Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 38

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 38
Frá deildafélögunum Frá Félagi viðskiptafræði nema Starfsemi Félags viðskiptafræðinema var með miklum blóma síðast liðið starfsár. Stjórnina skipuðu: Agnar Frið- riksson, formaður, Magnús Gunnarsson, ritari, Sveinbjörn Óskarsson, gjaldkeri, Ármann örn Ármannsson, formaður AIESEC-nefndar, Brynjólfur Bjarnason, formaður ritnefndar og Reynir Eiríksson, NHS-ritari. Sjaldan eða aldrei hafa menntamál innan deildarinnar verið jafn ofarlega á baugi og í síðustu stjórnartíð. í sumar var gengizt fyrir fundi með stúdentum, prófessorum og kandidötum um mál- efni deildarinnar almennt. Slíkir fundir eru deildinni til mikillar bóta og styrkja samband prófessora við stúdenta enn meir, en það hefur alla tíð verið mjög gott. Haustprófm voru við deildina í fyrsta skipti í haust, og þó ekki hafi náðst ein- róma samþykki prófessora var deildin ein af þeim fyrstu til að tilkynna haust- próf. Verður framhald á þeim. Félag viðskiptafræðinema og Við- skiptadeild Háskóla íslands stóðu að ráðstefnu 27. og 28. september sl. um efnið „Staða viðskiptafræðingsins í þjóð- félaginu“. Var það samdóma álit allra, sem ráðstefnuna sátu, að hún hafi verið deildinni til mikillar prýði. Á ráðstefn- unni kom meðal annars fram, að grund- völlur er fyrir hendi að efla samskipti stúdenta og kandidata fram, að grund- völlur er fyrir hendi að efla samskipti stúdenta og kandidata til mikilla muna, og er það verðugt hlutverk stúdenta, að svo verði. Tveir kvöldfundir voru haldnir s.l. vetur. Annar var með deildarforseta og einum prófessor og var rætt um nám í viðskiptadeild, húsnæðismál o.fl. Hinn var haldinn að Hótel Sögu og fjallaði um framhaldsnám í Danmörku og Banda- ríkjunum. Einnig var hádegisverðarfund- ur með Gylfa Þ. Gíslasyni. Allir þessir fundir voru vel sóttir af stúdentum og tókust vel. Tveir vísindaleiðangrar voru farnir: í öðrum voru þessi fyrirtæki skoðuð: Hreinn, Nói og Síríus, IBM á íslandi og Kassagerð Reykjavíkur, en í hinum ál- bræðslan í Straumsvík og keyrt um Suðurnes á eftir. Samskipti við erlenda viðskipta- og hagfræðistúdenta var með ágætum á s.l. starfsári. Fyrir utan hin árlegu nemenda- skipti AIESEC (en það eru alþjóðasam- tök sem deildarfélagið er aðili að) í sumar, komu hingað 19.-22. marz 15 viðskiptanemar ásamt prófessor frá Verzlunarháskólanum í Bergen í Noregi. Annaðist Félag viðskiptafræðinema á- samt prófessorum dagskrá með hinum erlendu gestum í Norræna húsinu. Hingað komu einnig á árinu tveir af forystumönnum erlendra stúdentasam- taka. Kenneth Morse á vegum AIESEC og Carl-Johan Lindgren formaður NHS- samtakanna (norræn samtök). Hin árlega Mágusarhátíð, en svo kall- ast árshátíð deildarinnar, var haldin 28. febrúar. Hófst hún með ræðu Péturs Péturssonar, forstjóra, í 1. kennslustofu Háskólans, og ræddi hann um útflutn- ingsiðnað og eflingu hans. Að því loknu var haldið upp að Álafossi, þar sem verk- smiðjur voru skoðaðar og veitingar þegn- ar í boði forstjórans. Um kvöldið hélt svo hátíðin áfram í Þjóðleikhúskjallar- anum með borðhaldi, skemmtiatriðum, dansi og all-kröftugri víndrykkju. Þegar hátíðinni lauk kl. 3 um nótt, voru sumir búnir að fá nóg, en aðrir ekki og voru þá diskótek bæjarins skoðuð gaumgæfilega. Útgáfustarfsemi félagsins var með svip- uðu móti og undanfarin ár. Gefið var út eitt hefti Hagmála og tvö hefti af Mág- usarfréttum. Þá gaf AIESEC út dreif- bækling til kynningar starfi sínu, sem dreift var til margra fyrirtækja. Vinnumiðlun félagsins var starfrækt í ár eins og undanfarin tvö ár. Með henni var unnið gott verk, en æskilegt væri, að starfsemi hennar væri aukin til muna. í þessari grein hefur aðeins verið vikið að því helzta, en félagslíf deildarinnar hefur ávallt verið íjörugt ekki sízt vegna almennrar þátttöku stúdenta, og er engin ástæða til að ætla, að svo verði ekki í framtíðinni. í stjórn félags viðskiptafræðinema fyrir næsta starfsár eru: Gísli Benediktsson, formaður, Ingi Tómas Björnsson, ritari, Jón Helgi Guðmundsson, gjaldkeri, Snorri Pétursson, form. AIESEC-nefnd- ar, Birgir Harðarson, form. ritnefndar og Óli Hertervig, formaður NHS-nefnd- ar. Gísli Benediktsson Frá Félagi stúdenta í heimspekideild Starfsemi Félags stúdenta í heimspeki- deild var með minnsta móti á síðastliðnu starfsári. Félagið hefir varla slitið barns- skónum ennþá og er enn að mótast. Stjórnin hafði ekki það til brunns að bera, sem með þurfti, og þegnarnir voru bág- rækir. Þar við bætist, að félagið hefir alla tíð átt örðugt uppdráttar, þrátt fyrir góðan vilja a.m.k. sumra stjórna þess. Hafa ýmsar leiðir verið reyndar til að nálgast félagsmenn og til þess ætlazt, að þeir kæmu sjálfir til móts við stjórn félagsins hverju sinni. Raun ber þess þó vitni, að árangur þessara málaleitana hefir orðið næsta lítill. Stúdentum ætti að vera það fullvel ljóst, að félagsskapur, sem á að eiga allt undir stjórn sinni einni, hlýtur að koðna niður fyrr en seinna. Síðasta starfsár Félags stúdenta í heim- spekideild er nærtækt dæmi þessa. Fundir á síðastliðnu starfsári voru fáir og auk þess mjög illa sóttir. Reynt var að fá stúdenta til samstarfs við stjórn félagsins með því að stofna til eins konar fulltrúaráðs innan hverrar greinar, sem til heimspekideildar. Árangur af þessari viðleitni stjórnarinnar er ekki umtals- verður. Félagið tók eftir mætti þátt í sameiginlegri hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla íslands og flestum „uppá- tækjum“ S.H.l. og S.F.H.Í., er höfðuðu til félagsins að einhverju leyti. Félagið hafði lítil sem engin viðskipti við önnur deildarfélög. Félagið treystist ekki til blaðaútgáfu í neinni mynd, þar eð komið var að prófum er fjárveiting fékkst til þess arna. Aðalfundur var haldinn 31. október s.l. Var hann svo fámennur, að ekki skulu neinar tölur nefndar. Aðalfundur kaus nýja stjórn, og er hún þannig skipuð: Formaður: Guðmundur Sæmundsson. Meðstjórnendur: Ásgeir S. Björnsson, Haukur Ingibergsson, Kristján Eiríksson og Kristján Guðmundsson. STÚDEISITABLAÐ 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.