Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 16
16
F Á L Iv I N N
Hljómlist gerir jólin ánægjulegust.
Gefið því heimilinu og heimilisvinum góða
grammófónplötu eða nótnahefti
í jólagjöf.
Við bjóðum yður alt það besta sem fram er komið,
hvort sem er um gamla eða nýja hljómlist að ræða.
Öll jóíaiögin sungin eða spiiuð á plötu
í mörgum útgáfum með íslenskum og útlendum texta-
Hljóðfærahúsið.
í
Leðurvöru-Jólagjafir:
Dömuveski í stóru og fjölbreyttu úrvali, í nýustu tísku.
Seðlaveski og Buddur fyrir karla og konur
í mjög smekklegu úrvali.
Skjalamöppur, Skjalatöskur, Handtöskur
af nýustu gerð í fjölbrevttu úrvali.
Ferðatöskur með snyrti- og burstaáhöldum
er kærkomin tækifærisgjöf fyrir karlmenn sem konur.
Verð við hvers manns hæfi.
Leðurvörudeild Hljóðfærahússins.
^o"00o0ooOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO„00oO'o°/
®o°°O0'
°o°
O
o
O “o*
o S_______
O o„ o.
— O o •
'booooíO
OQ
99 (
Islagfi66
Eftir P. G. Wodehouse.
o
o
o
Dagurinn reis bjartur og fagur, og
eins og vandi minn var, um þær
mundir, lá jeg í baðkeri minu og var
að syngja „Sonny Boy“, er jeg heyrði
alt í einu mjúkt fótatak, og rödd Jeev-
es smaug gegn um hurðina:
— Afsakið, lierra ....
Jeg var einmitt kominn að þeim
kafla í kvæðinu þar sem „englarnir
eru einmana“ og taka verður á öllum
sínum sönggáfum til þess, að endir-
inn vcrði sem áheyrilegastur. Samt
sem áður staðnæmdist jeg og mælti:
— Tala þú, Jeeves.
— Mr. Glossop, herra.
— Nú, hvað er um liann?
— Situr i dagstofunni, herra.
— Er það hann Tuppy Glossop?
— Já, herra.
— Og er í dagstofunni?
— Já, herra.
— Vill hann tala við mig?
— Já, herra.
— Hm.
— Ha?
— Jeg sagði bara hm. Og jeg skai
gjarna segja lesaranum, hversvegna jeg
sagði bara hm, en ekki eitthvað ann-
að. Það var af því, að saga þjóns
míns hafði komið eins og fjandinn úr
sauðaleggnum. Út af viðburði, sem
orðið hafði í „Piparklúbbnum", hafði
orðið dálitið kalt á milli okkar Gloss-
ops, ef jeg mætti svo segja. Því fanst
mjer það, vægast talað, dálítið und-
arlegt, að hann skyldi vitja mín
á mínu eigin lieimili, einmitt á ]>eim
tíma, sem hann hlaut að vita, að jeg
var i baði, og þar af leiðandi vel sett-
ur, hernaðarlega, til þess að þeyta
rennblautum svamp í smettið á lion-
um.
Jeg lioppaði upp úr kerinu, huldi
nekt mína með tveimur handklæðum,
og strikaði inn í dagstofuna. Þar
fann jeg Tuppy slcinnið þar sem liann
sat við hljóðfærið og spilaði „Sonny
Boy“ með einum fingri.
— Nú, nú, sagði jeg og reyndi að
vera eins hrokafullur og jeg gat.
— Hæ, halló, Bertie, sagði Tuppy. —
Jeg er hingað koininn til að tala við
])ig um áríðandi málefni.
Svei mjer ef skarfurinn var elcki í
einhverri vondri klípu. Hann flutti sig
yfir að arinhillunni og mölvaði blóm-
vasa í þeim svifum.
— Sannleikurinn er sá, að jeg er
búinn að trúlofa mig.
— Trúlofa þig, þó, þó?
— Já, trúlofa mig, svaraði Tuppy
og Ijet um leið ljósmynd, sem hann
hafði telcið á hillunni, detta á gólfið
og brotna .... — Það er að segja,
svo gott sem ....
— Svo gott sem . . . . ?
— Já, og jeg þori að bengja mig
upá, að þjer kemur til að lítast vel á
hana, Bertie. Hún heitir Cora Bellinger
og er að læra ópcrusöng eða þessliátt-
ar söng. Þú ættir að lieyra þá indælis
rödd, sem hún hefir í barkanum. Auk
þess liefir hún dökk, skínandi augu og
voða stóra sál.
