Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 engum að gerast nærgöngull um of, þótt hún væri öllum góð. Það _a_ voru þó sjaldgæfii’ kostir og mikils metandi. Þannig ásakaði hann sjálfan sig oft og tíðum; en eigi að síður var honum það þó hvimleitt, að sjá hana standa þarna í veitinga- stofunni með sólbjarta lirosið og glaðlega og blíða viðmótið. — Þá bar svo til eitt sinn að sumarlagi, að hann varð að vera að heiman nokkurn tíma. Móðir hans var dáin, og þessvegna þurfti hann að dvelja um hríð heiina í átthögum sínum. Konan átti að vera heima. Hiin varð að gæta búsins. Og svo vildi hann ekki heldur leggja á hana ferðavolkið, eins og á stóð. Að skilnaði spurði hann liana — ítarlega og innilega, eins og sá, er lætur sig það mestu varða. hvert nim hann skipar í hjarta hihs -—: „Þykir þjer leitt að jeg fer burtu? Heldurðu að þú saknir min?“ Hún lagði hendurnar um háls honum og svaraði: „Hvort jeg muni sakna þín! — að líkindum eins og Jífið hálft væri frá mjer liorfið“. Hann spurði eklu frekar, en lióf ferð sína — með sting í hjartastað. Lífið liálft — já, þarna höfum við það! Meira þótli henni eliki um hann vert. Og meira feklc hann ekki hjá henni — feldv sama skerf og hver hinna. Ekki hótinu meira. Hann hafði lengi grunað þetta; liann hafði altaf fundið það og reynt í sambúð þeirra. Nú var búið að lvveða upp úr með það; nú vissi hann það. Því að enda þótt hún hefði svarað í grandaleysi, elcki ætlað j að kveða upp neinn dóm, þá var þetta þó satt eigi að síður! En, — liugsaði liann ennfremur — ef til vill getur hún ekki gefið meira. Sumir eru vitanlega svo gerðir, og við því er elckert að segja. Að minsta Jcosti var það henni óafvitandi, að hún héldi noklcru fyrir honum, eða að hægt væri með öðrum hætti að fórna sér á altari annars manns. Elcki var það þó óhugsandi, að fjarvist hans og það, sem inn- an skamms lá fyrir hcnni, kynni að velcja hjá henni þá tilfinn- ingu, er honum fanst vanta —• kenna henni að beina huganum ó- skiftum að einum ákveðnum miðdepli. Ekki var það óhugsandi. Þessi von hans varð svo öflug meðan á ferðinni stóð, að hon- um virtist hún hljóta að rætast. — Þegar liann kom heim aftur, var liúsið fult af gestum. Margir ferðamenn höfðu komið með póstvagninum um sum- arið og sest þarna að um tíma við vatnið tæra, sem allir Órtel- fjallatindarnir spegluðu sig í. Meðal gestanna voru nokkrir listamenn. Einn þeirra hafði far- ið þess á leit við konu póstmeistarans, að fá að mála mynd af lienni; átti myndin að tákna Maríu mey á altaristöflu, sem hann hafði verið beðinn um. En hún neitaði honum um það. „Hún telur sig líklega ekki maklega þeirrar sæmdar“, sögðu þeir í veitingastofunni. „Því að annars er henni eklci tarnt að neita“. Málarinn kvaðst þá verða að dvelja þar um hríð og veita henni sem mesta athygli, svo að hann gæti mótað mynd hennar í huga sér. Því að þar sem hann hefði nú loks fundið fyrirmynd, sem honum líkaði, þá vildi hann ekki láta hana ganga úr greipum sér .... . Og þegar hinir ferðamennirnir voru að reika um bygðarlagið og gæða sér á rjóma eða tína eilífðarblóm, var hann altaf kyr heima hjá konu póstmeistarans og snerist um hana, eins og jörðin kringum sólina. Eins og hún var örlát við alla, svo var hann óþreytandi að fylgja hverri hreyfingu hennar með augunum. Svo ljúf og