Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 42

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 42
Frá Félagi tannlæknanema Tannlækna„deild“ Háskóla íslands er nú senn aldarfjórðungs gömul. „Deildin“ (eftirleiðis notað án tilvitnunafmerkja) hefur um margt sérstöðu innan háskólans. Hún er t.d. eina deild skólans, sem ekki er sjálfstæð, þ.e. fer ekki með stjórn eigin mála í samráði við yfirvöld háskólans, heldur þarf í öllum þeim málum, er ein- hverju varða, að hlíta úrskurði lækna- deildar. Hefur það fyrirkomulag reynzt ráðamönnum tannlæknadeildar mjög til erfiðisauka og gert stjórnun deildarinnar þunga í vöfum og svifaseina, enda virð- ist ærinn starfi að stjórna læknadeild- inni einni saman. Sú er önnur sérstaða deildarinnar, að candidatus odontologiae mun vera dýr- asti candidatus, sem Háskóli íslands menntar. Afleiðing þess er augljós, þegar í hlut á fámenn deild og skipta þarf mögrum sjóðum skólans í marga staði. Hin þriðja sérstaða deildarinnar er, að hafa nær frá öndverðu búið við hin hörmulegustu húsnæðisvandræði. Deild- in er nú til húsa í kjallara Landsspítalans, í mikilli óþökk húsráðenda, enda þarf stofnunin sjálf á húsnæðinu að halda til eigin starfsemi. Deildin hefur til umráða um 280 m,2 og fer þar fram öll verkleg kennsla II og III hluta stúdenta, sem er mikil. Þá ber að geta þess, að deildin hefur takmarkaðan aðgang að fyrir- lestrarsal læknanema o.fl. á 1. hæð Lands- spítalans. Það væri að bera í bakka- fullan lækinn að ræða húsnæðismál tann- læknadeildar ýtarlega á þessum vettvangi, en þess skal aðeins getið, að undanfarin tvö haust hefur verið takmörkun á inn- töku nýrra stúdenta í deildina, og hefur þá stúdentsprófeinkunn verið lögð til grundvallar. Síðan hefur verið samkeppn- ispróf að loknu eins vetrar námi í efna- fræði um þau sæti, sem laus væru í deildinni, og þeir, sem þar hafa orðið hlutskarpastir, loks endanlega verið inn- ritaðir með þeim fyrirvara, að deildin geti ekki heitið þeim kennslu lengur, en til ársins 1974, enda verði hún þá á götunni. Tannlæknanemar eru nú orðnir næsta langeygir eftir lausn húsnæðismála deildarinnar, en bjartsýnustu menn minn- ast þess þó, að Karþagó var að lokum lögð i eyði. Þó er skylt að geta þess, að tannlæknanemar hafa nú fengið ágæta lesstofu að Eiríksgötu 31. Félag tannlæknanema fer hins vegar algjörlega sjálft með stjórn eigin mála og starfar af miklum þrótti, innan þeirra marka, sem löng skólavist og fámenni setja. Tannlæknanemar í II og III hluta eru flesta daga í skólanum frá kl. 8 til a.m.k. 18, og þegar því lýkur, tekur við lestur kennslubókanna. Slikt setur félags- starfsemi allri nokkuð þröngar skorður. Félag tannlæknanema varð 20 ára á s.l. vetri, og var þeirra tímamóta minnzt með veglegri árshátíð. Var til hennar boðið öllum fyrrverandi formönnum fél- agsins auk fleiri gesta. Aðalræður kvölds- ins fluttu þeir Jóhann Finnsson, tann- læknir og kennari við deildina, en hann var aðalhvatamaður að stofnun Félags tannlæknanema og fyrsti formaður þess, og Helgi Magnússon, núverandi for- maður félagsins. Þótti 20 ára afmæli félagsins vel minnzt. Að venju fór félagið í tvo vísindaleið- angra á starfsárinu. í hinum fyrri var Páll tannlæknir Jónsson á Selfossi sóttur heim, en hinn síðari var farinn nú í haust til Akraness, þar sem starfa tannlækn- arnir Ingjaldur Bogason og Kristján Kristjánsson. Höfðu menn af ferðum þessum bæði gagn og gaman. Þá heldur félagið reglulega skemmti- og fræðslufundi. Á hinum síðasta hélt Sverrir Einarsson, tannlæknir í Vest- mannaeyjum, einkar fróðlegt erindi um ,,flúoriseringu“ vatns og vatnsveitumál Vestmannaeyinga, en þeir Eyjaskeggjar munu verða fyrstir hérlendis til að setja flúor i neyzluvatn til að draga úr tann- skemmdum. Félagið gefur út málgagn tannlækna- nema, eina tímarit á íslandi um tann- læknisfræðileg efni. Kemur það venjulega út 3-4 sinnum á ári. Þá hefur félagið mikil samskipti við erlenda tannlækninema, einkum á Norð- urlöndum og er aðili að alþjóðasambandi tannlæknanema (IADS) og sambandi norrænna tannlæknanema (NOS). Utan fóru á starfsárinu 5 tannlæknanemar, en 3 erlendir sóttu okkur heim. Við tannlæknanám við Háskóla Is- lands eru nú 43 