Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 27

Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 27
F Á L K I N N 27 GUÐMUNDUR Á HÁEYRI Vjer, sem lifum á vjelamenningar- öldinní, en erum uppaldir i gamla stílnum, hljótum að leggja fyrir okk- ur þá spurningu, hvort fólliið verði duglegra og verkhyggnara með nýja laginu, en það var fyrrum. Þó jeg sje cinn af þeim mönnum, sem er upp- alinn á þeim tímn, sem öll likamleg vinna, bæði á sjó og landi var fram- kvæmd eingöngu með likamsafli, ætla jeg nú i bráðina að láta hinni ofan- nefndu spurningu ósvarað. En liins- vegar vikli jeg minnast að verðleik- um þeirrar stjettar manna á íslandi, sem vegna vjelanna eru að hverfa úr sögunni, og hafa orðið að liopa af hólmi margra aldn gamalla baráttu. Þessi stjett manna er hin gamla og góða báta-sjómannastjett, en því inið- ur hefi jeg ekki tök á að minnast nema örfárra einstakra manna að þessu sinni. Þó inun jeg minnast eiii- stftkra manna, sem hendi eru næstir, eftir þvi sem jeg hefi frekast föng til. Vil jeg þá byrja með þvi, að ininn- ast þess formanns, sem alkunnur er um alt Suðurland og viðar. Guðmundur ísleifsson á Háeyri á Kyrabakka, er fæddur á Götu í Mýr- dal i Vestur-Skaftafellssýslu 17. janú- ar 1850. Guðinundur er systursonur Kiriks, sem bjó í Hlíð i Skaftártungu. Kirikur og bræður hans voru alkunnir dugnaðarmenn og nafnkunnir fyrir karlmensku; licfur Guðmundur sótt allmjög karlmensku, kjark og gjörful- leika í móðurkyn sitt. —- Kins og sjá má, er Guðmundur nær 80 ára að aldri, er þvi hæltur öllum sjóförum, og sestur í „helgan stein“. Ennþá er bin aldna sjóhetja l'urðu ern, eftir aldri, og sjer maður enn, þar sem Guðmundur ísleifsson er: mann, mikinn vexti, mjög karlmann- legan, hvitan fyrir hærum og svo til- komumikinn, að maðuí er ekki i vafa uin, að þar hefir cnginn ineðalmaður vérið, sem Guðmundur er. Guðmundur byrjaði formensku sina á Eyrarbakka 1874, og komu þá brátt í ljós hjá honum allir hinir bestu formannskostir, bæði aflasæld, óbil- andi kjarkur og karlmenska; varð Guðmundi því brátt gott lil vaskra drengja, sem háseta á skip sitt, og það svo, að hann mun ávalt alla sina löngu formannstíð, hafa liaft „valinn mann við hverja ár“, því allir dug- andi drengir kusu að vera háestar hjá slikum aflamanni og sjóhetju. Frá einstökum atvikum i formanns- sögu Guðmundar, liefi jeg ekki tök á að skýra. En þess vil jeg þó geta, að Guðinundur var annálaður að öllu leyti, svo óvíða voru taldir lians jafn- ingjar, og var ei ininst haft orð á, hversu Guðmundi var afar sýnt um að fást við liið ægilega brim, bæði á Kyrarbakka og viðar austan fjalls, og flestir fóru að hans dæmi þegar skjótra ráða þurfti við brimlendingar. Guðinundur stundaði ávalt sjó á opnu skipi. .4 vetrarvertiðinni mun liann að jafnaði liafa haft á skipi sinu 10—12 mennn. Korinaður var Guðmundur milli 40 —50 ár, og farnaðist ávalt vel og slysalaust, er það og gleðilegt fyrir hann i ellinni, að hafa Iagt niður hinn langa, erfiða og liættulega starfa án þess að slys eða önnur sjerleg óliöpp hafi að hönduin borið, og vita þó margir, liversu oft verður að tefla á tvær hættur, þegar etja þarf við liið mikla ofurefli, liæði storma og æðis- gengna hafsjói, að vopnin á móti þessu heljarafli voru karlmenska og óbilandi kjarkur formanns og há- scta, og ekki síst snarræði og hyggju- vit formanns. Hinir litlu opnu bátar, sein í margar aldir voru notaðir til fiskiveiða lijer á landi voru sannarlega eklii stör- vaxnir móts við hina risavöxnu haf- sjói. Jeg get ekki skilið svo við linur þessar, að láta þess ógetið, að kona Guðmundar fsleifssonar er frú Sigriður Þorleifsdóttir frá Háeyri, mesta sæmd- ar- og prýðiskona. Var heimili Jieirra hjóna i marga áratugi talið annað inesta gestrisnu- og höfðingsheimilið austan fjalls. 