru það lítil, hef ég heyrt, að í mörgum þeirra eru þeir menn, sem bera þau uppi, svolítið hræddir við að fá sér háskólamenntaðan mann til aðstoðar vegna þess, að svo geti farið, að hann taki yfir í fyrir- tækinu. M.G. Ég býst við, að þetta sé líka að vissu marki vantrú á menntun. Ég held, að íslend- ingar geri sér yfirleitt ekki grein fyrir gildi menntunar. Þ.I. Háskólinn ætti að stuðla það því, að minu áliti, að kynna þessum smáfyrirtækjum sem og reyndar alþjóð allri, hvaða möguleikar felast í því, að ráða háskólamenntaðan mann t.d. viðskiptafræðing. Það er ekki víst, að slík fyrirtæki geti ráðið háskólamenntaðan mann í fullt starf, en hins vegar held ég, að auka mætti svipaða þjónustustarfsemi, sem verkfræðingar og arkitektar veita nú. Þá gætu fyrirtækin lagt sín vandamál fyrir sérfræðinga og fengið ráð- leggingar sem selda þjónustu. Auk þess hef ég orðið var við þá trú manna, sem raunar hefur við rök að styðjast, að í Háskólanum byggist kennslan á theoríum, sem settar eru fram í stórum þjóðfélögum, þar sem rikja aðrar að- stæður en hér heima. Þá vaknar sú spurning, hvort rannsóknir á vegum deildanna séu nægi- legar miðaðar við íslenzkar þjóðfélagsaðstæður, hvort ekki sé of mikið lagt upp úr alhæfum kenningum fræðimanna, sem hafa milljóna- þjóðfélög í huga. M.M.L. Það atriði, sem Þorsteinn nefndi, hygg ég, að hafi ekki við rök að styðjast í dag. Ég veit t.d. að kennararnir í viðskiptadeild gera sér grein fyrir því, að þjóðfélag okkar er svo sérstætt, að þar gilda engin af þessum venju- legu lögmálum, sem víðast hvar eru í fullu gildi. Hins vegar er algerlega ónumið land í mann- fræði og félagsfræði, og er illt til þess að vita, þar sem fáar þjóðir í veröldinni hafa jafn fjöl- þættar heimildir um lengri tíma og við. Þ.I. Þetta finnst mér nú styðja það, sem fram kom áðan, og ég efast ekki um, að pró- fessorarnir vilji aðhæfa kennslu sína staðhátt- um. En spurningin er sú, hvort unnt er að að- hæfa kennsluna íslenzkum staðháttum á meðan engar rannsóknir hafa farið fram um það, hvernig þjóðfélagið raunverulega er upp byggt. G.V. Það þarf auðvitað að endurskipu- leggja kennsluna með tilliti til atvinnuhátta þjóðfélagsins. Ég held, að hin nýju þjóðfélags- vísindi við háskólann geti einmitt veitt okkur mikla vitneskju, sem við þurfum á að halda um núverandi þarfir þjóðfélagsins og framtíðar- þróun þess. M.M.L. Erlendis geta háskólarnir duplik- erað rannsóknaraðstöðuna. Hvers vegna ekki að nota þá aðstöðu, sem til er? Ekki það, að Háskólinn fari að éta upp ýmsar stofnanir og stjórna þar, heldur hitt að þar fáist aðstaða til að nýta allt, sem fyrir hendi er. G.V. Við ættum allir að geta verið sammála um það, að háskólinn á að vera miðstöð rann- sókna og fræðimennsku í landinu. Þannig gæti STÚDENTABLAÐ 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.