Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 25

Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 25
•að vísu breytingasaga og bylt- inga, en ekki i þeirri merkingu, scni saga Reykjavíkur er. Fram- tíðarstefna íslenskrar þjóðar verður að markast í samræmi við þá reynslu, sem talar til þjóð- arinnar, frá góðum og illum verkum forfeðranna, „á íslands Sinai“. Þingvellir eru miðdepill islenskrar sögu. En er ekki mið- depiIJ þjóðarinnar á sama stað <>g sögunnar? Þeir íslendingar munu vera í miklum minnihluta, sem vilja flytja alþingi til Þingvalla á ný, ■eftir rúma fimm aldarfjórðunga burtveru. Þö hefir þessu verið hreyft innan veggja alþingishúss- ins i Reykjavik. En tillögunni er eytt ineð þeim rökum, að þing- menn geti ekki verið án ýmsra gagna, bæði dauðra og lifandi, sein aðeins sje að fá í Reykjavík. Mun þar aðallega átt við bóka- söfn og ýms stjórnarplögg og þar næst allskonar ráðgjafa. En þeg- ar á niálið er litið hleypidóma- laust, þá verða þessi rök ljett- væg. Bókakostur sá, sem þing- menn nota mest, er eigi meiri en svo, að honum mætti útlátalítið safna í sjerstakt alþingisbóka- safn og stjórnarskjöl þau, sem koma til kasta alþingismanna mætti fjölrita í fyrstu, þannig að ávalt væri eitt eintak til taks handa alþingi. Frumvörp og eigi síst breytingartillögur mætti fjöl- rita, svo að prentsmiðju þyrfti eigi á staðnum. Og svo er sím- :inn og bifreiðarnar til taks, ef á liggur. Það er miklu auðveldara að halda alþingi á Þingvöllum mi, en á dögum Jóns Sigurðs- sonar, því fjarlægðirnar hafa minkað. Og alþingi á hinum l'ornhelga stað mundi fá á sig blæ, sem hækkaði það i vitund þjóðarinnar. Staðurinn inundi hækka það út á við og alþingis- mennina sjálfa inn á við. íslend- ingar ættu þá veglegasta alþingis- musterið í veröldinni, og dauðir menn væru þeir, ef j>að gerði þá ekki veglegri sjálfa. Og ]>á mundi staðnum sjálfum verða meiri sómi sýndur en nú er. Þingvellir eru í orði friðaður reitur - - en ekki á borði. Þjóð- garðshugmyndin er ekki lcomin í framkvæmd. Og þau mannaverk, sem verið hafa á Þingvöllum i 900 ár, og vitanlega áttu að hafa á sjer fulla sögulega helgi eru nídd niður, í stað þess að um- bæta þau. Hjer sat um árið á rökstólum bjartsýn Þingvallanefnd, sem auk |>ess að hugsa um Þingvelli eina, átti að gera tillögur um húsa- bætur á ýmsum öðrum sögustöð- um. Hún gerði tillögur um bygg- ing nýs prestsseturs og kirkju á Þingvelli, húsaskipunar sem væri staðnum samboðin og ætti rætur í sögu þjóðarinnar. Ennfremur lagði hún til, að bygðir væri upp fyrir fje ríkisins ýmsir aðrir sögustaðir. —■ Síðari tillagan hef- ir hlotið náð hjá fjárveitinga- valdinu. En tillöguna um, að hí- býli, samboðin staðnum væri reist á Þingvöllum, fór alþingi sjálft þannig með, að ákveðið var að leggja niður Þingvalla- vallaprestakall og taka þaðan prestinn. Kirkjan stendur enn, hrörleg, ljót og fúin, vegna þess að ekki þótti tiltækilegt að segja sveitabúum, að þeir yrði að sækja kirkju niður í Grafning eða suður í Mosfellssveit, sem livorttveggja væri með lengstu kirkjuvegum á landinu. Þessa væri alls ekki minst, ef eigi stæði svo á, að einmitt sá viðburðurinn úr sögu íslenskrar þjóðar, sem að mörgum glæsl- um er talinn afdrifaríkastur allra þeirra, sem gerst Iiafa á Þingvöll- um, var, að kristni var lögtekin á Þingvöllum fyrir 930 árum. Sá atburður verður ætíð einn merk- asti atburður þjóðarinnar, bæði sakir málefnisins og þess, með hverjum atvikum það náði fram að ganga. Þess vegna mun mörg- um renna til rifja í sumar, að líta heim á tóma prestssetrið á Þing- völlum. — íslendingar eru þjóð- ræknir menn! Þeir, sem dvalið hafa á Þing- völlum á sólbjörtum sumardegi og líka bafa verið þar i rigningu, vita að staðurinn á tvö andlit. Annað scm brosir og hitt sem grætur. Enginn staður breytist gjörsamlegar af áhrifum veðráttu en Þingvellir. Þar sém unaðslegt var að líta meðan sólarinnar naut. verður dapurt og drunga- legt þegar loftið er mettað af regni. Klettarnir kætast og brosa þegar vel viðrar, en gerast þjak- aðir og þunglyndir — geigvæn- legir — þegar aldrei sjer sól. — Á næsta ári ætla Islendingar að halda veglegustu hátíðina, sem haldin hefir verið hjer á landi, í minning þess að alþingi var sett í landinu og íslenskt allsherjarríki stofnað. Sú hátíð verður haldin á Þingvöllum — allir eru sammála um, að vegur hennar standi og falli með veðr- áttunni sjálfa hátíðisdagana. Ef til vill verður þessi atburð- ur til þess, að Þingvöllum verður enn meiri sómi sýndur eftir 1930 en næstu áratugana fyrir. Eink- anlega ef staðurinn brosir þá dagana. Því þá minnast menn fremur alls hins glæsta og göf- uga, sein gerst hefir þarna við klettana fyrrum, en hins, sem síðar varðaði götu þjóðarinnar til eymda og afmættis. En því skyldi Þingvellir eklci brosa 26.-—28. júní 1930. Það er gömul trú á Suðurlandi, að rign- ingasamara sje þar á sumrin, þegar „óáran er í mannfólkinu“. Og liver þorir að halda því fram, að-svo sje, svona rjett fyrir al- þingishátíðina?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.