Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 3
Lesið jólaguðspjallið. Lúk. 2, 1—14.
Gfe? IL Betlehem, til barnsins
vil jeg fara með barnahóp
og Drottins englaskara. En
á þeirri leið ætla jeg að
koma við i Rómaborg. Jóla-
guðspjallið bendir mjer á, að jeg
slculi koma þar við. I jólafrá-
sögunni er nefndur keisari, sem
hjet Ágústus. Hvernig væri að
nema staðar hjá hinni veglegu
höll hans. Hvar er hún? Höllin
er horfin. í Rómaborg er staður
einn, er Palatin heitir. Þar sjást
margvíslegar rústir. Á hæð þess-
ari voru í fornöld margar skraut-
legar byggingar. Þar voru hallir
keisaranna. Þar fæddist Ágústus.
Þegar jeg fyrir nokkrum árum
átti því láni að fagna að standa
á þeim stað, palatinsku hæðinni
í Róm, hafði jeg ineð mjer Nýja
testamentið og las orði til orðs
jólaguðspjallið. Jeg lokaði aug-
unuin og mjer fanst jeg sjá mar-
marahöll keisarans. Jeg hugsaði
um jólanóttina, hina heilögu nótt.
Það blikar á vopn varðmann-
anna. Mjer leyfist ekki að ganga
inn í höllina, jeg fæ aðeins að
gægjast inn í hallargarðinn. En
er það ekki einmitt keisarinn
sjálfur, sem gengur þar milli
trjánna fram hjá gosbrunnunum?
Honum er gefið mikið vald, og
jólasagan segir frá því, hvernig
skipunum hans var hlýtt, er
menn fóru hver til sinnar borg-
ar til þess að láta skrásetja sig.
Jeg er staddur á palatinsku
hæðinni og horfi yfir Róm,
horfði á hina mörgu kirkjuturna.
Höll keisai’ans er horfin. En
hvernig stendur á því, að kirkj-
urnar eru svo margar?
Jeg sest niður og les jólasög-
una aflur. Jeg les um vegmóða,
fátæka rnóður. Engin höll var
henni opin, ekki einu sinni rúm í
gistihúsi. En inn í fjárhús komst
hún, og þar fæddi hún son sinn,
vafði hann reifum og lagði hann
í jötu. Jeg hlusta á boðskapinn,
sem englarnir fluttu hirðunum.
Nú skil jeg, af hverju kirkju-
turnarnir eru svo margir. Á heil-
agri nótt fæddist barn, sem varð
voldugra en allir keisarar. Þess
vegna eru nú haldin heilög jól og
kirkjunum er alt af að fjölga og
það bætist alt af við þann hóp,
sem syngur jólasálma. Það fædd-
ist barn og var lagt í jötu. Það
er þessu barni að þakka, að
mörgum hlýnar nú um hjarta-
rætur, og hver veit tölu þeirra,
sem á heilögum jólum halda í
anda til Betlehem? Þeir sjá ekki
voldugan keisara, þeir sjá ekki
viðhafnardýrð í höll hans. En
hvað sjá þeir? Hvað sjáum vjer?
Fátæka móður, litið barn.
Frá þessu barni er sigurkraft-
urinn, sem gefinn var hinum
mörgu, sem i borg keisarans
gengu lofsyngjandi í dauðann
fyrir trú sína. Nafni þessa barns
eru hinar veglegustu kirkjur
helgaðar, einnig litla sveitakirkj-
an, þar sem þú varst barn á jól-
urn, einnig kirkjurnar lijer i
Reykjavík, þar sem nú eru sungn-
ir jólasálmar. Hvað fær jafnast
á við áhrifavald barnsins, sem
var reifað og lagt í jötuna? Á-
hrifin frá þessu barni ná til litla
barnsins, sem í kvöld sofnar með
jólagjöfina sína i fanginu. Kær-
leikurinn frá barninu, sem fædd-
ist í Betlehem, nær einnig til
þess manns, sem nú iðrast og
grætur, er hann horfir á barnið
í jötunni. Huggunin frá þessu
barni nær til hinna þjáðu og
sorgbitnu.
Barnið í jötunni horfir bros-
andi á alla. Bros þess flytur
hverjum þeim, er á það horfir,
þessa kveðju: Guð elskar þig.
Þeir, sem fást til að nema
staðar hjá jötunni í Betlehem,
finna allir hið sama er barnið
horfir á þá. Þeir finna sinn eig-
in vanmátt, en sjá um leið barns-
ins mikla mátt. En þessi máttur
jólabarnsins á að verða oss til
blessunar. Þá getum vjer haldið
sönn jól, heilög jól, og minni
jólagleði megum vjer ekki láta
oss nægja.
Þessi jólagjöf er boðin oss öll-
um. Engillinn segir í jólaprjedik-
un sinni: „Jeg boða yður mik-
inn föguuð, sem veitast mun öll-
um lýðnum“. Þessi fögnuður er
handa oss öllum. Hanu er handa
þjer, sem nú ert að lesa þessi
jólaorð, og hann er handa þeim,
sem þú talar við, handa þeim,
sem þú hugsar um og biður fyr-
ir nú á jólunum.
Leyfum heilögum jólahugsun-
um að komast að hjarta voru.
Hvar er nú vald Ágústusar keis-
ara? En hvar er vald barnsins í
Betlehem? Hve mörgum veitir
|>að barn gleði á þessum jólum,
já, á hverjum degi?
Förum að dæmi hirðanna, sem
sögðu: „Vjer skulum fara rak-
leiðis til Betlehem og sjá þennan
atburð“. Tökum eftir kærleiks-
brosi jólabarnsins. Þá sannfær-
umst vjer um, að kærleikur
Guðs er ætlaður oss. Jólafriður-
inn er í hjarta voru, velþóknun
Guðs er yfir oss og hjartað verm-
isl í hinni skæru jólabirtu. Leyf-
um Jesú Kristi að hafa áhrif á
hjörtu vor. Þá hölduin vjer
heilög jól. Segjum með heilagri,
harnslegri jólagleði: Til Betle-
hem, til harnsins vil jeg tara.
Amen.