Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 25
kominn. Tveir aðrir hafa tekið master- (M.Sc.) próf við bandaríska háskóla, og stóðu báðir sig vel, og sá þriðji er í námi þar. Þess ber að geta, að allir þeir menn, sem í ofannefndu framhaldsnámi hafa verið, hafa útskrifazt frá Framhaldsdeildinni eftir tveggja vetra nám, en þeir nemendur, sem útskrifuðust vorið 1968 voru fyrsti árangurinn, sem lauk þriggja vetra námi samkvæmt reglugerðinni frá 1965. Ofangreind atriði verður öll að hafa í huga, þegar leitað er svars við þeirri spurningu, hvaða hlutverki Háskóli íslands geti gegnt og eigi að gegna í æðri landbúnaðarmenntun á Islandi í nánustu framtíð. Þegar dæma á um gildi námsins á Hvanneyri, virðist eðlilegt, að undirbúningsnámið undir Framhaldsdeildina verði metið af hlutlausum aðilum, og þar verði búnaðarskólaprófið metið að verðleikum, því að sú almenna þekking, sem það veitir á landbúnaði, getur vegið all- verulega á móti stuttu námi í þeim mennta- skolafögum, sem takmarkað gildi hafa, þegar farið er í landbúnaðarnám. Þá ber og að hafa í huga, að undirbúnings- deildin opnar leið að langskólanámi þeim ungl- ingum úr sveitum, sem seint ákveða sig með langskólanám. Hún gefur þeim tækifæri til að komast til mennta á tiltölulega stuttum tíma, en með tiltölulega miklu álagi. Þessa leið fara tæpast aðrir en þeir, sem eru i senn ákveðnir og duglegir, og þeir menn geta orðið atvinnu- vegunum mikils virði. Þess vegna getur náms- leið eins og sú, sem nú er fær í Framhalds- deildina á Hvanneyri að sumu leyti orðið meira virði en stúdentspróf eitt sér. Þess er því að vænta, að hægt yrði að samþykkja undir- búningsdeildina á Hvanneyri og önnur undir- búningsskilyrði undir Framhaldsdeildina sem jafngildi stúdentsprófs, eftir atvikum með ein- hverjum breytingum. Ef af því yrði, kæmi næst til athugunar, hvort sú kennsla, sem nú er veitt á Hvanneyri, væri betur staðsett annars staðar og þá sérstaklega við Háskóla íslands. Þar kemur strax í ljós, að þau fög, sem kennd eru á 1. ári í Framhaldsdeildinni, eru líka kennd við Háskólann. Þess vegna virðist vel geta komið til greina, að 1. árs kennslan færi fram í Reykjavík við Háskólann, ef þar fengist hús- rými, aðstaða og kennslukraftar til að sinna þeirri kennslu betur heldur en nú er gert á Hvanneyri. Kennslukraftar fyrir þessa kennslu eru nú fyrir hendi við Háskólann, en meiri vafi er á, hversu auðfengin aðstaða og húsnæði yrði a.m.k. fyrst um sinn. Fögin, sem kennd eru á 2. og 3. ári í Fram- haldsdeildinni á Hvanneyri, eru að mjög litlu leyti kennd við Háskólann, og Háskólinn hefur ekki á að skipa kennslukröftum til að kenna aðalfögin á 2. og 3. ári. Kennsla á 2. og 3. ári gæti farið fram í Reykja- vík með því að virkja sérfræðinga Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins og Búnaðarfélags íslands til kennslu, og þessar stofnanir hafa yfir meiri og fjölbreyttari kennslukröftum að ráða heldur en Hvanneyri. Það væri líka æskilegt, að sérfræðingarnir sinntu háskólakennslu að einhverju leyti samtímis rannsóknastörfum, bæði vegna sjálfra sín og nemendanna. Þó hefur Hvanneyri þann kost umfram Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, að á Hvanneyri er bú- rekstur og tilraunastarfsemi á sviði jarðræktar, búfjárræktar og véltækni við bæjardyrnar. Rann- sóknastofnun landbúnaðarins hefur tilrauna- stöð í jarðrækt á Korpúlfsstöðum, en hún hefur ekki yfir neinu landrými að ráða í næsta ná- grenni stofnunarinnar til búrekstrar. Sú til- raunastarfsemi á sviði búfjárrannsókna og vél- tækni, sem Rannsóknastofnunin hefur með höndum og stytzt er frá stofnuninni sjálfri, er einmitt staðsett á Hvanneyri. Endanleg lausn á þessum málum, sem allir geta við unað, fæst sennilega ekki fyrr en eftir alllangan tíma. Sú lausn þarf að vera í því fólgin, að fram- haldsmenntun í búvísindum í landinu sjálfu verði sem bezt. Lokapróf úr þeirri framhalds- menntun þarf að verða fullgilt háskólapróf. Til kennslunnar þurfa að veljast færustu kennarar, sem völ er á í landinu á hverjum tíma. Náin tengsl þurfa að vera á milli kennslu og rannsóknastarfa, og aðstaða til verklegrar kennslu og margháttaðrar sýnikennslu i beinum tengslum við umfangsmikinn búrekstur þarf að vera fyrir hendi á þeim stað, þar sem kennslan fer fram. Hér verður ekki farið nánar út í tillögugerð um það, með hvaða móti þessi lausn fáist. En til þess að bendingar fáist um það, hvaða á- kvarðanir þarf að taka í þessum málum á næst- unni, virðist ástæða til að velta fyrir sér eftir- farandi spurningum: Hefur Háskóli íslands áhuga á að taka að sér 1. árs kennslu þeirra, sem hefja nám í bú- vísindum í landinu ? Er Háskólinn reiðubúinn til að gefa þeirri kennslu akademiskan stimpil, þó að hluti nem- enda hafi aðra undirbúningsmenntun heldur en stúdentspróf? Hefur Rannsóknastofnun landbúnaðarins tök á að byggja upp sömu aðstöðu til búrekstrar, verklegrar kennslu og alhliða tilraunastarfsemi hér i nágrenni Reykjavíkur eins og nú er fyfir hendi á Hvanneyri? Er Rannsóknastofnun landbúnaðarins undir það búin að öðru leyti að taka við allri þeirri kennslu, sem nú fer frant við Framhaldsdeild- ina á Hvanneyri á 2. og 3. ári? Verður hægt að koma á fót þeirri samvinnu, að Háskólinn sjái um kennsluna á 1. ári, Hvann- eyri verði efld að starfsliði og aðstöðu til fjöl- breyttari rannsóknastarfa en nú er og þar verði séð um kennsluna á 2. og 2. ári, en Rannsókna- stofnun landbúnaðarins veiti eins árs aðstöðu til sérmenntunar þeim mönnum sent áhuga hafa á framhaldsnámi erlendis og lokið hafa þriggja ára námi frá Hvanneyri? Svörin við þessum spurningum liggja ekki ljós fyrir, en því aðeins er svara að vænta, að spurningarnar séu bornar fram. „Bókvitió veróur i nskana látió“ 25 STÚDEIMTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.