Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 41

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 41
datar frá deildinni, þeir Einar Jónsson og Sigurður Örn Steingrímsson. En í stað þessara ágætismanna, er kvöddu, bættust deildinni 11 nýstúdentar. Félagsstarf vetrarins hófst á kynningar- kvöldi: Kaffi, kökur og skemmtilegheit. Nú um mánaðamótin okt.-nóv. var hald- in þriggja daga ráðstefna guðfræðinema og prófessora í Reykjakoti, Seli M.R. Félag guðfræðinema gefur út rit er ORÐIÐ nefnist. Er blaðið hið vandað- asta og flytur fjölbreytt efni. Var það haft til sölu í andyri Háskóla Islands s.l. vor. EKKERT blað seldist. Meðal menntamanna frændþjóða vorra þykir það hlýða að kunna nokkur skil á trúmálum. Hafa yfir að ráða fræðilegri þekkingu á málefninu og þekkja e.t.v. merkustu guðfræðinga samtímans, vera almennt viðræðuhæfur á þessu dviði þekkingar. Nokkuð frábrugðnir þessu virðast mér stúdentar Háskóla íslands vera. Auk þess að vera hinir ófóðustu um þær megingreinar er kenndar eru við guðfræðideildina gjóa þeir varfærnum augum til kapellu Háskólans þá er guð- fræðistúdentar ganga þar til morgun- bæna hvern virkan dag kl. 10. Einnig virðast stúdentar almennt gleyma að í umræddri kapellu eru stúdentamessur að jafnaði einu sinni í mánuði. Ágætu skólasystkin. Innst inni í með- vitund mannsins er ætíð neisti trúar. Oft er hann byrgður amstri og puði hvun- dagslífs okkar. En þegar rækt er lögð við þennan neista þá lyftir hann mönnum, gerir þeim veraldarvafstrið léttara. Þá er að geta landvinninga deildar- innar. Fram til þessa hefur öll kennsla farið fram í stofu V, en í haust fékk deildin stofu IV til umráða. Var þetta mikil bót og góð, þar eð nú getur öll kennsla deildarinnar farið fram árdegis. Notast þá V stofa sem lestrarstofa allan síðari hluta dagsins. í nóvember 1969. Gylfi Jónsson. Frá OMEGA, félagi stúdenta í verkfræðideild Aðsókn að verkfræði og raunvísinda- deild hefur vaxið mjög sl. tvö ár. Stafar sú aukning einkum af nýhafinni kennslu í náttúrufræðum við deildina, sem hófst haustið 1968. Á sl. ári höfðu stúdentar við deildina sameiginlegt félag, Félag stúdenta í Verk- fræðideild. Tókst þetta fyrirkomulag framar vonum, en ljóst varð brátt, að nauðsyn bæri til að stofna félag náttúru- fræðinema. Undirbúningur að stofnun þess félags hófst snemma í október og stofnfundur haldinn 23. okt. sl. Samt sem áður munu deildarfélögin hafa nána samvinnu með ýmis mál, er snerta beggja hagsmuni. Húsnæðisvandamál verkfræðideildar hafa heldur rénað eftir að Árnagarður komst í gagnið. Teiknistofa sú, er deildin hafði í húsnæði vélsmiðjunnar Héðins var lögð niður og húsnæði Orðabókar tekið undir teiknistofu, ennfremur hafa 1. árs menn flutzt í Árnagarð úr Tjarnar- götu. Um þessar mundir er byggingarnefnd nýs Verkfræðideildarhúss að taka til starfa. Góðar horfur eru á, að bygging hússins geti hafizt að vori ef skipulag háskólalóðar hefur þá séð dagsins Ijós. Brýn nauðsyn er á, að hefjast handa með byggingu þessa vegna þess hve illa horfir með verklega kennslu og einnig vegna stóraukinnar aðsóknar að Verkfr.deild á næstu árum. Áætlað er að hefja kennslu í efnaverk- fræði í Verkfræðideild n.k. haust. Hingað til hafa þeir sem lagt hafa stund á þá grein orðið að afla sér menntunar er- lendis. Þetta er þó aðeins frumskrefið í áætlun um aukna kennslu í verkfræði við