Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 16
Staða menntamannsins Grein eftir Halldór Elíasson, stœrðfrœöing. Gildi þekkingar. Við íslendingar höfum ætíð talið okkur fróð- leiksfúsa þjóð, við elskum þjóðlegan fróðleik, eða gerðum það a.m.k. áður en ómenning tuttugustu aldarinnar reið yfir okkur. Með fróðleik mettuðum við sál okkar, en treystum á reynsluna til að halda í okkur líftórunni. Þetta var okkar gamla góða íslenzka menning. Nú, en hvað lærðum við þá af reynslunni annað en að halda lífi? Ekkert held ég, því fróðleikurinn eða bókvitið var sko ekki látið í askana. í lífs- baráttunni var það reynslan og brjóstvitið, sem dugði bezt. Þekkingaröflun var íþrótt eða list, jafnvel galdur. Þekking var djásn til að hengja utan á sig, en ekki tæki til athafna. Vissulega er reynslan nauðsynlegur þáttur í því að afla sér þekkingar, en hitt er ekki jafn sjálfsagt, að reynsla leiði af sér aukna þekk- ingu. Til þess verður að meta reynsluna og túlka hana, en til þess þarf þekkingu. Þekking er því forsenda þekkingaröflunar með reynslu. Starfsreynsla sker því ekki úr um hæfni. Þótt einhver hafi reynslu af því að sitja í nefndum, þá segir það lítið um hæfni hans til að sitja í tiltekinni nefnd. Reynsla af því að beita úreltri starfsaðferð er haldlítil, sérstaklega ef viðkom- andi veitir göllum aðferðarinnar ekki athygli. Einn megin tilgangurinn með námi er að gera einstaklinginn hæfan til að nýta reynslu til þekkingaröflunar. Án menntunar leiðir löng starfsreynsla oftast til stöðnunar. Þekking er þvi tæki bæði til framkvæmda og þróunar. Þetta tvennskonar gildi þekkingar verðum við að hafa í huga, ef við viljum meta menntunarþörf einstaklingsins. Það er ekki nóg að hafa í huga atvinnumöguleika hans, heldur verður einnig að hafa í huga hans eigin þroskamöguleika. Við getum kallað þetta vinnugildi og þroska- gildi þekkingar. Það eru einkum þessi gildi þekkingar, sem ég hef áhuga á hér, þótt fleira megi telja til. Þekkingu má vissulega nota til að setja sig á háan hest eða til að fara illa með náungann, það er ýmislegt þjóðlegt við hana svipað og fróðleikinn. Menntamenn á vinnumarkaði. íslendingar líta gjarnan á menntamenn sem stétt embættismanna, stjórnenda og sérfræði- legs þjónustuliðs ríkis og sveita. í samræmi við það gætir mjög góðs vilja hjá því opinbera til að ráða menntamenn í þjónustu sína, en aðrir atvinnurekendur hugsa sig rækilega um, áður en þeir leggja út í svoleiðis tvísýnu. Eða er það kannski eðlilegt hlutverk menntamanna að sinna þjónustustörfum eingöngu, en koma hvergi nærri frumframleiðslugreinum eða úrvinnslu- greinum. Ég held, að því sé ekki þannig farið í nágrannalöndum okkar, þótt menntamenn séu þar flestir í þjónustugreinum. Jafnvel þótt þungamiðja atvinnudreifingarinnar liggi í þjón- ustugreinum, þá er ekki þar með sagt að um opinbera þjónustu þurfi að vera að ræða. Hversvegna geta menntamenn ekki byggt upp sjálfstæðan þjónusturekstur. Þátttaka t.d. verk- fræðinga og viðskiptafræðinga í atvinnurekstri hér er mjög lítil, enda eru nú uppi raddir um, að þar þurfi úr að bæta. í hópi athafnamanna — hinnar ráðandi stéttar í atvinnulífinu — hefur ætíð verið lítill skilningur á því, að þeir geti eitthvað gang haft af menntamönnum. Athafnamenn okkar hafa yfirleitt rutt sér braut til áhrifa í atvinnulífinu með berum höndum, telja það lika einu réttu leiðina og eru lítt Túsir að hleypa þangað lang- skólagengnumglópum fyrirhafnarlítið. Athafna- maðurinn lítur sem sagt á menntamanninn sem keppinaut um áhrif og völd, en ekki sem vissa tegund af vinnuafli, eða hvað gæti hann svo sem sagt menntamanninum að gera? Það verður þó að vera hægt að stjórna starfsliðinu. Ekki er mér heldur grunlaust um, að mennta- menn vilji ógjarnan líta á sig sem samkeppnis- aðila á almennum vinnumarkaði. Menntamenn telja yfirleitt, að þeir hafi áunnið sér einhver réttindi umfram aðra með prófgráðu sinni. Vissulega er þetta eðlilegt sjónarmið um t.d. lækna, en hinsvegar er hætt við, að mennta- menn hafi tilhneigingu til að útfæra þessi dæmi á fieiri svið og breikka sífellt fylkingu embættis- manna, til að búa sjálfum sér hreiður. Spurn- ingin er, hvort menntamenn vilji opinberar reglur um menntunarkröfur í sem fiestum til- fellum, eða hvort þeir sætta sig við að treysta á eftirspurn eftir sérfræðilegum starfskröftum, sem mundi þýða, að þeir yrðu sjálfir að vinna að myndun þeirrar eftirspurnar. Hvernig var það með tannlækna og arkitekta, útveguðu þeir sér ekki vinnuna sjálfir? Ég hallast að því, að aðalástæðurnar fyrir lé- legri þátttöku menntamanna í atvinnulífinu séu: Brjóstvitstrú almennings. Embættisdekur menntamanna. Félagslegur vanþroski athafnamanna. Stjórnunarlegur vanþroski íslendinga. Mér virðist, að fiestir hér heima skilji með stjórnun, það að segja öðrum fyrir verkum, þ.e. stjórnun og verkstjórn sé eitt og hið sama, eða hið fyrra leiði a.m.k. hið síðara af sér. Stjórn- unarstaða er því nauðsynlegasta valdastaða samkvæmt þessum skilningi. Atvinnurekanda dettur ekki í hug að ráða til sín sérfræðing og láta hann starfa sjálfstætt að lausn vissra vanda- mála. Nei, atvinnurekandinn þarf sjálfur að hafa fundið, hvað þarf að gera, sem vitanlega sjaldan kemur fyrir, að hann geri, og síðan að stjórna verkinu. Ég held, að ekki sé um það að ræða, að atvinnurekandinn sé ekki reiðubúinn að taka áhættu. Hann gerir sér einfaldlega ekki grein fyrir eðli nútíma stjórnunar í sérhæfðu þjóð- félagi eða þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru. Hann getur ekki stuðlað að samvinnu ó- líkra starfshópa, eða gengið til samvinnu sjálfur á jafnræðisgrundvelli. Persónuleg völd, það er grundvöllur athafnamannsins og keppikefii. STÚDEIMTABLAÐ Bókvitið verður í askana látið“ 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.