Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 23

Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 23
F Á L Iv I N N 23 Nýjasta mynd Einars Jónssonar: „Bókstafsbundinn". enginn listamaður vera svo mein- laus, að hann ekki geti sagt til um, hvernig list hans sjálfs skuli vera, án þess að láta álit annara hafa áhrif á sig. — Tilgangur Einars Jónssonar með verkum siriúm er fyrst og fremst sá, að vekja hjá þeim, sem á þau horfa, líkar tilfinning- ar og hann hefir sjálfur borið i brjósti, er hann var að skapa verkið. Og sú skoðun er rj.ett frá hans sjónarmiði, vegna þess, að það er skoðun og sannfæring hans sjálfs. Á sama hátt verður oft að dæma ýmsar skoðanir, hvort þær koma frain i hiigg- mynd, málverki, ljóði eða sögu —• ef höfundurinn, sem hefir selt þær fram gengst við þeini eftir á og sýnir fram á, að þær sjeu rjettar frá hans sjónarmiði. —- List og gagnrýni er sitt hvað. Gagnrýni einstaklingsins er ávalt frá hans sjónarmiði og þá ætíð þannig, að hans sjónarmið sje það eina rjetta. En hver kann að dæma um það — hvað rjett er? Rjeltlátasti dómurinn um mannanna verk er aldrei til, því sá sem stæði næst því að þekkingu, að dæma um verkið, má ekki dæma það og getur ekki dæmt, af því, að enginn þykir dómari í eigin sök. En skilyrði hans til dóms á sjálfum sjer eru best, vegna þess að maðurinn þekkir, þegar á alt er litið, sjálf- ur betur alt sitt liugarflug og til- gang með því, sem hann hefir Íátið frá sjer fara fyrir almenn- ingssjónir, sem nokkur annar. Og út yfir tekur þó, þegar menn verða að gera listdóma sem skyldustarf, án þess að vita, hvort það er gott eða ilt, sem þeir dæma um. Þá fer það eftir lund- arlagi dómritarans, hvort lista- maðurinn er hafinn til skýja eða saxaður á tóhaksfjöl — og getur hvorttveggja komið jafn rang- lega niður. Tilviljnn dómsúrslitanna hefir oft og einatt komið niður á F.in- ari Jónssyni. Hann hefir verið lastaður og lofaður, hvorttveggja í slcilningsleysi — stundum. Því jafnvel íslendingar sjálfir skilja hann ekki enn. Sumir að miklu leyti, sumir að hálfu og sumir býsna litlu. Þetta er að ýmsu leyti afsakanlegt. Fyrst og fremst vegna þess, að Einar Jónsson er fyrsti myndhöggvar- inn á íslandi. Og það tekur ávalt nokkurn tima, að ]ijóð, sem aldrei hefir sjeð annað af mynd- höggvaralist en ljósmyndir, fái rjetta hugmynd um, hvað þessi list er. í öðru lagi það, að Einar Jónsson hefir alls ekki rakið götu annara manna. Hann hefir farið grafgötur, ef svo mætti segja. Hann hefir varast „skólana“ og hann virðir einskis “stefnurnar í list. Hann prjedikar, að einstakl- ingseðlið staridi ofar öllum skól- um og stefnum, að eðli það og stefna, sem komi innan frá úr brjósti þess, sem skapar verkið, eigi að vera ráðandi gjörðum listamannsins. Og að hann standi og falli með því. Ef víkingslund er til í stefnu listamanns, þá er hún í þessari. Og þó er engin víkingslund i Einari Jónssyni, á venjulegan mælikvarða þess hugtaks. Mynd- irnar hjer að ofan lýsa útliti mannsins nokkurnveginn fyrir þeim sem ekki liafa sjeð hann. En þess má geta um Einar Jóns- son, að ljósmynd getur síður lýst lionum, en flestum öðrum mönnum. — Fæstir Ísíendingar þekkja hann persónulega. Hann hefir dvalið erlendis mestan hluta manndómsára sinna, og þó hann dveldist lengst af þeim tima i Kaupmannahöfn, voru eigi nema fáir íslendingar, sem kyntust honum. Hann fór einförum fram hjá þeim, með hugskotið fult af rúnamyndum sjerkenna islenskr- ar náttúru, svo djúpt ristum, að þær gátu aldrei gleymst. Og síðan hann kom heim til íslands, er hann eigi lieldur á al- faravegi. En þeir sem hitta hann Verða fyrir áhrifum sálar, sem ekki er steypt í meðalmanns- mótið. — Þeir hitla fyrir mann, sem fyrst og fremst hel'ir áhrif á þá, fyrir alveg sjerstakt viðmót. Hægð og innileik og vinsemd, meiri en ókunnugir eiga von á. Sá sem á því láni að fagna, að koma inn „báðu megin“ í lista- safn Einars Jónssonar á tvær góðar stundir; aðra þegar hann skoðar verkin og hina eigi síðri, er hann talar við manninn, sem gerði þau. Einar Jónsson situr uppi í Hnitbjörgum sem sigurvegari. - Hann hefir sigrað í þeirri hættu- legustu orustu, sem nokkur lista- maður fc.efir lagt úr í: að brjóta ekki i bág við sjálfan sig. Sú harátta var löng, og er máske ekki háð til enda ennþá. Hún hefir kostað sjálfsafneitun og margir freistarar hafa gerst til þess, að ginna hann frá markinu, út í gull og græna skóga. Hún hefir kostað hungur og allskonar kvalir — en hún hefir lilíft Ein- ari Jónssyni við samviskubiti, sem af því leiddi, að gera það sem honuin fanst rangt — bæði gagnvart sjálfum sjer og öðrum. Einar Jónsson er heima. Ein af fyrstu myndum hans var „Út- laginn“, myndin af manninum, sem ber konu sína dauða til bygða, með barnið i fanginu, og hefir rakkann einan að föru- neyti, á síðustu för konunnar: í kristinna manna reit. Nú er hann heima. Hann á heimili og lconu, sem liann vist aldrei hal'ði sjeð, þegar hann hjó til útilegumannsmyndina sína. Hún hefir fylgt honum lieim úr útlegðinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.