— Hvað meinarðu eiginlega?
— Sjáðu nú til. Áður en liún giftist
mjer, vill liún komast að sannleik-
anum um eitt atriði. Því, — hvort sem
það stafar af stóru sálinn eða ein-
liverju öðru — þá litur hún svo af-
skaplega alvarlega á lífið og alt, sem
í þvi er — og sjerstaklega hefir hún
megnustu óbeit á öllu glensi og
brekkjum. Hún hefir sagt, að ef hún
fyrirfyndi eitthvað slíkt í fari minu,
skyldi hún aldrei framar lita mig
rjettu auga. En nú stendur svo fjanda-
lega á, að hún virðist hafa heyrt á-
væning af þvi, sem fór fram okkar í
milli í Piparklúbbnum. Þú ert nátt-
úrlega búinn að gleyma því, Bertie?
— Nei, ])ú getur bölvað þjer uppá,
að því gleymi jeg ekki fyrsta kastið.
— Jeg meina heldur ekki beinlinis,
að þú hafir gleymt þvi, en jcg veit, að
enginn hlær hjartanlegar en þú, cf á
það er minnst. Og nú kemur að þvi,
sem jeg ætla að biðja þig um, heila-
kallinn minn, og það er að taka hana
Coru á eintal, liið allra fyrsta, og
sannfæra hana um, að engin tilhæfa
sje í sögunni. Hainingja mín er í þinni
liendi, Bertie — þú skilur hvað jeg
meina.
Nú, auðvitað, fyrst svona stóð á,
gat jeg ekki almennilega neitað Tuppy
ræflinuin um bónina, ]>ví jeg og mín
ætt liöfum ýmsar mannúðarrcglur
mjög í heiðri.
— Gott og vel, sagði jeg, en þvi fór
fjarri, að mikill gleðihreimur væri í
röddinni.
— Þú ert indælis náungi.
— Hvenær get jeg þá náð tali af
þessum djeskotans kvenmanni?
— Hún er andskotans enginn dje-
skotans kvenmaður, Bertie sæll. Jeg
hefi undirbúið þetta alt saman. Jeg
ætla að koma með hana hingað til þín
i dag og jeta svo þjer til samlætis og
skemtunar.
— Hvað scgirðu?
— Klukkan liálftvö. Hjett. Ágætt.
fyrirtak. Þalcka þjer ámátlega. Jeg
vissi að jeg gat reitt mig á ])ig.
Glossop strunsaði út en jeg fór
fram að tala við Jeeves:
— Mat handa þremur í dag, Jeeves.
— Gott og vel, herra.
— Mjer finnst þetta .... livað á jeg
að segja .... ganga full-langt. Þú
manst kanske, Jeeves, að jeg sagði þjer
frá því, sem gerðist i Piparklúbbnum,
milli okkar GIossops?
•—• Já, herra.
— Mánuðum saman liefir mig
dreymt um greypilega liefnd. En í
staðinn fyrir það, á jeg nú að fara
að troða mat i liann og þennan kven-
mann lians, og svo vera góði engillinn
þeirra á eftir í þokkabót.
Það væri lýgi að segja, að jeg hafi
orðið á „sama máli og síðasti ræðu-
maður“, um þessa Bellinger-kvensu.
Þegar hún lenti á dyramottunni hjá
mjer, lcl. 1.25, reyndist hún vera i
miðþyngdarflokki og kring um 30
vetra, eftir útliti að dæma. Augnaráð-
ið var skipandi og hakan var þannig,
að jeg fyrir mitt leyti, liefði liehlur
kosið að stýra framhjá henni. Mjer
þótti hún einna líkust því, sem sem
Kleópatra gamla hefði orðið, ef henni
liefði orðið það á að fara að lifa á
káli og súrheyi. Jeg veit skrambann
ekki, livernig á því stcndur, en mjer
finst altaf kvcnfólki, sem kemur eitt-
livað nærri óperunni, þó það sje ekki
liema að læra til liennar, liætti svo við
að hlaupa i spik. En hvað kom mitt
álit málinu við; Tuppy virtist altek-
inn. Framkoma lians, bæði meðan
máltíðin slóð yfir og eins á eftir, gaf
til kynna, að hann hugsaði um það
eitt að geðjast lcvenmanninum sem
allra best. Það var hrygðarmynd að
sjá, hvernig ástin hafði leikið mann-
skepnuna. Það var, að minsta kosti,
lcappnóg til að taka frá mjer alla
matarlyst.