11. Þorkclsson. Verkamaður einn við járnbraut í Englandi mun vera einhver mesti tungumálamaður, sem menn þekkja. Ilann talar 22 tungumál, en hefir þó lítillar mentunar notið, þvi hann hef- ir alla tíð verið bláfátækur. Varastu að sitja of lengi við morg- unverðinn. Það endar þá með því að þú verður að flýtja þjer um of til vinnunnar á morgnana, en það er taugunum eklti holt að lifa i sifeldri liræðslu við að koma of seint. ÞÓRUNN A. BJOR N SDÓTTI R LJÓSMÓÐIR Hún er fædd 30. des. 1859. Ekki er ofmælt þó sagt sje, að Þórunn sje einhver vinsælasta kona þessa bæjar. í aldarfjórðung rúman hefir hún stundað starf sitt af hinni mestu prýði. Fimm ára gamla dreymdi hana um að verða Ijósmóðir. Og vissi hún þá ekki hvað það var. Elti hún ær og aðr- ar skepnur upp um fjöll og út um haga til að líkna þeim. Gast föður hennar vel að ásetningi dóttur sinnar en móðirinni mið- ur. Mælti hún svo að betra væri fyrir Þórunni sína að hún lærði að þjóna sjer fyrst, áður en hún tæki að leggja stund á lækning- ar. Sem dæmi upp á fágætan á- huga Þórunnar fyrir starfi sinu og læknisfræði yfirleitt má nefna það, að fyrir mörgum árum síðan þegar fyrst skildi gera keisara- skurð á konu einni, sem ekki gat fætt, hlakkaði Þórunn mjög til að mega vera við. Tókst skurður- inn vel en barnið var liflítið og liðkaði hún það í þrjá tima áð- ur en hún gat fengið það til að anda. I sama mund var hjer á ferð sjerstaklega fágætur píanosnill- ingur, pólskur, sem mikið var dáðst að. Fórust Þórunni svo orð um þetta atvik, að enginn mundi liafa orðið hrifnari af að heyra list snillingsins en henni að heyra barnið gráta. Kallaði hún hann „keisarann" sinn og lagði mikið dálæti á hann. Það hefur verið harmur Þór- unnar að hún ekki hefir getað Nýlega var lialdin hundasýning í London. Þar vakti sjerstaka athygli á- liorfenda undarlegur hundur frá Af- riku, sem var liárlaus. Fólk til sveita á Egyptalandi hefir þá trú, að þessir hundar geti læknað sjúka. Hárlausir liundar þar í landi eru betri en nokk- ur læknir. Fólkið heldur, að ef sjúkur maður lætur slikan hund liggja á notið meiri læknismentunar. En segja má að hún sje að náttúru- fari læknir góður og vel mentuð ljósmóðir, hefir siglt þrisvar til að fullkomna sig. Á fimtugsafmæli Þórunnar hjeldu konur henni samsæti og sátu það 300 konur. Nú er i ráði að heiðra Þórunni á sama hátt. Það má um Þórunni segja, að hún er kona grandvör og orð- fá og hlýtur traust allra sem kynnast henni, merk kona og mikilhæf. brjóstinu á sjer um stund, bá batni manninum. Hundasýningar eru mjög almennar á Englandi. í fyrra voru haldnar 1753 slikar sýningar þar í landi. Um daginn var Stradivarius-fiðla seld í París fyrir eina miljón franka. í írl<'ruuu:iial)ildiiini á I^ana:av«‘t>r 3 er stærra úrval af góðum jólagjöfum en nokkru sinni áður, I. d.: gleraugu, umgerðir og falleg hulstur. [má e.t.v. skifta eftir jól.] Munið: Lgv. 2. lindarpennar: SHEAFFER’S, Parker, MONT BLANC, Columbus, CAPACITY. Allir með ábyrgð! Blek og blyantar. Stækkunargler og stækkunarspeglar. Mahogni, eik, með eða án hitamæla. Prisma-, Leikhús-, ferða- og sjókíkirar. Alt til raksturs: GILLETTE og slípuvjelarnar frægu. TVÍBURA- | Varist hnífar og skæri. eftirlfkingar | Teikniáhöld, hallamælar, reiknikvarðar, áttavitar, smásjár, veðurhús, vasaljós. hitamælar, hæðamælar, kortmælar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.