Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 19
ef lítilsvirðing þessa stúdents á þætti háskólans í menntun kennara speglar ekki að einhverju leyti rótgróin viðhorf innan háskólans, þau viðhorf, sem óhjákvæmilega eru samfara ofur- áherzlu á hið fræðilega og vísindalega mark- mið háskólastarfsins. Það er að sjálfsögðu enginn óhjákvæmilegur skaði að því, að skólakennarar séu vísinda- menn eða fræðimenn. En auk þess sem það er vafasamt, að nokkur tök séu á að sjá öllum skólakennurum fyrir akademískri hámenntun, er það öruggt, að slik menntun ein nægir þeim ekki nú. Þótt menntasprengingin svonefnda eigi eftir að færa háskólunum mikinn vanda að höndum, er og verður vandinn þó margfalt meiri á lægri skólastigum. Á mjög líkan hátt og háskólinn eru skólarnir enn því nær eingöngu sniðnir við eina tegund nemenda: þá sem hafa ekki aðeins getuna til að læra heldur vita hvað þeir vilja og til hvers er af þeim ætlazl í námi. Líkt og háskólinn gerir fyrirfram ráð fyrir þátt- töku stúdenta í fræðimannlegum áhuga pró- fessoranna, gera skólarnir ráð fyrir þvi, að nemendur hafi þegar tileinkað sér sjónarmið menntaðra manna. En hlutfallstala þeirra nem- enda, sem þannig eru að heiman búnir til skóla- göngu, lækkar nú ört, meðal annars vegna þess (sem annars er ekki rúm til að ræða hér), að stéttaskipting eftir menntun færist mjög í auk- ana í íslenzku þjóðfélagi, svo að hugtakið „menntaðir menn“ þrengist jafnt og þétt og takmarkast æ meir við þá, sem notið hafa langr- ar skólagöngu. Við hið arftekna hlutverk skólanna að miðla nemendum þekkingu bætist því í sívaxandi mæli allt annarskonar uppeldishlutverk, sem sé það að skapa hjá nemendum þann hugsunarhátt, sem gerir þá hœfa til aó lœra, færa um að nýta gáfur sínar og meðtaka þann fróðleik og þá vitsmunalegu þjálfun, sem hingað lil hefir verið áll við með orðinu menntun. Skólarnir hafa hér fengið nýtt uppeldislegt viðfangsefni runnið af félagslegum rótum, og það viðfangsefni verður hvorki skilið né leyst af öðrum en kennurum með rækilega menntun í uppeldisfræðum og þjóðfélagsfræðum. Og með uppeldisfræðum á ég síður en svo við kennslutækni eina saman, kunnáttu í að setja fram efni sinnar kennslu- greinar : það er vitsmunalegt uppeldi nemenda, sem um er að tefla, miðlun sjónarmiða og viðhorfa, sem eru forsendur fyrir árangurs- ríku námi. Varðandi þörf kennara á þjóð- félagsfræðilegri þekkingu nægir ef til vill að benda á það, að fyrir talsverðan hluta nem- enda merkir æðri menntun, jafnvel mennta- skólamenntun, nú þegar flutning milli stétta. Mér hefir skilizt á kunningjum mínum í kenn- araliði háskólans, að þau vandamál, sem hér um ræðir, séu ekki með öllu óþekkt innan veggja hans. Á hærri framhaldsskólastigum verða þau æ meir áberandi: þeim nemendum fjölgar þar ört, sem þurfa á þesskonar aðstoð og handleiðslu að halda sem menntun kennar- anna hefir sízt búið þá undir að láta í té. Ég vona að enginn skilji orð mín svo, að ég telji uppeldisfræðilega og lelagsfræðilega mennt- un kennara geta komið í stað menntunar í kennslugreinunum sjálfum. í því efni höfum við dýrkeypta reynslu annarra þjóða sem víti til varnaðar. En ég hika ekki við að fullyrða, að hversu góð sem fræðileg menntun kennara i kennslugrein sinni kann að vera, eru miklar líkur til þess, að lærdómur þeirra nýtist ekki í kennslunni, nema til komi þekking og skiln- ingur á þeim vandamálum nemenda, sem ekki varða námið í þrengsta skilningi; en þau vanda- mál eru uppeldisleg og þjóðfélagsleg. Fyrr eða seinna kemur að því, að háskólinn verður að horfast í augu við nákvæmlega sömu vandamálin og skólarnir eiga nú við að stríða. Skólarnir voru og eru illa undirbúnir að takast á við þau, enda sáu fáir þau fyrir. Háskólinn hefir enn tækifæri til að búa sig undir að mæta vandanum. Hvort honum tekst það, veltur að nokkru á því, hvort honum auðnast að losa í tæka tíð um eitthvað af þeim hömlum akadem- ískra hefða, sem enn standa alltof mörgum stofnunum af hans tagi fyrir þrifum um víða veröld. 19 Bókvitið verður í askana látið“ STÚDEIMTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.