Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 22
Menntunarþörf fiskiðnaðarins Grein eftir Hjalta Einarsson, verkfrœðing. Hið íslenzka skólakerfi hefir til þessa látið fiskiðnaðinn nær algjörlega afskiptalausan. Þessa staðreynd verður að telja næsta furðulega þegar þess er gætt, að fiskiðnaðurinn hefur árum saman staðið undir nær öllum útflutningn- um. Hún er jafnvel ennþá furðulegri, þegar það er haft í huga, að á íslandi eru yfir 60 löggildar iðngreinar. j matvælafræðum eru sex iðn- greinar: bakaraiðn, kjötiðn, kökugerð, mat- reiðsla og mjólkuriðn, allt fjögurra ára nám, og framreiðsluiðn, þriggja ára nám. Fiskiðn er ekki til. Það er reyndar sama hvar gripið er inn í skóla- kerfið, sjávarútvegurinn vegur næsta lítið. Skip- stjóri á togara fær að vísu tveggja ára skóla- menntun. Inntökuskilyrði eru unglingapróf, sem tekin eru að skólaskyldu lokinni af 14 ára unglingum. Sennilega eru það vélstjórar, sem njóta lengstrar skuldbundinnar skólagöngu, þeirra, sem við öflun og vinnslu sjávarafla starfa. Vélstjóraskólinn var nýlega endurskipu- lagður. Hvernig er þá háttað þjálfun og fræðslu starfsfólks í fiskiðnaði? Því er fljótsvarað. Fisk- iðnaðurinn annast þessa þjálfun að mestu leyti sjálfur. Það er hin gamla þjóðlega kennsluað- ferð, menn læra af eigin reynslu og reynslu sér eldri manna, auk þess sem fiskiðnaðurinn hefir staðið fyrir námskeiðum og mun ég koma að því síðar. Ég hygg, að menn geti verið sammála um það, að þessi aðferð dugi ekki lengur. Nútíma þjóð- félag krefst annarra vinnubragða. Störfin í fisk- iðnaðinum verða æ flóknari og krefjast sífellt meiri fagþekkingar. Auk verklegrar kunnáttu þarf bóklega þekkingu á efnafræði, eðlisfræði og gerlafræði og að auki fræðilega þekkingu á fjölmörgum greinum matvælaframleiðslu, svo sem frystingu, söltun, niðursuðu, reykingu, lýsisvinnslu, skreiðarverkun, fiskimjöls- og dýra- fóðursframleiðslu, auk ótal margs annars, sem fiskvinnslufræðingar þurfa að kunna skil á. Framtíðarlausnin hlýtur að verða sú, að fagleg kennsla í fiskvinnslufræðum verði tekin upp í skólakerfið. Hver er þörfin? Á íslandi eru nál. 90 hraðfrystihús, nál. 190 saltfiskframleiðendur, nál. 180 skreiðarverk- endur, nál. 60 síldar- og fiskimjölsverksmiðjur, nál. 15 niðursuðuverksmiðjur, tvær lýsishreins- unarstöðvar, ein lýsisherzlustöð og auk þess margar síldarsöltunarstöðvar, lifrarbræðslur, harðfiskhjallar o.s.frv. Að sjálfsögðu eru marg- ar stöðvar með fleiri en eina verkun. Innan sumra þessara vinnslugreina er að finna mikla fjöl- breytni vörutegunda og vinnsluaðferða, einkum í hraðfrystiiðnaðinum þar sem fjöldi vöruteg- unda skiptir hundruðum. Útflutningur á frosnum fiski, saltfiski og skreið er að mestu leyti í höndum sölusamtaka framleiðenda. Útflutningur á saltsild er í hönd- um hálf-opinberrar stofnunar, Síldarútvegs- nefndar og útfiutningur á niðursuðu, lýsi, síldarmjöli og fiskimjöli er að mestu leyti í höndum einstaklinga og óháðra útflytjenda. Sumir útflytjendur, einkum sölusamtökin, veita tæknilega þjónustu og annast eftirlit með birgð- um og framleiðslu. Við þessi störf starfa nokkr- ir tugir manna, þar af nokkrir verkfræðingar og tæknifræðingar, en flestir hafa þessir