stúdentar, þar af 16 í I hluta. Fámenni og langur vinnudagur skapa hins vegar nánara persónulegt samband milli kennara og nemenda. Slík samvinna, góð forysta og kennara- lið, ásamt mjög löngum starfsdegi tann- læknanemans, er í rauninni sá grund- völlur, sem tilvera tannlæknadeildarinnar byggist á við þær aðstæður, sem deildin býr nú við. Leonhard /ngi Haraldsson. Frá MÍMI Mímir, félag stúdenta í íslenzkum fræðum, var stofnaður árið 1946. Félags- talan var ekki ýkja há í fyrstu, en hópur- inn var samstæður, og félagið hélt uppi fjölbreyttri og þróttmikilli starfsemi. Er óhætt að segja, að alla tíð síðan hefur Mímir ekki sízt átt tilveru sína að þakka hinum mikla einhug, sem ríkt hefur meðal félagsmanna. Hin síðustu ár, eftir að nám í íslenzkum fræðum eftir gamla laginu var fellt niður, en BA nám tekið upp til fyrrihlutaprófs, hefur félagið að vísu breytt nokkuð um svip. Fjöldi félagsmanna hefur aukizt verulega og hópurinn orðið að sama skapi sundur- leitari en áður. En ekki er annað að sjá en Mími hafi tekizt að aðlaga sig þess- um breyttu aðstæðum. Að minnsta kosti hefur starfsemi félagsins ekki dregizt saman hin síðari ár nema síður væri. Nú í haust hefur sú breyting orðið á ytri aðbúnaði félagsins og félagsmanna, að flutt hefur verið í nýtt húsnæði, Árna- garð. í þeim veglegu húsakynnum njóta nú félagsmenn kennslu og lestrarað- stöðu. 5 Árnagarði hefur Mímir og fengið stórt og rúmgott herbergi til starfsemi sinnar, a.m.k. fyrst um sinn. Hyggja félagsmenn gott til veru sinnar í hinum nýju húsakynnum. Út á við mun Mímir kunnastur af blaðaútgáfu sinni, en félagið gefur út blaðið Mími, sem að jafnaði kemur út tvisvar á ári. Það flytur ýmis konar fræð- andi efni, er varðar íslenzk fræði. Eitt af hlutverkum Mímis er að standa vörð um hagsmuni félaga sinna. í þessu efni á félagið samleið með Félagi stúd- enta í heimspekideild en samband þess- ara tveggja félaga hefur ætíð verið hið bezta. Á nýliðnu starfsári hélt Mímir uppi blómlegri starfsemi að vanda, og verður nú vikið að því helzta. Fyrsti félagsfund- ur vetrarins var haldinn 12. nóv. Þar ræddi Sveinn Skorri Höskuldsson, lektor, um bókmenntarýni í erindi, er hann nefndi: „Frá ævisögum til nýrýni“. Fund- ur þessi var fjölsóttur, og urðu umræður Ijörlegar, en meðal gesta, sem til máls tóku, voru rithöfundarnir Einar Bragi og Thor Vilhjálmsson. 26. nóv. var haldinn félagsfundur, en þar íjallaði Aðalgeir Kristjánsson, skjala- vörður, um bréfasafn Brynjólfs Péturs- sonar, sem hann hafði þá nýlega fundið í skjalasafni í Kaupmannahöfn. Fundar- sókn var góð og erindi Aðalgeirs hið fróðlegasta. 13. des. var haldinn félagsfundur með nokkuð öðru sniði en venja er til. Voru fengnir ti! vísindamenn, úr hópi kennara stúdenta, að ræða eitt og annað, er varðar íslenzk fræði. Tóku þeir efnið föstum, en nokkuð frjálslegum tökum. Fundarmenn, sem voru allmargir, höfðu hina beztu skemmtan og ánægju af fundi þessum. 19. febr. ræddu þeir Þorleifur Hauks- son, stud. mag. og Sverrir Tómasson, stud. mag. um vandamál, sem upp koma við smíð prófritgerða. Var fundur þessi yngri Mímismönnum einkar gagnlegur. Hallfreður Örn Eiríksson, cand. mag., kom á fund í Mími 13. marz og ræddi um söfnun íslenzkra þjóðfræða. Var sá fund- ur hinn ánægjulegasti. Þorrablót var haldið enn sem áður, að þessu sinni í byrjun marz. Þar gafst mönnum kostur á að neyta ýmiss konar þjóðlegs matar og drykkjar, og skemmti- atriði voru mörg. Þá var stiginn dans, en það er nýmæli á þorrablóti Mímis, enda mæltist sú ráðabreytni misjafnlega fyrir. Mímir efndi til tveggja ferðalaga á ár- inu. Hið fyrra var farið í október. Var þá ekið á Kaldadal með það fyrir augurn að skoða Surtshelli, en ferðinni breytt í kynnisferð um Suðurlandsundirlendið. í júní efndi Mímir til tveggja daga ferða- lags í Öræfasveit. Veður var ekki með ákjósanlegasta móti þar eystra, en þrátt fyrir það tókst ferðin ágætlega vel í alla staði. í sumar efndi Mímir til kynningar- kvölds með erlendum stúdentum, er hér voru á sumarnámskeiði í íslenzku. Blönd- uðu menn þar geði hver við annan, og samnorrænn andi ríkti. Jón Hilmar Jónsson, sltid. mag. STÚDENTABLAÐ 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.