Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 35

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 35
Háskólaannáll Fyrsta vetrardag, þann 25. október var Há- skóli íslands settur í samkomuhúsi skólans og hófst þar með 58. starfsár hans. Voru þar saman komnir stúdentar, jafnt nýir sem eldri ásamt kennurum sínum. Þá voru og viðstödd forseti íslands, herra Kristján Eldjárn og frú og menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason og frú. Hinn nýkjörni rektor Magnús Már Lárusson flutti setningarræðuna og hóf mál sitt með því, að lesa upp skeyti frá fyrirr nnara sínum, Ármanni Snævarr. Sendi Ármann þar alúðar- kveðjur sínar til rektors, kennara og stúdenta. Þegar Ármann lét af embætti hafði hann gegnt því í níu ár samfleytt og lauk Magnús Már rektor miklu lofsorði á hann og störf hans í þágu skólans. Síðan sagði rektor, að hann hefði tekið við kjöri þann 14. maí s.l. og þá með nokkru hiki. Nú gengi hann til þessa starfs með þeim einlæga ásetningi, að leggja sig allan fram og vildi hann gera að kjörorðum sínum: „Miskunn og sannindi, réttvísi og friðsemi". Næst vék rektor að ýmsum þáttum í hinu margþætta starfi Háskólans og verður nokkuð að því vikið hér. Álit Háskólanefndar. í ræðu sinni gat rektor hins ýtarlega nefndar- álits Háskólanefndar, sem kom út í haust. Er það ærið yfirgripsmikið og eiga nú ráðamenn Háskólans eftir að ræða það sín í milli og gera þær tillögur, er þeim þykja standa til nokkurra úrbóta. Vilja þeir hraða þvi sem mest, að tillögur nefndarinnar komist til framkvæmda og er það enn eitt dæmið um þann hug, sem nú er í mönn- um um þróun Háskólans. Taldi rektor, að tvennt í þessu nefndaráliti yrði þó, að láta sitja í fyrir- rúmi fyrir öðru. Væri það annars vegar bygg- ingarþjónustan og hins vegar samstarfsnefnd Háskólans við menntamálaráðuneyti og fjár- málaráðuneyti. Húsnæði Háskólans. í byrjun þessa vetrar var hið nýja hús, Árna- garður tekið í notkun. Hefur það verið í smíðum í nokkur ár og var enn ekki að fullu lokið, er kennsla hófst í haust. Var því vinnu haldið á- fram og má nú segja, að smiðshöggið hafi verið rekið á þessa langþráðu byggingu Háskólans. Árnagarður hefur leyst mikinn vanda, jafnvel alveg komið í veg fyrir það vandræðaástand, að prófessorar þurfi í byrjun kennslustundar að arka um skólann með nemendur sína í leit að kennslustofu. Gera ráðamenn skólans sér vonir um að innan fárra ára verði þarna fullmótaðar stofnanir í sögu, bókmenntasögu og málvís- indum. Hefur Orðabók Háskólans fengið þarna fastan sess fyrir nokkru. En Árnagarður er hvorki lokatakmark né endanleg lausn því að á hverju ári skýtur upp fleiri og fleiri hvítum koll- um. Háskólinn á því fyrir höndum, að reisa hús- næði fyrir lagadeild og verkfræðideild og ekki sízt tannlæknadeild. Og ekki má gleyma „vand- ræðabarni Háskólans“, læknadeildinni, sem fyrir löngu hefur sprengt af sér gömlu flíkurnar. Allur aðbúnaður í Atvinnudeildarhúsinu hefur batnáð mikið og standa vonir til að hægt verði, að fá allt húsið til notkunar á næsta hausti. Háskólinn hefur einnig fengið leiguhúsnæði í gamla iðnskólahúsinu í Vonarstræti. Er sá leigusamningur til fjögurra ára. Þá fékk Háskól- inn í byrjun þessa vetrar nokkur húsgögn, sem hafa bætt mikið aðstöðu stúdenta í kennslu- stofum og fyrirlestrarsölum. Háskólabókasafn. Á síðast liðnu hausti komu hingað út tveir merkir safnmenn til þess að skipuleggja og leggja drög að þjóðarbókhlöðu. Eru þetta þeir Harald Tveterás, ríkisbókavörður Norðmanna og Edward Carter frá Bretlandi. Hófu þeir starf með landsbókaverði og háskólabókaverði. Vænta menn mikils af þeirra hingaðkomu og að Háskólabókasafnið njóti góðs af, en starfs- skilyrði þess eru nú heldur bág. Safnið er ætlað ölluin þeim stúdentum, sem við skólann eru auk 200 manna kennaraliðs og annarra utanað- komandi notenda, en við safnið vinna aðeins þrír fastir menn, auk stúdenta í bókasafns- fræði. Safnið er og ætlað sem lesstofa, en engin tök eru á að allir sem vilja komist að. Gjafir og styrkir. Háskólanum hafa borizt margar góðar gjafir. M.a. 10.000 krónur fyrir afnot af kapellunni. Þá komu frá Alexander von Humbolt stofnun- inni ultramikrotom-tæki til afnota á Keldum 35 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.