Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 23
í St. Johns í Nýfundnalandi er skóli, þar sem sameinuð er öll kennsla í greinum fiskveiða og fiskvinnslu. Fiskvinnslutækni er þar nú þriggja ára nám og inntökuskilyrði er próf hliðstætt íslenzku gagnfræðaprófi eða aðeins hærra. Við þennan skóla stundar nú einn íslendingur nám í fiskvinnslutækni. Heimildir eru fyrir því, að sérstakir fiskiðn- skólar séu starfræktir í Rússlandi og Japan. í Þýzkalandi fer kennsla fram á iðnfræðslugrund- velli auk háskólanáms. Fiskiðjuver gera náms- samning við lærlinga og bókleg kennsla fer fram í iðnskólum. Þetta ætti að nægja sem sýnishorn. Hver verður framtíðarstaða íslenzks fiskiðnaðar í skólakerfinu ? Mér þykir rétt að nota þetta tækifæri til þess að skýra í stuttu máli hugmyndir mínar um nauðsynlegar aðgerðir í skólamálum fiskiðn- aðarins. Ég ræði hér um fiskiðnaðinn en ekki fræðslumál fiskiflotans. Þó vil ég geta þess, að nauðsynlegt mun verða að efla og samræma betur þá skóla, sem útskrifa yfirmenn á skipa- flotanum. Ef til vill kæmi til greina að sameina alla þessa skóla í einn og jafnvel að taka kennslu i fiskiðnfræðum inn líka, líkt og gert er í St. Johns skólanum Fiskiðnskóli. Þann 30. aþríl 1964 var samþykkt á Alþingi ályktunartillaga um fiskiðnskóla. Samkvæmt þessari þingsályktun skyldi skipuð nefnd til þess að gera tillögur um fiskiðnskóla. Nefndin var skipuð um haustið og skilaði áliti seint á árinu 1966. Tillögur nefndarinnar voru í aðal- atriðum þær, að stofnaður skyldi fiskvinnslu- skóli. Inntökuskilyrði áttu að vera gagnfræða- próf. Hlutverk skólans átti að vera að veita fræðslu í fiskiðngreinum. Kennsla átti að vera bókleg og verkleg. Námstími átti að vera tvö ár. Að afioknu prófi áttu nemendur að hafa öðlazt undirstöðukunnáttu, bóklega og verk- lega til þess að geta tekið að sér ýmis störf, sem krefjast nokkurrar sérþekkingar, svo sem verk- stjórn, mats- og eftirlitsstörf, verkkennslu, vinnuhagræðingu o.fl. Fljótlega eftir að nefndin skilaði áliti fór að halla undan fæti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Tillögurnar voru ekki lagðar fyrir Alþingi, en í þess stað fól sjávarútvegsmálaráðherra á s.l. ári Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins að koma á fót námskeiðum í fiskvinnslu, með það í huga, að slík námskeið gætu orðið vísir að skóla þeim, sem koma skal. Námskeið þessi tóku til starfa í haust með tveggja vikna námskeiðum í hrein- lætisfræðum. Tvö námskeið hafa þegar verið haldin og er ætlunin að halda áfram í vetur með hreinlætisnámskeiðin, auk þess sem ætlunin er að halda fleiri og fjölbreyttari námskeið í sér- greinum fiskiðnaðarins. Framhaldsdeildir gagnfræðaskólanna. Á þessu hausti tóku til starfa framhalds- deildir við einstaka gagnfræðaskóla, og er ætl- unin að veita tveggja ára framhaldsnám í ýms- um sérgreinum. Mér er kunnugt um það, að verulegur áhugi er ríkjandi hjá sumum gagn- fræðaskólastjórum á því að koma þar inn kennslu í sérgreinum fiskvinnslu og sjávarútvegs. Hefi ég þar sérstaklega í huga gagnfræðaskólana í Vestmannaeyjum og á ísafirði. Ég held, að menn séu sammála um það, að verknámsdeildir gagnfræðaskólanna hafi ekki náð þeirri útbreiðslu sem til var ætlast og ber vafalaust margt til þess. Með núverandi skipu- lagi gagnfræðaskólanna er þess varla að vænta, að þeir geri annað en veita almenna menntun. Um framhaldsdeildirnar gegnir öðru máli. Hitt er svo annað mál, hvernig ætti að endurskipu- leggja gagnfræðaskólakennsluna. Út í það mun ekki farið hér. Tækniskólinn. Hugmyndir hafa verið uppi um það að hefja kennslu í fiskvinnslutækni eða matvælatækni við Tækniskóla íslands, en skólinn veitir nú ein- göngu fyrri hluta menntun í 5 svokölluðum aðalgreinum tæknifræði. Rökin fyrir því, að fiskvinnslutækni er ekki kennd eru þau, að grein þessi er ekki til í þeim skólum á Norður- löndum, sem Tækniskólinn er í tengslum við. Þetta tækninám þarf að koma og nemendur, sem lokið hafa prófi frá áðurnefndum fisk- vinnsluskóla, þurfa að eiga rétt til inntöku í fiskvinnslutækni eða matvælatækni í Tækni- skólanum. Háskólinn. Raddir eru nú uppi um það að breyta há- skólanum og gera úr honum vísinda- og kennslu- stofnun með hag þjóðarinnar allrar í huga, jafnvel atvinnuveganna, en ekki eingöngu em- bættismannanna. Háskólinn getur þjónað fisk- iðnaðinum á margan hátt og jafnframt þjónað sínu eigin hlutverki sem vísindastofnun. Auk þeirra greina, sem þegar eru kenndar, ætti að taka upp sem aðalgrein nám í rekstrartækni, nám í matvælavísindum og nám í efnaverk- fræði með sérstakri áherzlu á undirstöðugreinar matvælafræða. Háskólinn ætti að stefna að því að verða leiðandi vísindastofnun í fiskifræðum, haffræði og fiskvinnslufræðum. Nám í efna- verkfræði ætti a.m.k. fyrst í stað ekki síður að miðast við þarfir íslenzks matvælaiðnaðar en íslenzks efnaiðnaðar. Háskóli íslands hefir til þess góð skilyrði að geta orðið leiðandi vísindastofnun á sviði hag- nýtra grundvallarvísinda sjávar og sjófangs. Lokahugleiðingar. Háskólanefnd hefir nú skilað áliti og skóla- málin eru enn einu sinni í sviðsljósinu. Þau hafa reyndar verið á oddinum í nokkur ár. Það munu hafa verið ádeilurnar á landspróf, sem hleyptu skriðunni af stað, en skólamálin í heild fléttuð- ust brátt inn í umræðurnar. Fyrst í stað virtust fræðsluyfirvöldin og kennarastéttin taka á- deilum illa, en nú virðist sem kennarastéttin standi í fremstu víglínu þeirra, sem deila á skipu- lagið. Óánægja er greinilega mikil, hún er á- berandi meðal kennara, námsfólks og þjóðar- innar allrar. Hún stafar meðal annars af því, að skólarnir eru of innilokaðir, of einangraðir, of mikið úr tengslum við atvinnulífið og þarfir þeirrar þjóðar, sem skólaæskan er hluti af. Úr þessu þarf að bæta og ætti ekki að vera ýkja erfitt. „Bókvitió veróur i askana látió" 23 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.