góðfús, og þó svo einkennilega ósnortin! Miðdep- ill alls litla sveitaþorpsins —- eins og marmarabrunnurinn þar úti- fyrir, sem öllum svalaði. Og þó jafn óafvitandi þess, sem hann. Betur og betur sameinaðist hún mynd þeirri, er hann bar i hug- anum. Já, svona hlaut það að hafa verið, hátterni hcnnar forðum, undir bláhvelfdum himni Galileu —- við lindina tæru, úti á liju- völlunum og inni í lágreistu hýbýlunum .... Með svona andlit, svo yndislega fagurt, að engum kom til hugar að athuga, í hverju fegurðin var sérstaklega fólgin .... Póstmeistaranum fanst það mjög eðlilegt, að konan hans neit- að sitja sem fyrirmynd frammi fyrir hinum ókunna manni, og það gladdi hann, að hún gat veitt afsvar. Hinsvegar hefði hann gjarn- an viljað sjá mynd hennar, vandlega málaða á stóru altaristöfl- una og hann vonaði, að málaranum tækist nú samt sem áður að gera Maríu-myndina sem allra likasta henni. — Hún hafði haft mikið um að sýsla, við allan gestaganginn, meðan maður hennar var að heiman. í raun og veru meira, en þrek hennar þoldi. Og þegar hann kom heim, sá hann það strax, að henni var brugðið. Var það sumarhitinn, ofreynslan eða eigið ástand hennar, sem olli þessari breytingu? Eða var það hugsanlegt---------—? Það var viðmótið eða framkoman, sem mest var breytt. Örlát var hún enn sem fyr, en fálátari og ekki jafn skrafhreyfin og áð- ur. Og þegar við hana var talað, var sem hún væri úti á þekju — alt annars hugar. Var það hugsanlegt, að von hans væri að rætast? — að þessi fyrsti skilnaður, sökuðurinn í fjarveru hans, hefði vakið hjá henni þá algleymisþrá, sem hingað til hafði ekki látið á sér bæra, vegna u Parker -sjálfblekungar eru pennar fyrir þá, sem að 'vilja eiga góða penna. Parker-sjálfblek- ungar og blýantar er heppilegasta tæk ifærisgjöfin handa eldri sem yngri, af því þeir eru búnir til við allra hæfi, með öllum skraut- legustu og mest móðins litum og pennum með 25 ára ábyrgð fyrir sliti. Kaupið einungis Parker! NotiðParker biek! pennar og blýantar eru langmest útbreiddir og fást alt af í fjölbreyttu úrvali hjá mjer. Einnig öll varastykki. Guöni A. Jónsson, úrsm. Austurstrætí 1. REMINGTON er bygð af elstu ntvjelaverk- smiðju heimsins, enda hefir reynsla um áratugi sýnt og sannað að þetta er óviðjafn- anleg vjel að þoli og gæðum. Umboðsmaður: Þorsteitin Jónsson, Austurstræti 5, % Box 275. >•< >.< >x >.< >/ >.< i Kæru húsmæöur! >x >.< >•/. >.< >/ >.< >/ >.< >•< >.< >•< >/ >.< m m X >z >.< >/ X >/ >.< >/ >.< m >/ >.< >/ >.< >/ >.< >/ >.< m m Sjálfra yðar vegna notið þær Hreinlætisvörur sem spara yður fje, tíma og erfiði, enn það er: Brasso fægilögur Silvo silfurfægilögur Zebo ofnlögur Zebro ofnsverta Reckitts þvottablámi í pokum og dósum Windolene glerfægilögur Karbol bílafægilögur Robin línsterkja Sunlight þvottasápa Mansion gólfgljái Steamo móðuverjandi lögur Min húsgagnalögur Vim skuriduft Crystal blautsápa Margerisons handsápa Cherry Blossom heimsfrægi skóáburður. Fást í öllum helstu verslunum >•< >.< m m m m m m m >z >.< >•< >.< >/ >.< m m >•< >.< >/ >.< >•< >.< >/ >.< >/ >.< >•< >.< >•< >.< >•< >.< >■< >.< m >•< >.< >/ >.< >■< >.< >•< >.< >/ >.< >/ >.< >/ >.< >/ >.< >•< >.< >•< >.< >•< >.< & í Revkjavík og út um land. m >•< w >.< >/ >.< >/y >.<>. m >/ >.< >/ >.< mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.