Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 45

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 45
þrjá kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um Há- skóla íslands, í upphafi hans segir svo, „Háskóli íslands starfar nú í þágu ríkj- andi þjóðskipulags og vinnur að við- haldi þess. Þannig bregzt hann þeirri þýðingarmiklu skyldu sinni að vera upp- spretta víðsýni og nýrra hugmynda um þjóðfélagsmál". Nýsköpun Háskóla íslands er meðal aðaláhugamála Verðandi, þess vegna var það okkur Verðandi-mönnum mikil á- nægja, að fá þetta álit okkar, á núver- andi stöðu Háskólans í þjóðfélaginu, svo rækilega staðfest sem raun ber vitni í Háskólaskýrslunni en einnig í sjónvarps- viðtali við formann Háskólanefndarinn- ar. í Háskólaskýrslunni er bent á leiðir til eflingar Háskólanum og til að gera hann hæfari til þess hlutverks, sem ísland framtíðarinnar krefst. Nú ríður því á miklu fyrir íslenzku þjóðina, að ekki verði látið sitja við orðin tóm, heldur verði Háskólinn stórefldur og honum þannig gert kleift að gegna hlutverki sínu á komandi árum. í öðrum kaflanum, sem fjallar um innanríkismál segir meðal annars: „Verð- andi tekur þátt í baráttu alþýðunnar fyrir bættum lífskjörum og félagslegum umbótum. Til þess að raunhæfum kjara- bótum verði náð, þarf að auka verð- mætasköpunina í þjóðfélaginu, festu í efnahagsmálum og róttækar aðgerðir til að minnka tekju- og eignamismun þegn- anna.“ Kaflanum um innanríkismál lýkur á þessum orðum: „Verðandi lýsir sig and- víga þeim aðgerðum, sem beitt er í ís- lenzkri stjórnmálabaráttu og varðar við andlegu aðgerðarleysi þjóðarinnar, sem haldið er við með forheimskandi austri úr fjölmiðlunartækjum." Af innlendum vettvangi ber hæst, þessa stundina, umsókn íslands um aðild að Fríverzlunarbandalagi Evrópu. Það er mál, sem á eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þjóðina, hvort sem að aðild verður eða ekki. Því leggur Verð- andi á það þunga áherzlu, að nú verði ekki rasað um ráð fram, heldur reynt með öllum tiltækum ráðum, að fá úr því skorið, á hvern hátt hægt sé að há- marka velferð þjóðarinnar og ákvörð- unum síðan hagað í samræmi við þær niðurstöður. í þriðja kafla stefnuskrárinnar, sem heitir ísland og umheimurinn, segir með- al annars: „íslendingar eiga að hafa vinsamleg og fordómalaus samskipti við allar þjóðir, en herða ber baráttuna gegn kúgun og misrétti í öllum ríkjum.“ Helztu vandamálin, sem blasa við mannkyninu í dag, eru hin öra fólks- fjölgun, eitrun andrúmsloftsins og meng- un vatna og sjávar. Öll eru þessi vanda- mál þess eðlis, að þau verða ekki leyst nema með samvinnu allra þjóða. En til þess að sú samvinna geti átt sér stað, verða sem flestir, að gera sér ljóst, að það er hagur allra þjóða að þau verði leyst. Þeir sem lifa á Jörðinni eru fyrst og fremst íbúar hennar, og hafa ekki efni á að skipta sér í litla ímyndaða hagsmuna- hópa, ef Jörðin, með öllu því sem á henni er, á ekki að tortímast. Verðandi er réttur vettvangur allra þeirra stúdenta í Háskóla íslands, sem vilja gera sitt til lausnar þeim vanda- málum sem hér hefur verið minnst á og margra annarra. Helg i Be rgs ,stud. o econ. HVER MIÐIVINNUR Þú kaupir auðvitað miða f von um vinning. Fjórðungs- líkur á miða. Happdrætti SÍBS býður aðeins eina röð og aðeins heilmiða og verð- ið óbreytt. Og svo færðu vinning og ert harla ánægð- ur. Og jafnvel þótt þú vinn- ir ekki, geturðu samt verið ánægður og sagt við sjálf- an þig: „Peningunum var vel varið. Ég styð sjúka til sjálfsbjargar." 1MILUÓN í DESEMBER 11 il ll 11 11 I i II II II 11 11 11 II II II II 11 II 11 11 11 II II II 11 Allt skal með varúð vinna. Þér leitið gæfu og gengis. Það gera allir menn, hver með sínum hætti. Ef til vill leggið þér hart að yður oð afla fjölskyldu yðar lífsgæða; að eignast hús og búa það tækjum og munum; kaupa bíl, fasteignir, fyrirtæki. En gleymið ekki að allt skal með varúð vinna. Því fleira sem þér eigið, því fleira er í hættu. Tryggíng er nauösyn, því að enginn sér við óhöppum. I einu símtali fóið þér líftryggingu, slysatryggingu, tryggt hús í smíðum, tryggðan atvinnurekstur, bruna- tryggingu, ferða- og farangurstryggingu, bifreiða- tryggingu. Eitt símtal viJ5 Almennar tryggingar og þér búið við öryggi. ALM EN NAR TRYGGINGAR “ PÓSTHÚSSTR4ITI • SfMI 17700 W II ©II 1 I I I II § II I II II II II I I II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II '/ 45 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.