starfs- menn ekki notið beinnar faglegrar eða tækni- legrar skólamenntunar. Allt eru þetta þó fag- menn á sinn hátt, og flestir hafa þeir sótt nám- skeið í ýmsum sérgreinum sem snerta þeirra daglegu störf. Á vegum ríkisins starfa matsmenn og eftir- litsmenn sem skipta tugum, kannski hundruð- um, ef með eru taldir þeir sem í hjáverkum meta saltfisk og skreið. Þessi hópur manna annast m.a. ferskfiskmat, útflutningsmat og eftirlit með bátum og vinnslustöðvum og afurðum. Þeir eru ráðnir eða skipaðir án tillits til fagþekk- ingar, hana fá þeir í starfi og á námskeiðum. Innan þessa hóps mun enginn, sem hlotið hefir háskólamenntun. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins annast eftirlit með niðursuðu og efnagreiningar á lýsi og mjöli ásamt annarri þjónustu fyrir fiskiðnað- inn, auk rannsóknarstarfa. Þar starfar hópur sérfræðinga og aðstoðarmanna. Verkstjórar í fiskiðnaðinum skipta hundruð- um og í hverju frystihúsi er fast starfslið í eftir- liti, allt að sex í stærstu húsunum. Þessari upptalningu er ekki ætlað að vera tæmandi, en hún ætti að sýna, að í fiskiðnað- „Bókvitið veróur inum eru fjöldamörg störf, sem krefjast sér- þekkingar. Mörg þessi störf munu í framtíð- inni krefjast aukinnar faglegrar skólamenntun- ar og aukinnar almennrar menntunar. Ég hef ekki enn minnzt á framkvæmdastjóra fiskvinnslustöðva. Þeir þurfa ekki aðeins á al- mennri viðskiptakunnáttu að halda, þeir munu í auknum mæli þurfa að afla sér þekkingar á rekstrartækni auk fagþekkingar í matvæla- fræðum. Námskeið bæta úr þörfinni. Sú aðferð að læra eingöngu af reynslu, sinni eigin og sér eldri manna, samræmist hvergi nærri þeim kröfum um fagþekkingu og vís- indaleg vinnubrögð, sem nútíma fiskiðnaður krefst. Forystumönnum fiskiðnaðarins er þetta vel Ijóst. Reynt hefur verið að bæta úr þessu utan fræðslukerfisins með stuttum námskeið- um á takmörkuðum sviðum, ýmist á vegum fiskiðnaðarins sjálfs, sjávarútvegsmálaráðuneyt- isins eða annarra aðilja. Þannig hefir t.d. Fiskmat ríkisins annast nám- skeið á vegum sjávarútvegsmálaráðuneytisins, og margir verkstjórar hafa sótt námskeið Verk- stjóranámskeiðanna. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og önnur sölusamtök hafa haldið fjölda námskeiða í ýmsum greinum. Sildarútvegs- nefnd hefir staðið fyrir síldarnámskeiðum, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins fyrir námskeiðum um fiskmjöl og lýsi og margt fieira mætti telja. Hvað gera útlcndingar ? Matvælatækni og matvælaverkfræði eru nú kenndar við fjölda háskóla um allan heim, og munu Bandaríkjamenn hafa orðið einna fyrstir til að koma á fót háskóladeildum í matvæla- vísindum. Þar í landi hefir líka sú þróun orðið, að framhaldsmenntun og sérmenntun hefir færzt að mestu inn í háskólana. í Noregi eru tveir framhaldsskólar í fisk- vinnslufræðum, almennur fiskvinnsluskóli í Vardö, rekinn af norska ríkinu, og niðursuðu- skólinn í Stavanger, rekinn af norska niður- suðuiðnaðinum. í Bretlandi er matvælatækni kennd sem há- skólagrein, en rannsóknarstofnunin í Torry (Aberdeen) heldur uppi námskeiðum fyrir fólk, sem vinnur í fiskiðnaðinum. asknna látið“ STÚDENTABLAÐ 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.