Iílukkan hálfþrjú fór Bellinger-
kvendið í söngtíma. Tuppy hrokkaði á
cftir henni út að dyrunum og tvísteig
l>ar jarmandi um liríð, en sneri sjer
þvi næst að mjer aftur og leit fast á
mig:
— Jæja, Bertie?
— Jæja, hvað?
—- Jeg meina, er liún ekki . . . . ?
— 0, sei-sci jú, svaraði jeg til að
þóknast mannrolunni.
— Eru ekki augun yndisleg?
— Því elclti það?
— Og vöxturinn?
— Ekki lield jeg liann sje ainalegur.
— Og röddin?
Um þetta atriði gat jeg talað af dá-
litið meiri sannfæringu. Kvenmaðurinn
liafði, eftir áskorun Tuppys, sungið
nokkur lög, áður en hún rjeðist í fóð-
urtrogið, og enginn gat neitað því, að
öskurtækin voru i prýðilegu lagi. Sem
sönnun þess má nefna, að gipsið var
ennþá að hrynja úr stofuloftinu.
— Hún er liræðileg, svaraði jeg, á-
kveðinn.
Tuppy stundi og fjekk sjer fjögurra
þumlunga lögg að viskí og einn þuml-
ung af sódavatni, og rendi þvi ofan í
sig. — Ali-ali, sagði hann, — þetta
var gott.
—■ Hvers vegna fjekstu þjer það ekki
þegar þjer var boðið það? spurði jeg.
— Það stendur þannig á því, svar-
aði Tuppy, að jeg liefi ekki komist að
]>vi uppá víst ennþá, hver afstaða
Coru er til áfengra drykkja, og mjer
þótti því ábyggilegra að halda mig frá
]>eim, heldur en hitt, því það bæri vott
u m, að jeg væri alvarlega hugsandi
maður. Maður veit aldrei hvernig kven-
fólkið snýst i svona tilfellum, og auð-
virðilegt smáatriði getur ef til vill gert
allan gæfumuninn.
— Það, sem mjer er mest forvitni á
að vita, er, hvernig þú ætlar að koma
henni á þá skoðun, að þú liafir nokkr-
ar liugsanir vfirleitt, — auk heldur al-
varlegar.
—• Jeg lief mína aðferð til þess.
— Sú gæti jeg trúað, að væri beisin.
— Jeg skal sýna þjer, að liún segir
sex. Jeg liefi hugsað málið endanna á
milli, eins og gamall hersliöfðingi. —
Manstu eftir honum „Feita“ Bingham,
sem var okkur samtíða i Oxford?
— Jú, jeg rakst á hann hjerna um
daginn. Hann er orðinn prestur, er
það ekki?
— Jú, lengst úti í East End. Og hef-
ir þar einskonar skemtifjelag fyrir
unga og upprennandi glæpamenn í
söfnuði sínum. Þú veist, svona kókó-
drykkju og spilamensku í samkomu-
salnum, og svo einstöku sinnum upp-
I>yggilegar kveldskemtanir i Oddfell-
owsalnum, — og jeg hefi stundum
verið honum lijálplegur við þetta. Jeg
lield jeg hafi spilað þar svartapjetur
á hverju kvöldi, núna í nokkrar vikur.
Cora er afskaplega hrifin af þessu, og
jeg hefi fengið liana til að syngja á
þriðjudaginn keinur, hjá „Feita“.
— Hefirðu það?
—■ Já, það gcturðu drukkið saltsýru
upp á. Og svo skallu heyra, að jeg er
útsmoginn, eins og sá gamli sjálfur,
Bertie: Jeg ætla lika að syngja sjálfur.
— En livernig á það að greiða fyrir
þjer í ástamálunum?
— Jú, sjerðu til. Söngur minn á að
leiða i ljós ýms djúp sálar minnar,
sem liún hefir ekki minstu hugmynd
um, að sjeu til. Þegar hún sjer þessa
ómentuðu áheyrendur þurka tárin af
skítugum kinnunum, kjökrandi, segir
hún við sjálfa sig: „Svei mjer ef
drenggarmurinn hefir elcki sál“. Því
þú getur verið viss um, að jeg ætla
ekki að fara að þrælast á þessum út-
jöskuðu gamanvísum okkar, heldur
ætla jeg að syngja um það þegar
„englarnir erup einmana“ og þess-
liáttar.
Jeg rak upp ösltur. — Þú ætlar þó
ekki að fara að syngja „Sonny Boy“?
— Jú, svei mjer ef jeg ætla ekki
einmitt að syngja það.
Nú datt alvcg ofan yfir mig. — Jcg