deildina og er m.a. áætlað, að kennsla í síðari hluta hefjist fyrir 1975. Vonandi verður þessu marki náð, en vegna sér- stöðu íslenzkra staðhátta þarf í auknum mæli að mennta verkfræðinga hérlendis. Félagslíf meðal verkfræðistúdenta hef- ur farið vaxandi undanfarin ár, en erfitt er að halda uppi mikilli félagsstarfsemi vegna anna stúdenta við nám. í nóvember 1968 var haldinn kynn- ingarfundur stúdenta í deildinni, farið var í vísindaleiðangur í Álverksmiðjuna í Straumsvík og framkvæmdir þar skoð- aðar undir kunnugra leiðsögn. I desember var haldinn fundur með kennurum deild- arinnar um námskipan og kennslutækni og var hann fjölsóttur. Félagið gekkst fyrir fundi um síðarihlutanám í verk- fræði og mættu þar verkfræðingar frá mismunandi löndum. Þá var og haldin kvikmyndasýning á vegum félagsins í febrúar um geimferðir. Árshátíð vegleg var haldin í febrúar í Dansskóla Hermanns Ragnars. Margt var þar til skemmtunar, m.a. söng tvö- faldur kvartett stúdenta úr deildinni stúdentasöngva og Leo Kristjánsson flutti rabb kvöldsins. Veizlustjóri var Páll Jensson. Haldið var austur að Búrfelli í marz í boði Fosskrafts og Landsvirkjunar. Er- indi voru þar flutt um virkjunarstörf á íslandi og um framkvæmdir þar á staðn- um. Síðan voru mannvirki öll skoðuð undir leiðsögn verkfræðinga. Mjög voru rómaðar allar móttökur þar efra. Omega, blað stúdenta í verkfræðideild kom út í apríl. Flutti það ýmsar greinar vísindalegs eðlis eftir kennara og stúd- enta, auk ýmiss konar frétta. Var blaðið fróðlegt og efnismikið og hið vandaðasta að frágangi. Ritstjóri Omega var Stefán Ingólfsson. Stúdentar deildarinnar hafa haft 2 her- bergi til umráða í gömlu loftskeytastöð- inni s.l. 2 vetur. Hefur húsnæðið einkum verið notað fyrir ýmis félagsstörf, en ó- heppilegt hefur reynzt að nota það til lestrar, og bera brýna nauðsyn til að skapa viðunandi lestraraðstöðu fyrir verkfræðistúdenta hið fyrsta. Á sl. vetri hófu verkfræðinemar söfn- un fjár til kennslutækjakaupa. Auk þessa fjár lögðu Sjóvá og Háskólinn fram upp- hæðir og fjölritunartæki, stenzilgerðar- vél, ljósprentunartæki og myndvörpur keypt fyrir féð. Sáu verkfræðinemar um rekstur fjölritunartækjanna s.l. vetur. Urðu tæki þessi stúdentum til mikils gagns í námi, en kröfðust mikillar vinnu. Var því ákveðið, að Háskólinn eða Félagsstofnun tæki yfir rekstur fjölrit- unartækjanna. Hefur þeim verið komið fyrir í Árnagarði og eru nú undir umsjá Félagsstofnunar. Er vonandi að stúdent- ar í öðrum deildum notfæri sér tæki þessi á sem beztan hátt. Fáist nægjanleg verk- efni mun í ráði að ráða sérstakan starfs- kraft a.m.k. hálfan daginn við tækin, en nú um sinn annast skrifstofustúlka Félagsstofnunar tækin. Eins og áður höfðu verkfræðinemar töluverð samskipti við I.A.S.T.E. þ.e. alþjóðleg samtök um stúdentaskipti verk- fræðistúdenta. Á aðalfundi 28. okt. s.l. var komið á fót vinnumiðlun verkfræði- stúdenta og eru miklar vonir bundnar við starf hennar. Einnig var lögum félags- ins breytt og ný stjórn kosin. í henni eiga sæti: Árni Gunnarsson, formaður, Egill B. Hreinsson, ritari, Hallgrímur Gunnars- son, gjaldkeri, Þórir Sigurðsson og Gunnar Guðmundsson, meðstjórnendur. Úr stjórn gengu Helgi Bjarnason, Rúnar Sigfússon, Stefán Eggertsson, Kristján Már Sigurjónsson og Sigrún Guðnadóttir. Helgi Bjarnason. 41 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.